blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 15

blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 15
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 HEILSA I 23 I Likamlegt ástand endurspeglast í iljunum Svœðanudd er oft notað til aðfinna út hvaða vandamál líkaminn er helst að glíma við. Islenska hugtakið svæðanudd felur í sér 2 erlend hugtök, ann- ars vegar zoneterapi sem þýðir svæðanudd og hins vegar reflexo- logi sem þýðir viðbragða- eða svæðameðferð. Zoneterapi er talin upprunnin frá Egyptum og byggir á örvun mið- taugakerfisins. Einnig er talið að m.a. Indverjar og norður-amerískir indíánar hafi lagt stund á svæða- nudd fyrr á öldum. Hugmyndin sem liggur að baki er sú að líkams- hlutar eigi sér samsvörunarsvæði í fótunum, að líkaminn og líkamlegt ástand endurspeglist í fótunum. Kínverskar kenningar um orkubrautir líkamans Reflexologi á hins vegar rætursinar að rekja til kínverskrar heimspeki eða hugmynda, kenninga um orkubrautir ogpunkta á orkubrautunum. Þarer unnið að þvíað örva sérstaka punkta (nálastungupunkta) og virknin því hnitmiðaðri og sérhæfðari. Bandarískur læknir, Dr. William H. Fitzgerald, endurvakti svæða- nuddið (zoneterapi) á öndverðri síð- ustu öld og gaf út bók um efnið áríð 1917 ásamt kollega sínum Edwin Bo- wers. Það kom svo í hlut nemanda Dr. Fitzgeralds, Eunice Ingham, að fínvinna tæknina og hún gaf einnig út bækur um svæðanudd árið 1938. Þær bækur hafa meðal annars verið þýddar og gefnar út á íslensku. Fyrsti svæðanuddskólinn byrjaðiáriö 1970 Hanne Marquardt, þýskur hjúkr- unarfræðingur og „heílpraktiker", var nemi hjá Eunice Ingham. Hún opnaði fyrsta svæðanuddskólann í Evrópu í Þýskalandi árið 1970 en Marquardt er almennt talin hafa verið fyrst til að kynna fræðin fyrir Evrópubúum. Árið 1982 gáfu Danirnir Solveig Lauborg svæðanuddari og Per Lau- borg nálastungufræðingur út bók um svæðanudd þar sem þau sýndu fram á tengsl zoneterapi og ref- lexologi. Svæðanudd er heildrænt , Kínverski nuddarinn Lai frá Shanxi héraðinu f Norður-Kfna sést hér nota svæðanudd, en hún starfar um þessar mundir f Heilsudrekanum. meðhöndlunarform sem gegnum ákveðin svæði/punkta á iljum og fótum er talið getað leiðrétt orku- ójafnvægi í líkamanum. Meðferðin gefur viðkomandi slökun og deyfir verki þar sem hún losar um endor- fín sem segja má að sé eigið verkja- lyflíkamans. Eykur á þrótt og vellíðan Svæðanudd er almennt talið styrkja varnarkerfi líkamans og örva eigin- leika hans til að lækna sjálfan sig, auka á vellíðan og gefa aukinn and- legan og líkamlegan þrótt. Nokkuð hefur verið gert af því að rannsaka virkni svæðanudds. Ekki hefur tekist að sýna fram á það vísindalega hvernig svæðanudd virkar. Það er engin bein taugateng- ing milli viðbragðapunktanna undir fætinum og hinna innri líffæra. Því hallast menn einkum að því að svæðanudd virki eftir hinum aust- rænu hugmyndum, þ.e. í gegnum orkubrautirnar svokölluðu. Viða viðurkennt sem meðferðarform I nokkrum af nágrannalöndum okkarersvæðanuddviðurkenntmeð- ferðarform í hinu opinbera heilbrigð- iskerfi, m.a. á krabbameinsdeildum og svokölluðum verkjadeildum („smerteklinikker"). Þar er og sums staðar hægt að fá tilvísun frá heim- ilislækni til löggilts svæðanuddara og margir vinnustaðir bjóða starfs- mönnum sínum upp á svæðanudd (eða nudd) með reglulegu millibili. Kínverskar jurtir og dýrahorn 1 Heilsudrekanum, Skeifunni 3, hefur um langt skeið verið lögð stund á margskonar nudd sem á rætur sínar að rekja til Austurlanda. Meðal þess nudds sem boðið er upp á er svæðanudd. Dæmi eru um að fólk hafi öðlast mikla heilsubót með því að fara í svæðanudd, en oft má greina alvarlega sjúkdóma í gegnum það. Blaðamaður kom að máli við Dong Qing Guan, eiganda Heilsudrekans. „Það eru mörg dæmi um að fólki líði miklu betur eftir svæðanudds- meðferðir. Mér dettur strax í hug kona sem kom hingað f meðferð fyrir ekki svo löngu. Hún var orku- laus, átti erfitt með gang og átti við mikil ristilvandamál að stríða. Eftir að hún var búin að vera í svæða- nuddsmeðferð í einhvern tíma varð hún allt önnur manneskja," segir Dong og bætir því við að svæðanudd sé ekki bara fyrirbyggjandi eða slök- unarmeðferð heldur sé það einnig árangursrík lækningarmeðferð. Við svæðanudd eru einnig notaðar fjöl- breyttar aðferðir sem eiga að tryggja betri árangur meðferðarinnar. „Hálftíma áður en fólk fer í svæða- nudd þarf það að fara í fótabað þar sem við notum sérstakar kínverskar jurtir. Turtirnar eru sérstaklega Svæðanudd á rætur sínar að reka til kínverskra kenninga um orkubrautir líkamans. En þar ertalið að sérhvert líffæri eigisér samhljóm á ákveðnu svæði, eða punktum, í iljunum. valdar eftir því vandamáli sem ein- staklingurinn glímir við. Þessar jurtir opna svo rásir líkamans og þar með verður svæðanuddið árang- ursríkara. I svæðanuddinu notum við fleiri hluti til að gera meðferðina árangursríkari. Til að mynda eins- konar penna sem er gerður úr dýra- horni og með honum þrýstum við á ákveðin svæði og punkta á ilinni." Hver eru algengustu vandamálin sem fólk notar svœðanudd við? „Það eru í raun allskonar vandamál sem svæðanuddið dugar við. Yfir- leitt eru þetta samt vandamál sem eru í innyflum eða sjálfri líkams- starfseminni, en ekki í vöðvum. Kannski hormónatruflanir, melting- artruflanir og fleira. Yfirleitt notum við svæðanuddið mikið til að finna út hvaða vandamál líkaminn er helst að glíma við. Stundum fara svo ein- staklingarnir til hefðbundis læknis eftir það til að fá bót meina sinna, en margir eru með ofnæmi fyrir sterkum lyfjum eða kjósa af öðrum ástæðum að fara óhefðbundnar leiðir," segir Dong að lokum. margret@bladid.net og geitungarnir leggja á flótt a Sláið 3 flugur í einu höggi Fælir í burtu flugur Góðurilmur Verndar húðina ftavWW'm*'* "-y V 0" ypr is ¦ 6UIS Mtt Einnig ætlað bömum Drelflngarsíml: 698 7999 Fæst í öllum apótekum REUfERS Hér má sjá götubörn f Karachi taka þátt f mótmælum gegn f íknief num en f gær var haldinn alþjóðlegur dagur f nafni Sameinuðu þjóðanna gegn eiturlyfjanotkun og eiturlyfjaviðskiptum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.