blaðið - 28.06.2006, Qupperneq 9
blaöið MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006
FRÉTTIR I 9
Stund milli stríða
Frelsisstyttan fær sér popp og horfir á körfuboltaleik í Madison Square Garden í New
York. Myndin er úr Ijósmyndabók Grétu Pratt. f bókinni er aö finna safn Ijósmynda sem
sýna samspil sögu Bandaríkjanna við nútímann.
Grilla til að viðhalda
kastljósi umheimsins
Namibíumenn njóta þessa dagana
þeirrar frægðarsólar sem skín á
land þeirra í kjölfar þess að fyrsta
barn þeirra Brads Pitts og Angelinu
Jolie fæddist í landinu í síðasta mán-
uði. Til þess að tryggja að landið
haldi athygli umheimsins hefur
verið ákveðið að halda þar heims-
ins stærstu grillveislu í september.
Veislan verður haldin á knattspyrnu-
leikvangi í höfuðborginni Wind-
hoek, og verða grilluð um níu tonn
af pylsum ofan í gestina sem verða
um 45 þúsund.
Forseti Namibíu, Hifikepunye
Pohamba, verður sérstakur heiðurs-
gestur. Hann verður númer 44.159 í
röðinni en þegar hann verður búinn
að fá pylsuna hafa Namibiumenn
slegið heimsmet Ástrala, sem er
staðfest af Heimsmetabók Guinness.
Fyrst kom barn Brads og Angelinu - og
svo kom grill.
Þeir grilluðu pylsur ofan í 44.158
manns árið 1993.
Grillveislan er í boði stærstu kjöt-
vinnslu Namibíu, Meatco. Ekki
hefur verið staðfest hvort Namibíu-
vinirnir Pitt og Jolie verði meðai
gesta í grillveislunni.
Þjóðarsátt Malikis
frösk móöir fagnar sonum sínum sem var sleppt úr Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad í
gær. Hluti af áætlun Nouri al-Malikis, forsætisráðherra fraks, um þjóöarsátt felst meðal
annars í stórfelldum náðunum fanga.
Eftir Örn Arnarson
Áætlunin sem Nouri al-Maliki,
forsætisráðherra íraks, boðaði á
sunnudag um þjóðarsátt í land-
inu hefur fengið hlendin viðbrögð.
Um sjötíu manns hafa látið lífið í
sprengingum frá því að forsætis-
ráðherrann tilkynnti um áætlun
sína í þinginu og bendir það til að
skálmöldinni sem hefur geisað sé
ekki að ljúka. Á sama tíma hafa
mikilvægir hópar súnníta fagnað
áætluninni á meðan þungavigtar-
menn í bandarískum stjórnmáium
gagnrýna hana.
Áætlun Malikis felur meðal ann-
ars í sér að ákveðnir hópar upp-
reisnarmanna verði náðaðir og fái
aðild að hinu pólitíska ferli í land-
inu. Tilboðið er tilraun írösku ríkis-
stjórnarinnar til þess að reka fleyg
á milii uppreisnarhópa í landinu.
Þeir samanstanda annarsvegar af
þjóðernissinnuðum iröskum súnn-
ítum og hins vegar hópum íslam-
ista sem eru meðal annars skipaðir
erlendum vígamönnum. Tilboðið
nær eingöngu til þeirra fyrrnefndu
enda er talið að síðarnefndi hópur-
inn, sem hefur tengsl við al-Qaeda-
hryðjuverkanetið og önnur öfl sem
berjast fyrir stofnun íslamsks ríkis
í löndum Araba, sé fyrst og fremst
skipaður erlendum vígamönnum.
Það eina sem hefur sameinað þessa
hópa er baráttan gegn sameigin-
legum óvini.
Tilbúnirtil viðræðna
Bandaríska blaðið New York Times
hefur sagt að sjö uppreisnarhópar,
sem eru meira minna skipaðir
stuðningsmönnum Saddams Hus-
seins, hafi sent út þau skilaboð á
mánudag að þeir séu reiðubúnir til
viðræðu við stjórnvöld. Þingmenn,
sem tilheyra stjórnmálaflokki
forsætisráðherrans, hafa staðfest
þetta og segja að al-Maliki íhugi nú
að hitta leiðtoga þeirra að máli eða
ræði við þá gegnum milliliði.
Séu þessar fréttir réttar getur ár-
angur af slíkum viðræðum orðið
til þess að einangra uppreisnar-
hópa íslamista í landinu. Að auki
myndi einhverskonar samkomu-
lag írösku ríkisstjórnarinnar við
þjóðernissinnaða uppreisnarhópa
sjíta styrkja ríkisvaldið í írak og
gera að verkum að það ætti auð-
veldara með að tryggja öryggi þegn-
anna. Slíkt myndi eðli málsins
samkvæmt hraða brottkvaðningu
bandaríska herliðsins.
En vissulega þarf margt að ger-
ast til þess að þetta gangi upp og
engin ástæða er til þess að fyllast
bjartsýni á framhaldið.
í áætlun Malikis kemur ekki
skýrt fram hvaða hópar uppreisn-
armanna eiga möguleika á uppgjöf
saka og við hvaða hópa íraska rík-
isstjórnin er tilbúin til viðræðna.
Ljóst er að eigi áætlun Malikis að
skila einhverjum árangri þurfa
stjórnvöld að ræða við hópa sem
eru sekir um árásir sem bæði þau
og bandarísk stjórnvöld skilgreina
sem hryðjuverk. Margir stjórn-
málaskýrendur telja að hinn pól-
itíski veruleiki í írak kaili á slíkar
viðræður.
En þótt þær séu hugsanlegar er
ljóst að þær fengju seint náð fyrir
augum bandarískra stjórnmála-
manna. Fyrstu viðbrögð þunga-
vigtarmanna í bandarískum stjórn-
málum við áætlun Malikis komu
fram í fjölmiðlum á sunnudag. Af
þeim var ljóst að margir þingmenn
úr röðum demókrata og repúblik-
ana lýsa sig algjörlega mótfalina
því að íraska ríkisstjórnin gangi
til viðræðna við hópa sem þeir líta
á sem hryðjuverkamenn sem beri
ábyrgð á voðaverkum gegn banda-
rískum hermönnum
orn@vbl.is
20% afsláttur
Húðvörurnarfrá Gamla apótekinu eru án viðbættra litar- og ilmefna. Þær eru
góður kostur fyrir alla, ekki síst þá sem þola illa aukaefni í kremum
Afsláttur gildir út júní
Apótekarínn
-CyfA 0*gr<* verðil
Nóatúni 17« Akureyri • Mjódd • Smiðjuvegi
Samkomulag á milli Hamas og Fatah
israelskur hermaður hvílir sig viö landamærin viö Gaza í gær. Þrátt fyrir aö samkomulag
sé í höfn meðal helstu stjórnmálaafla Palestínumanna er spennan á svæöinu mikil
Hamas-samtökin og Fatah-hreyf-
ingin hafa náð samkomulagi sem
felur í sér tveggja ríkja lausn á deilu
Palestínumanna og ísraelsmanna.
Ríki Palestínumanna myndi ná
til hernumdu svæðanna svoköll-
uðu. Með því að fallast á þetta eru
Hamas-samtökin óbeint að fallast
á lögmæti tilvistar Israelsríkis en
fram til þessa hafa samtökin hafnað
tilverurétti þess. En þrátt fyrir að
samkomulagið feli í sér óbeina viður-
kenningu fellst Hamas ekki á tilveru-
rétt ísraels og var sú afstaða ítrekuð
af þingmönnum samtakanna í gær.
Talsmaður ísraelsstjórnar sagði í
gær samkomulagið palestínskt inn-
anríkismál og að stjórnvöld myndu
ekki taka upp viðræður af nokkrum
toga við Hamas fyrr en samtökin féll-
ust á fyrri kröfur þeirra.
Samkomulagið, sem er byggt
á skjali sem leiðtogar frelsisbar-
áttu Palestínu sem eru i haldi í
ísraelskum fangelsum lögðu fram
fyrir nokkru, er í höfn eftir langar
og strangar samningaviðræður á
milli fulltrúa Hamas, sem leiðir
ríkisstjórn Palestínu, og Mahmoud
Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga
Fatah. Abbas hafði hótað að visa
samkomulaginu til þjóðaratkvæð-
isgreiðslu féllist ríkisstjórn Hamas
ekki á það án mikilla breytinga. Á
sama tíma og þessar viðræður hafa
farið fram hefur mikil spenna ríkt á
milli meðlima hreyfinganna tveggja
og ríkisstjórn Hamas hefur verið
nánast ófær um að stjórna landinu
sökum alþjóðlegrar einangrunar.
Samkomulagið kveður á um til-
vist palestínsks rikis við hlið ísraels
og byggir á áætlun sem Arababanda-
lagið lagði blessun sína yfir árið
2002, en sú áætlun opnar á mögu-
leika á fullum stjórnmálalegum
samskiptum við ísraelsk stjórnvöld.
í samkomulaginu eru vígamenn
hvattir til þess að láta af árásum
sínum innan landamæra I sraelsríkis,
eins og þau voru skilgreind fyrir Sex
dagastríðið árið 1967. Samtökin Heil-
agt stríð lýstu því strax yfir í gær að
þau teldu sig ekki bundin af sam-
komulagi Hamas og Fatah.
Þrátt fyrir samkomulagið fer
spennan á svæðinu vaxandi. Hópar
sem eru sagðir tengdir Hamas-sam-
tökunum eru með ísraelskan her-
mann í haldi. ísraelski herinn hóf
mikinn liðssafnað við landamæri
ísraels og Gaza-svæðisins og hótuðu
í gær árásum á leiðtoga Hamas yrði
hermanninum ekki sleppt úr haldi
Dregur úr
væntingum
neytenda
Verulega hefur dregið úr til-
trú neytenda á efnahagslífið á
síðustu mánuðum. Þetta kom
fram í gær í Morgunkorni
Glitnis.
„Verulega hefur dregið úr
tiltrú neytenda á efnahagslífið
á síðustu mánuðum. Væntinga-
vísitala Gallup stendur nú í
100,8 stigum sem táknar að
aðeins örlítið fleiri neytendur
eru nú jákvæðir gagnvart að-
stæðum í efnahagslífinu en
neikvæðir. Vísitalan hækkaði
um 4,3 stig á milli maí og júní
og gefur það til kynna aukna
bjartsýni á meðal neytenda á
síðustu vikum. Alls hefur vænt-
ingavísitalan þó lækkað um 27
stig frá upphafi árs,“ sagði i
Morgunkorni bankans.