blaðið - 28.06.2006, Qupperneq 2
2IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 blaAÍA
blaðKÉ^
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@bladid.net
AUGLÝSINGADEiLD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Lánshlutfall
íbúðalána-
sjóðs lækkað
Ríkisstjórnin ákvað í gær að
lækka lánshlutfall Ibúðalána-
sjóðs frá og með 1. júlí nk. Hlut-
fallið mun þá lækka úr 90% í
80% og gildir það þar til annað
verður ákveðið. Einnig hafa
hámarkslán verið lækkuð úr 18
milljónum i 17. Þetta er gert til
að stuðla að því með ótvíræðum
hætti að markmið um hjöðnun
verðbólgu gangi eftir sem fyrst.
Úrskurður
felldur úr gildi
Úrskurður setts umhverfisráð-
herra, Jóns Kristjánssonar, þar
sem heimiluð var gerð set- og
miðlunarlóns norðan og vestan
Þjórsárvera og veituskurðar í
Þjórsárlón án mats á umhverf-
isáhrifum, var felldur úr gildi í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Einnig var Landsvirkjun
stefnt og íslenska ríkinu en þau
voru sýknuð af kröfum stefn-
enda. Hópur náttúruverndar-
sinna ásamt Hjörleifi Guttorms-
syni höfðuðu málið. Hjörleifur
segir í viðtali að úrskurður
Héraðsdóms Reykjavíkur sé
stórsigur fyrir umhverfisvernd-
arsinna og vonar að fallið verði
frá fyrirhuguðum áformum um
Norðlingaölduveitu í Þjórsár-
verum. Islenska ríkinu var gert
að greiða allan málskostnað eða
eina og hálfa milljón alls.
Of seint í rassinn gripið
Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja lítið til aðgerða koma sem ríkisstjórnin kynnti í
gær og er ætlað að slá á verðbólguna. Viðbrögðin komi of seint, séu of lítil og forsjálni vanti.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá
því í gær þess efnis að fresta fram-
kvæmdum og draga úr lánum Ibúða-
lánasjóðs fær dræmar undirtektir
hjá stjórnarandstöðunni. Svör vanti
í sambandi við stóriðjustefnuna og
þær ákvarðanir sem teknar hafi
verið í gær vegi lítið þegar litið sé á
hlutina í stærra samhengi.
Álframkvæmdir ættu að vera undir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, segir að
yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sú
í gær og einnig sú sem gefin var út
í tengslum við kjarasamningana á
dögunum, séu áhugaverðar út frá
einu atriði. „Það er, að ríkisstjórn-
arflokkarnir hafa viðurkennt að
engin innistæða hafi verið fyrir
þeim kosningaloforðum sem þeir
gáfu fyrir síðustu kosningar." Ingi-
björg bendir á að sjálfstæðismenn
hafi svikið loforðið um að lækka
álagningarprósentuna og að nú séu
framsóknarmenn að draga í land
með loforðið um 90% lán til húsnæð-
iskaupa. „Þetta þarf reyndar ekki að
koma á óvart vegna þess að það er
margbúið að benda þeim á það að
þessi loforð voru mikill hvati fyrir
þá þenslu og þann óstöðugleika sem
varð í þjóðfélaginu. Þeir eru loksins
að viðurkenna þetta núna en hefðu
betur gert það fyrr. Þetta er því
heldur seint í rassinn gripið finnst
mér.“
Ingibjörg segir að erfitt sé að tjá
sig um frestanir framkvæmda þar
sem ekki hafi fylgt útlistun á því
um hvað sé nákvæmlega að ræða.
„Það sem vantar inn í þessa mynd
eru fyrirhugaðar álframkvæmdir.
Þær þurfa auðvitað að vera undir
í þessu líka, því þar liggja stóru
upphæðirnar."
Einn stór brandari
„Það má segja að það sé bót í þeirri
viðurkenningu ríkisstjórnarinnar
að það sé vandi á ferðum," segir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs. „Það er þá af sem áður
var, þegar þeir neituðu öllu.“ Stein-
grímur segir að þegar betur sé að
gáð vegi þessar boðuðu aðgerðir þó
ekki þungt. „Þetta er annars vegar
viðleitni til þess að vinda ofan af
vitleysunni í húsnæðismálunum.
Þar með er stjórnin að viðurkenna
þau mistök sem gerð voru á sínum
tíma með 90% lánum. Hins vegar
grípa þeir til þeirrar gamalkunnu
aðferðar að fresta nokkrum vegar-
spottum. Það vegur nú ekki þungt
og menn kannast nú ekki við að
landsbyggðin sé aðalsökudólgurinn
í þeirri þenslu sem ríkt hefur.“
Steingrlmur segir að á meðan ekki
sé hróflað við þeirri stóriðjustefnu
sem ríkisstjórnin aðhyllist, þar sem
um sé að ræða hundruð milljarða
en ekki nokkra milljarða, þá breyti
þessar aðgerðir litlu. „Það eru þrjú
risavaxin stóriðjuverkefni í undir-
búningi og þess verður ekki vart
að ríkisstjórnin ætli sér að snúa frá
villu síns vegar þar. Þá er þetta eins
og einn stór brandari, að ætla sér að
fresta einhverjum vegarbútum.“
Varasamt að fresta
vegaframkvæmdum
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, segist setja
fyrirvara við að vegaframkvæmdum
verði frestað. „Það var sett flýtifé í
vegaframkvæmdir 2003 sem síðar
var allt tekið til baka. Síðan átti að
gera skurk í þessum málum á síðari
hluta þessa árs og á því næsta. Ef
menn ætla síðan að skera það allt
niður held ég að fari nú að fara um
fólk á þeim svæðum þar sem þenslan
hefur ekki ennþá fundist.“ Guðjón
bendir á að umferðin sé sífellt að auk-
ast. „Flutningarnir eru allir komnir
á vegina og ég sé bara ekki hvernig
við getum leyft okkur að fara í nið-
urskurð á vegaframkvæmdum, að
minnsta kosti þar sem vegirnir eru
hvað verstir."
Guðjón segir að mun frekar sé
reynandi að fresta framkvæmdum
á höfuðborgarsvæðinu og nefnir
hann til sögunnar tónlistarhús í
Reykjavík og byggingu hátækni-
sjúkrahúss. „Ég held að menn verði
að draga saman þar sem þenslan er
til staðar ef þetta á að virka til þess
að draga úr verðbólgunni.“ Hann
segir að forsjálni vanti í stefnu rík-
isstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin var
síðast að hækka hámarkslán til
íbúðakaupa í april. Þá var hækkað
í 18 milljónir og síðan á að fara að
lækka lánin örfáum mánuðum síðar.
Það er ekki hægt að segja að það sé
mikil forsjálni í þessu.“
gunnar@bladid.net
■ m m WW Æ Æm £Lm oiuuiu/mnK
Dorgkeppni 1 Hafnarfirði
Þessar hafnfirsku hnátur báru sig fagmannlega að við dorgkeppni á bryggjustúf í höfninni suður í Firði. Gæftir og aflabrögð voru eins
og við var að búast I blíðunni; koli, ufsi og marhnútur.
Heildarkostn-
aður VG um
12 milljónir
Heildarkostnaður Vinstrihreyf-
ingarinnar-græns framboðs
vegna nýafstaðinna sveitar-
stjórnarkosninga var samtals
um 12-12,5 milljónir króna sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjöri.
Útlagður kostnaður flokksins
á landsvísu við kosningarnar
nam 4-4,5 milljónum króna. 1
fréttatilkynningu segir að sá
kostnaður felist m.a. í launa-
greiðslum, fundahaldi, ferða-
kostnaði, hönnun og prentun,
framleiðslu barmmerkja, send-
ingarkostnaði, happdrætti og
auglýsingum. Þessu til við-
bótar veitti flokkurinn styrki
til framboða á vegum hans og
námu framlögin um 8 millj-
ónum króna, þannig að heildar-
kostnaðurinn varð 12-12,5 millj-
ónir króna.
0 Helðskirt w LáttslfVJaðÍÍ*. Skýjað Alskýiað^k Rignlng.lltilsháttar^ShRigning-'dlS.Súld & '■* Sn|6komaÍÍ^> Slyddaífei. Snjðél'fi-^Skúr
iiibJlh'
Algarve 23
Amsterdam 17
Barcelona 27
Berlín 23
Chicago 17
Dublin 13
Frankfurt 23
Glasgow 19
Hamborg 17
Helsinki 21
Kaupmannahöfn 15
London 21
Madrid 26
Mallorka 29
Montreal 20
NewYork 23
Orlando 25
Osló 17
París 23
Stokkhólmur 20
Vín 25
Þórshöfn 11
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt ö upplýsingum frá Voðurstofu Islands
Á morgun