blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 2
2 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 blaöið blaöid— Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net m BlaMMki I sjöunda himni Það er ekki ónýtt útsýnið hjá Sigga Gfsla, kranamanni, sem situr í hæstu hæðum í Borgartúninu þessi misserin. Siggi hefur stjórnað krönum í rúmlega þrjátíu ár og kraninn sem hann vinnur á nú um stundir er sá hæsti á landinu. Sem dæmi um stærð kranans er bó- mann heilir 70 metrar en til viðmiðunar mætti nefna að turn Hallgrímskirkju er 73 metrar. Grunur um tugmilljóna fjársvik Grunsemdir hafa vaknað um að fyrrverandi starfsmaður Trygg- ingastofnunar (TR) hafi svikið fé út úr stofnuninni sem nemur tugum milljóna króna. Þetta kom í ljós við eftirlit innan TR í síðustu viku. „Virtist sem hinn fyrrverandi starfsmaður hafi með blekkingum og í krafti stöðu sinnar látið einstaklinga kerfisbundið og án tilefnis fá greiðslur frá stofnuninnisegir i fréttatilkynningu frá TR. Eftir frekari samanburð og skoðun gagna hjá TR, sem styrktu grun- semdir.varmáliðkærttilríkislög- reglustjóra á föstudaginn og um leið var krafist opinberrar rann- sóknar á málinu. Sérfræðingar TR og efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hafa undanfarna daga unnið að öflun gagna og skoðun bókhalds samhliða eftirliti hjá stofnuninni. Bush eldri til íslands George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þekkst boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, um að koma i heimsókn til íslands dagana 4.-7. júlí. Bush mun sitja kvöldverð- arborð forseta íslands á Bessa- stöðum á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjamanna, 4. júlí. Með í för forsetans verða nokkrir vinir hans, meðal ann- ars Sig Rogich sem var sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi í forsetatíð Bush. „George H. W. Bush og föruney ti munu halda til laxveiða í boði Orra Vigfússonar, formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), en forsetinn fyrrverandi hefur verið eindreg- inn stuðningsmaður slíkrar verndar,“ segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta íslands. DKEYPIS TIL BO.000 heimila og fyirtækja aila virka daga blaöiö Sjúkraflutningamenn þurfa lög- regluvernd gagnvart slösuðum Varaformaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir það koma ítrekað fyrir að þvælist fyrir sjúkrabílum þegar þeir keyra um miðborg Reykjavíkur. Eftir Val Grettisson Algengara er orðið að sjúkraflutn- ingamenn þurfi á lögregluvernd að halda gagnvart slösuðum þegar verið er að ferja þá á spítala sam- kvæmt Sverri Birni Björnssyni, vara- formanni Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna. Hann segir það líka koma ítrekað fyrir að fólk stökkvi fyrir sjúkrabíla þegar þeir reyni að komast af vett- vangi úr miðborg Reykjavíkur og hefti þar með för þeirra. Þar að auki hefur verið rænt úr bílunum meðan sjúkraflutningamenn hafa hlúð að slösuðum. Spurning um líf og dauða „Það er afar alvarlegt þegar við getum ekki unnið í friði,“ segir Sverrir Björn, en hann hefur unnið við sjúkraflutn- inga síðan 1985. Hann segir að það geti verið hættulegt fyrir heilsu fólks ef óprúttinn aðili steli sjúkra- tösku úr bílnum því hugsanlega séu nauðsynleg áhöld í töskunni sem þeir þurfi að notast við á staðnum. Einnig bendir hann á að það sem er í sjúkrabílunum gagnist engum nema sjúkraflutningamönnunum. Sverrir áréttar að sjúkraflutningar geti skipt sköpum um það hvort fólk lifi eða deyi og því geti hverskyns tafir haft hrikalegar afleiðingar í för með sér. Lögreglan í sjúkrabílum I viðtali Blaðsins við Árna Odd- son, varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á mánudag, segir hann að til handalögmála hafi komið á milli sjúkraflutninga- manna og einstaklinga sem skiptu sér afgangi mála ávettvangi. Sverrir tekur undir það og segir að það hafi líka aukist að sjúkraflutningamenn þurfi að hafa lögreglumann í sjúkra- bílnum svo hægt sé að tryggja öryggi þeirra gagnvart hinum slasaða. Sverrir tekur fram að þetta sé að- eins í öfgafyllstu tilfellum og yfir- leitt eigi slíkir atburðir sér stað um helgar. Sverrir segist ekki geta útskýrt viðmótið sem mæti þeim á einn eða annan hátt. Hann segir að ástandið hafi versnað og þá kannski með brevttum tímum. „Eg vil bara biðja fólk um að sýna náunganum tillitssemi, samúð og kærleik," segir Sverrir alvarlegur að lokum. valur@bladid.net Glerveggir-hurðir Brautir - Hert gler Hawa www.jarngler.is 0 HeiSsklrtíjJ léttskýjaíáÍlL'Skýjað Alskýjað-íft;— Rigning, lítilsháttar^£^HignlngÍÍ»4Súld & - Snjékoma Jíf)* Slydda d££i» Snjðél Skúr Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chícago Dublin Frankfurt Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Vín Þórshöfn Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Mynd/Eggert

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.