blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 1
serbiaö um heimiii og hönnun fylgir Blaðinu í dag | SlÐA ■ H£1LSA ■ VlSHUUl Bandaríkjamenn einangrast félagslega | SÍÐA22 Heimildamynda- gerð með mynda- vélasíma ■#m u | SÍÐA11 Leitaðu tilboða í síma 844 1011 eða á www.thakmalun.is Friálst, óháð & ókeypis! 143. tölublað 2. árgangur þriðjudagur 27. júní 2006 Hestar allt um kring Fjöldi ferðamanna flykktist til bæjarins El Rocio í suðurhluta Spánar í gær til að fylgjast með þvi þegar hundruðir villtra mera voru reknar í gegnum bæinn. Atburðurinn gengur undir nafninu „Saca de yeguas" og fer fram árlega. Þá halda fjölmargir knapar inn í Don- ana-þjóðgarðinn þar sem þeir safna merunum saman og reka þær yfir í þorpið Amonte. „Hefði viljað sjá sterk- ari viðbrögð hjá Alcoa" Leynd verður ekki aflétt af samningi Landsvirkjunar og Alcoa. Rætt verður í kjölfarið hvort breyta eigi leyndarreglunni. ■ NEYTENDUR Seljendur hafa ríkari ábyrgð en þeir halda Seljendur varnings virðast hafa takmarkaða þekkingu á ábyrgð sinni þegar kemur að endingar- tíma dýrari varnings, svo sem bíla og ísskápa. Kvört- unarfrestur neytenda vegna slíkrar vöru er fimm ár en afarfáir verslunar- eigendur virðast átta sig á þessu. | SÍÐA 10 Flóttabjörn skotinn Skógarbjörninn Bruno, sem skotið hefur íbúum í Suður- Þýskalandi skelk í bringu að undanförnu, var skotinn til bana í gær. Björninn hafði vikum saman flakkað um suður- hluta Þýskalands þar sem hann drap húsdýr sér til matar og olli hræðslu meðal íbúa á svæðinu. Embættismenn í Þýskalandi höfðu að undanförnu varað við bangsa þar sem hann virtist vera orðinn óhræddur við mann- skepnuna, þó bangsi hafi ekki skaðað nokkurn mann. Nokkrar deilur höfðu sprottið út af bangsa eftir að yfirvöld gáfu það út að þau hygðust skjóta dýrið. Almenningur sem og dýraverndunarsamtök mót- mæltu áformum stjórnvalda harðlega og höfðu nokkur sam- tök unnið að því að handsama dýrið með það í huga að bjarga lífi þess. Eftir Gunnar Reyni Valþórsson Leynd yfir orkusölusamningi Lands- virkjunar (LV) og Alcoa verður ekki aflétt. Tillaga þess efnis var felld í stjórn Landsvirkjunar í gær með þremur atkvæðum gegn tveimur. Stjórnarformaður LV segir að rætt verði hvort slíkir samningar verði í framtíðinni bundnir sömu leyndar- ákvæðum, en það sé ákvörðun sem bíði betri tíma. Stjórnarformaður- inn segir ennfremur að hann hefði viljað sjá sterkari viðbrögð Alcoa við því þegar forstjóri fyrirtækisins rauf trúnað um orkuverðið í brasilískum fjölmiðlum. Þrír á móti tveimur Það voru þau Helgi Hjörvar og Álf- heiður Ingadóttir, stjórnarmenn í Landsvirkjun, sem lögðu fram til- löguna. Hún gerði ráð fyrir að stjórn Landsvirkjunar samþykkti að fara þess á leit við Alcoa að trúnaði verði aflétt svo skýrt væri að Landsvirkjun hefði fyrir sitt leyti ekkert að fela í málinu. Tillögunni var hins vegar hafnað með þremur atkvæðum á móti tveimur. „Það setti alvarlegt strik í reikn- inginn þegar aðalforstjóri Alcoa rauf í raun trúnað þegar hann fór að gefa út yfirlýsingar um orku- verðið í fjölmiðlum í Brasilíu,“ segir Helgi Hjörvar. „Ég held að það hafi bæði stjórn og framkvæmdastjórn Landsvirkjunar þótt mjög óheppi- legt. Kannski ekki síst í ljósi þess að þar hafi verið dregin upp mynd af því að á íslandi sé samið um helm- ingi lakara orkuverð en tíðkist í Suður-Ameríku.“ Helgi segir að hann hafi á sínum tíma greitt atkvæði gegn samn- ingnum. „Það er ekkert launungar- mál að mér hefur þótt orkuverðið vera of lágt. Ég held að það hefði verið gott að hreinsa andrúmsloftið með því að létta leyndinni af þessum samningi. Deilur um þetta mál munu halda áfram á meðan leyndin er yfir því,“ segir Helgi. Tillaga þeirra hafi því gert það að verkum að það væri undir Alcoa komið hvort upplýst yrði um verðið eða ekki. „En meirihlutinn var ekki tilbúinn i það,“ segir hann. „Hér eru opinber fyrir- tæki að veita mönnum aðgang að takmörkuðum mengunarkvótum og takmörkuðum náttúrugæðum landsins. Menn geta ekki hegðað sér í þessu eins og um einkafyrirtæki sé að ræða.“ Helgi segir, að þrátt fyrir að til- lagan hafi verið felld séu það fleiri en aðeins flutningsmenn tillögunnar sem séu hugsi yfir þessari stefnu í heild sinni. Skiija sjónarmiðin að baki Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórn- arformaður Landsvirkjunar, segir að yfir þessi mál hafi verið farið á stjórnarfundinum og að þetta hafi orðiðniðurstaðan. „Isjálfusérskilja menn þau sjónarmið sem lágu að baki tillögunni,“ segir hann. „Það liggur hins vegar ljóst fyrir að í samn- ingnum er það geirneglt að þetta skuli vera trúnaðarmál.“ Jóhannes segir að menn hafi rætt það á fund- inum hvortþað væri rétt stefna að við- hafa leynd um innihald svona samn- inga og hvort því ætti að breyta. „En það er nýtt ákvörðunaratriði og ekki er loku fyrir það skotið að það verði rætt í framtíðinni." Jóhannes Geir segir að það hafi verið skoðað hvort leynd yfir svona samningum væri viðtekin venja annars staðar. „Nið- urstaðan úr þeirri skoðun var sú að í miklum meirihluta svipaðra samn- inga væri verðið ekki gefið upp. Hitt væri undantekning frá reglunni “ Jóhannes segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um frekari aðgerðir af hálfu LV vegna ummæla Alcoa- forstjórans. „Ég get hins vegar alveg sagt að ég hefði viljað sjá sterkari viðbrögð hjá Alcoa.“ Hann segir enn- fremur á hreinu að forstjórinn hafi ekki farið með rétt mál í viðtalinu í Brasilíu. Alvoru Ffallatijól Sumartilboð 20% afsláttur af öllum hjólum út þessa viku. Einnig 20% afsláttur af öllum hjálmum Full búð af nýjum hjólum!! CÁP FREESTYLE m Mlschief BO” Tyax Comp BB” Frábært fjallahjól fyrir kröfuharða Mntomicro 16” Frábært barnahjól fyrir 4-6 ára Rokadíle Al R6” Einnig til með kvk stelli. FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 S: 5 200 200 MÁN-FÖS.KL. 9-18.LAU.10-16 gunnar@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.