blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006
VÍSINDI i 11
Heimildamyndagerð með myndavélasíma
Hópur vísindamanna hefur gefið út
yfirlýsingu þar sem þeir hvetja til þess að
börnum verði kenndar grundvallarstað-
reyndir um þróun Iffs á jörðinni.
Vilja að börn
séu frædd
um þróun lífs
ajorðmm
Hópur virtra raunvísindamanna
hvaðanæva úr heiminum gaf á
dögunum út sameiginlega yfirlýs-
ingu þar sem þeir hvetja til þess að
kennsla um þróun lífs á jörðinni í
skólum sé byggð á vísindalegum
grunni. í yfirlýsingu vísindamann-
anna kemur fram að víða hafi verið
snúið út úr kenningum um uppruna
lífsins í skólum eða þeim beinlinis
verið haldið leyndum eða hafnað.
Jafnframt setja þeir fram lista yfir
grundvallarstaðreyndir sem ekki
standi ágreiningur um meðal vís-
indamanna eins og þá að jörðin hafi
myndast fyrir 4,5 milljörðum ára og
að líf hafi komið fram þar fyrir að
minnsta kosti 2,5 milljörðum ára.
Fá ekki að læra um
þróunarkenninguna
„Við vitum um skóla í vissum heims-
hlutum þar sem börnum er kennt að
jörðin sé um 8.000 ára gömul,“ sagði
dr. Yves Quere, einn vísindamann-
anna sem koma að yfirlýsingunni,
í viðtali við breska ríkisútvarpið
og bætti við að ekki megi kenna
börnum aðra eins vitleysu.
Dr. Quere sagði jafnframt að yf-
irlýsingin endurspeglaði auknar
áhyggjur innan vísindasamfélags-
ins af því að börnum væru ekki
kenndar grundvallarstaðreyndir
um þróun lífs og eðli vísindalegra
rannsókna. „í sumum löndum fá
börn ekki einu sinni að læra um þró-
unarkenninguna," sagði hann.
Vísindamennirnir hvetja kennara
og foreldra til að fræða börn um að-
ferðir og uppgötvanir vísindanna til
að efla skilning á eðli náttúrunnar.
Þáttur æðri máttarvalda
Yfirlýsing vísindamannanna kemur
í kjölfar harðra deilna um hvort
kenna skuli umdeildar kenningar
sem ganga út á það að vissir þættir
heimsins og lífs á jörðinni séu of
flóknir til að þess að þeir geti verið
tilkomnir vegna náttúruvals. Þvert
á móti halda stuðningsmenn slíkra
kenninga því fram að þessi fyrir-
bæri hljóti að hafa verið sköpuð af
æðri máttarvöldum.
Á síðasta ári unnu foreldrar í
Dover í Pennsulvaníu mál gegn
yfirvöldum skóla í borginni þar
sem slíkar kenningar höfðu verið
kenndar í raunvísindatímum.
Fólk notar farsíma í auknum mæli
til að taka ljós- eða hreyfimyndir og
hafa þeir jafnvel í sumum tilfellum
komið í stað hefðbundinna ljós-
mynda- og kvikmyndavéla. Nú hafa
ítölsku kvikmyndagerðarmennirnir
Marcello Mencarini og Barbara Seg-
hezzi gengið enn lengra og gert kvik-
mynd í fullri lengd sem var eingöngu
tekin á farsíma. Myndír heitir „Nýir
ástarfundir" og fjallar eins og nafnið
gefur til kynna um ástir ítalskra para.
Marcello Mencarini segir að þar sem
farsímar sem búnir eru myndavélum
séu orðnir jafnútbreiddir og raun
beri vitni sé á allra færi að gera þetta.
Við fréttaöflun eru fyrstu myndir
af viðburðum oft teknar með far-
símum og þegar stórfréttir eiga sér
stað hafa fréttastofur erlendis hvatt
áhugamenn til að útvega myndir og
upptökur af þeim.
Tækninni eru takmörk sett
Farsímamyndavélar hafa þó yfirleitt
þótt of takmarkaðar til að hægt væri
að notaþær við kvikmyndagerð. Þær
þykja til að mynda ekki hentugar til
kvöldmyndatöku auk þess sem þær
eru ekki búnar nógu góðum hljóð-
nemum til hljóðupptöku.
Vegna þessara takmarkana tækn-
innar tóku kvikmyndagerðarmenn-
irnir aðallega nærmyndir af við-
mælendum sínum. Hægt er að sýna
myndina á breiðtjaldi þó að gæðin
séu slæm að sögn Mencarini. Þó
að myndin sé nokkuð skýr er hún
frekar óstöðug. Kvikmyndagerðar-
mennirnir segja jafnframt að ekki
hafi verið reynt að auka myndgæðin
í eftirvinnslu. Ekki var notast við
ljósabúnað við kvikmyndagerðina
ef frá er talið lítið vasaljós sem notað
var öðru hvoru.
Meiri nánd við viðmælendur
Mencarini og Seghezzi sögðu að þau
hefðu ákveðið að nota farsíma við
gerð myndarinnar vegna lágs kostn-
aðar og aukins sveigjanleika.
Kostnaður við gerð myndar-
innar nam aðeins nokkur þúsund
Bandaríkjadölum og í þeirri upp-
hæð eru innifalin ferðalög og uppi-
hald auk framleiðslu á nokkrum
DVD-diskum.
Kvikmyndagerðarmennirnir
segja að þessi aðferð bjóði upp á
meiri nánd sem geri það að verkum
að viðmælendur eigi auðveldara
með að opna sig og það komi sér vel
í mynd sem fjallar um ást og erótík.
Á tveimur mánuðum tóku kvik-
myndagerðarmennirnir viðtöl við
um 700 manns víða á Italíu og koma
um 100 þeirra fram í myndinni. Við-
mælendur sína fundu þeir meðal
annars á börum, útimörkuðum og á
ströndinni.
„Að nota lítið tæki sem er hluti af
daglegu lífi fólks gerir manni kleift
að koma á nánari samræðum en
með því að nota hefðbundna mynda-
vél,“ segir Seghezzi.