blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2006 blaðið Yfir 20 þúsund undirskriftir Rúmlega 20 þúsund undir- skriftir hafa safnast í und- irskiftasöfnun Blátt áfram þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrum- varp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar, um afnám fyrningarfresta í kyn- ferðisafbrotum gegn börnum. Samtökin hafa staðið fyrir und- irskriftasöfnun allt frá því að samtökin voru stofnuð i apríl 2004, en lagafrumvarpið var lagt fram á haustmánuðum 2004. Aukin greiðslu- kortavelta innanlands mbl.is | Samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Islands nam greiðslukortavelta í 'maí 58.387 milljónum króna og hefur því aukist um 12,6% frá fyrra mánuði að raunvirði. Aukninguna má að mestu leyti rekja til vaxtar í innlendri veltu. Greiðslukortavelta innanlands í maí nam 53.949 milljónum króna og hefur því aukist um nær 14% frá fyrra mánuði að raunvirði. Ef veltan innanlands er hins vegar borin saman við maí í fyrra hefur hún dregist saman um 0,7%. Saddam kveðst reiðubúinn að aðstoða Bandaríkjamenn Saddam Hussein, fyrrum forseti ír- aks, telur að Bandaríkjamenn muni þurfa að leita aðstoðar hans til að unnt verði að kveða niður óöldina í landinu og þannig greiða fyrir því að herliðið verði kallað heim. Þetta er mat helsta lögmanns forsetans fyrrverandi. Khalil al-Dulaimi, aðalverjandi Saddams, sagði í viðtali við Associ- ated Press-fréttastofuna að stöðug- leika verði ekki komið á í Irak án íhlutunar Saddams. „Hann er síð- asta úrræði þeirra. Þeir munu að lokum leita til hans. Hann er eini maðurinn sem getur stöðvað and- spyrnuna gegn bandaríska herlið- inu," sagði lögmaðurinn. Ekkert bendir til þess að Banda- ríkjamenn hafi leitað eftir aðstoð forsetans fyrrverandi. Súnnítar sem voru allsráðandi í írak í valda- tíð forsetans eru einkum taldir fara fyrir uppreisnarhópunum í landinu en ljóst þykir að sjítar og Kúrdar sem sættu ofsóknum í tíð Saddams myndu aldrei samþykkja aðkomu forsetans fyrrverandi að málefnum Iraks. Al-Dulaimi segir í viðtalinu að Saddam hafi nefnt þetta á fundi með lögmanninum á þriðjudag í liðinni viku og að hann hafi gefið til kynna að hann væri tilbúinn að koma Bandaríkjamönnum til hjálpar. Þetta hefði hann sagst vera tilbúinn að gera í nafni „þjóðanna tveggja - Bandaríkjamanna og Iraka". Lögmaðurinn hafði eftir Saddam að Bandaríkjamenn hefðu leitt strengjabrúður til valda í írak sem fengju með engu móti ráðið við ástandið. „Þeir geta hvorki varið sjálfa sig né írösku þjóðina. Banda- ríkjamenn munu áreiðanlega leita til mín, og sækjast eftir þeirri lög- mætu stjórn sem Saddam Hussein getur veitt til að bjarga þeim úr fen- inu sem þeir eru fastir í," hafði lög- maðurinn eftir Saddam. Al-Dulaimi vildi ekki tjá sig um hvaða kröfur Saddam myndi setja fram sem endurgjald fyrir aðstoðina en tók fram að þess yrði ekki nauð- synlega krafist að hann yrði á ný forseti landsins. Lögmaðurinn gaf hins vegar til kynna að Saddam væri tilbúinn til að binda slíkt samkomu- lag við dóm í máli hans en hann er nú fyrir rétti í Bagdad, sakaður um fjöldamorð. Fastlega er búist við því að upp verði kveðinn dauðadómur í máli hans. Lögmaðurinn sagði að Saddam væri undir það búinn að hann yrði dæmdur til dauða. Kvaðst al-Dul- aimi þeirrar hyggju að ráðamenn í Bandaríkjunum hefðu þegar ákveðið að forsetinn fyrrverandi yrði tekinn af lífi. Lögmaðurinn sagði hins vegar að yfirvofandi dauðadómur væri í raun tæki sem Bandaríkjamenn hygðust beita til að þvinga forsetann fyrrverandi til að koma þeim til hjálpar í írak. Saddam Hussein í réttarsalnum f Bagdad. Reuters Sjóræningjaskip á leið til hafnar? Eftirmynd af seglskipinu „Godspeed" sigldi inn í höf nina f New York í gær og höföu skipverjar í nögu að snúast til að tryggja farsæla för. Ferð skipsins er farin í tilefni af 400 ára afmæli Bandaríkjanna. Skipið er nákvæm eftirlfking af eldra skipi sem kom að landi í Jamestown í Virginíufylki á 17. öld, en um borð f skipinu þá voru nokkrir af fyrstu landnemum Amerfku. Litið til Kjarnaskógar við uppbyggingu Viðeyjar Eftir Atla ísleifsson Fólk rekur í rogastans þegar stigið er af ferjunni í Viðey og við blasir stórt auglýsingaskilti þar sem íbúða- og skrifstofuhúsnæði eru auglýst til sölu eða leigu í Viðey. Hér er þó um að ræða listaverk nýlistarhóps sem var með uppákomur í eynni, en ekki stendur til að reisa slíka byggð í Viðey. I kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar komu þó fram hugmyndir um byggð úti í eyjunni. Ingólfur Guðmundsson, formaður Viðeyingafélagsins, segir í samtali við Blaðið að félagið hafi strax lagst gegn öllum hugmyndum um byggð í Viðey. „Þessar eyjabyggðarhug- myndirsjálfstæðismannaíkosninga- baráttunni voru ekki mikið mótaðar og ekki hugsaðar til enda. Gerð var könnun meðal íbúa Reykjavíkur fyrir nokkrum árum þar sem kom í ljós að menn voru almennt á móti þvi að reisa íbúabyggð í Viðey. Sjálf- stæðismenn áttuðu sig einnig fljót- lega á því að þetta ætti ekki að vera neitt forgangsmál og málið var tekið af dagskrá," segir Ingólfur. Útivistarparadís Að sögn Ingólfs eru þó allir á því að nýta þurfi eyjuna betur. „Við í Við- eyingafélaginu erum jákvæðir í garð allra þeirra hugmynda sem miða að því að efla eyjuna sem útivistarpar- adís. Menn eiga að vera opnir fyrir öllum hugmyndum og eiga ekki að útiloka hugmyndir um golfvöll í Viðey, flutning safna út í eyjuna og þess háttar. Allar hugmyndir um að leggja brú og eyðileggja þannig hug- myndir um Viðey sem eyju finnst mér hins vegar ekki yera spennandi framtíðarsýn." Aðalfundur Viðeyingafélagsins l'búða- og atvinnulóðír auglýstar til sölu f Viðey? var haldinn á sunnudaginn. Ing- ólfur segir að félagar hafi áður lagt fram fjölda hugmynda um hvernig eigi að efla eyjuna sem útivistarpar- adís fyrir borgarbúa og landsmenn alla. „Við höfum til að mynda lagt til að tengja eigi Viðeyjarferjuna við strætókerfi borgarinnar og margt fleira. Eins vil ég líta til Kjarna- skógar við Akureyri. Uppbygging á því svæði hefur tekist mjög vel. Ég væri til í koma upp grilíaðstöðu, göngu- og hjólastígum, leiktækjum og ýmsu öðru." Leggja göngustíga Örlygur Hálfdánarson, bókaútgef- andi og Viðeyingur, segist ekki getað hugsað sér íbúðabyggð í eynni. „Ég sé Viðey fyrir mér sem útivistar- og afþreyingarparadis í framtiðinni ogþar eru miklir möguleikar. Éghef lagt fram ýmsar tillögur um hvernig sé hægt að lífga upp á Viðey. Það mætti byrja á því að leggja gangstíga um eyjuna og meðfram bökkum hennar. Eyjan er víða ógeng og sina komin upp á mörgum stöðum. Það horfir til vandræða," segir Örlygur. Honum Hst vel á þá hugmynd sem fram hefur komið um að flytja Árbæjarsafnið út í Viðey. „Það var þorp í eynni á sínum tíma og mér finnst það góð hugmynd að flytja gömlu húsin út í Viðey. Þar fyrir utan væri hægt að byggja upp fisk- verkunarhúsin sem stóðu á bakk- anum og skapa þeim verkefni. Hægt væri að koma fyrir söfnum í þeim af ýmsum toga," segir Örlygur. atlii@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.