blaðið - 28.06.2006, Page 10

blaðið - 28.06.2006, Page 10
10 I DEIGLAN MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 blaöi6 Norrænn þjódfundur 2006 Heimssýn, hreyfing sjálfstæðis- sinna í Evrópumálum, stendur fyrir norrænni ráðstefnu á Nesjavöllum og Laugarvatni dag- ana 28. - 30. júlí næstkomandi í samvinnu við norrænu samtökin Frit Norden. Ráðstefnan Nor- rænn þjóðfundur 2006 (Nordisk Folkriksdag 2006) fer nú fram í fyrsta sinn hér á landi en hefur áður verið haldin til skiptis í Sví- þjóð, Noregi og Danmörku síðan 1990. Frjáls ákvarðanataka? Hjörtur J. Guðmundsson hjá Heims- sýn segir að grasrótarsamtökin Frit Norden standi fyrst og fremst fyrir áhuga á aukinni norrænni sam- vinnu. „Hluti af því að hafa áhuga á aukinni norrænni samvinnu meðal samtakanna er sú skoðun að að- ild að Evrópusambandinu sé ekki hluti af þeirri þróun. Þvert á móti telja þeir Evrópusambandið standa auknu norrænu samstarfi fyrir þrifum. í þessu samhengi má benda á reynslu Svía af því að vera í Evrópu- sambandinu en allt frá því að þeir bættust í hóp aðildarþjóða hafa þeir verið á ákveðnum klafa innan sam- bandsins. Þeir geta t.d. ekki lengur tekið sjálfstæða afstöðu til mála á borð við þróunaraðstoð og mann- réttindamál. Ástæðan er sú að þeir eru skyldugir til að fylgja reglum Evrópsambandsins í svo mörgum málum. Norðurlöndin hafa markað sér ýmsa sérstöðu í gegnum árin og segja má að Noregur haldi uppi merki Norðurlandaþjóða í þessum málum því Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru gengin í Evrópusam- bandið," segir Hjörtur. Tímabær umræða Hjörtur segir að umræða um nor- ræna samvinnu hafi ekki farið hátt að undanförnu en hún sé orðin tímabær að hans mati. „Að mínu Er þér heitt? Skrifstpfu- og tolvukœlar íshúsid ehfS: 566 6000 Hjörtur J. Guðmundsson telur umræðu um norræna samvinnu þarfa mati eiga íslendingar að horfa til alls heimsins og meta stöðuna hverju sinni. Það verður þó ekki framhjá því litið að við tengjumst hinum nor- rænu ríkjunum sterkum böndum, sögulega og menningarlega. Það er sjálfsagt að rækta þau tengsl. Þetta er tímabær umræða því að undan- förnu hafa hugmyndir heyrst um að draga beri úr norrænni samvinnu og að Norðurlandaráð sé úrelt fyrirbæri. Um þetta virðist ekki hafa farið fram mikil umræða og þessi ráðstefna er því innlegg í slíka umræðu,“ segir Hjörtur. Viðfangsefni ráðstefnunnar verða meðal annarra staða Norð- urlandanna í heiminum, sérstaða íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja utan Evrópusambandsins, aukin norræn samvinna sem annar valkostur við aðild að sambandinu og íslensk/norræn saga og menn- ing. Meðal framsögumanna á ráð- stefnunni verða frú Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrv. forseti Islands, Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- ráðherra, Laila Freivalds, fyrrv. ut- anrikisráðherra Svía, Mininnguaq Kleist frá Grænlandi, Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráð- herra, Ragnar Arnalds, fyrrv. fjár- málaráðherra og Ármann Jakobs- son, íslenskufræðingur. Aðgangseyrir að ráðstefnunni er enginn, en þar sem húsrými er takmarkað eru áhugasamir hvattir til þess að skrá sig til þátttöku sem fyrst. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Heimssýnar: www. heimssyn.is. Klæjar þig í tærnar? Gætu þaö verið fótsveppir? Það er engin ástæða til að láta sér liða illa á besta tima ársins. Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur. ^Lyf&heilsa Við hlustum! Lamisil er borið á eínu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en Lamisil er borið á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þekji allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum i húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigöamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að nota gegn sveppasýkingum í hársverðí, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem böm hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. Emil Hjörvar Petersen Upprisukvöld Nykurs í kvöld fer fram upprisukvöld Nykurs á Café Rósenberg. Þar munu skáldin Arngrímur Vídalín, Davíð A. Stefánsson, Emil Hjörvar Petersen, Kári Páll Óskarsson og Urður Snæ- dal lesa upp úr frumsömdu efni. Vilja skapa nýjan vettvang Árið 1995 var Nykur stofnaður af nokkrum ungum skáldum sem bókmenntavettvangur og sjálfs- hjálparbókarforlag. Á vegum Nyk- urs komu út fyrstu verk skálda og rithöfunda á borð við Andra Snæ Magnason, Davíð A. Stefánsson, Steinar Braga, Ófeig Sigurðsson og fleiri. Alls komu út 13 bækur á vegum Nykurs til ársins 2003. Emil Hjörvar Petersen er einn af meðlimum Nykurs og hann gaf sér tíma til að ræða við blaða- mann Blaðsins um félagsskapinn og upprisukvöldið. „Félagsskapur- inn samanstendur af fáum eldri Nykur-mönnum og síðan af fleiri ungum skáldum sem eru að feta sín fyrstu skref í samningu og útgáfu. Nykur vill skapa nýjan vettvang og hefur metnað til þess. Nykur er þá endurreistur á nýjum forsendum með það að leiðarljósi að marka félagsskapnum skýrari stefnu,“ segir Emil Hjörvar. Eins og fram hefur komið þá var Nykur sjálfshjálparbókarforlag en Emil Hjörvar sér ýmsa mögu- leika á að víkka út félagsskapinn. „Núna munum við virkilega finna einhverja stefnumörkun og gera þetta að bókaforlagi í framtíðinni. Þessa stundina er þetta þó fyrst og fremst nýr vettvangur fyrir skáld.“ Stefna gegn stefnum Aðspurður hvaða stefnu Emil sjái fyrir sér að Nykur taki þá segir hann að eina stefnan sé að vera á móti ákveðinni stefnu. „Við viljum skoða hvert verk fyrir sig og líta á gæði þess. Þannig viljum við afneita því að bókmenntirnar fari í einhvern farveg, heldur stuðla að því að frelsi skáldsins sé í fyrirrúmi. Við reynum frekar að hjálpa fólki en að ritstýra því, fyrir utan að sjálfsögðu prófarka- lestur, umbrot og prentun. En það að stjórna því hvað fólk á að skrifa er eitthvað sem viljum ekki,“ segir Emil Hjörvar. I gegnum tíðina hefur með reglulegu millibili sprottið upp félagsskapur fólks sem reynir að fóta sig í útgáfu. Sum verða langlíf og stækka á meðan önnur skína skært en stutt. Emil Hjörvar segir að það séu nægar forsendur til að fara af stað. „Það hefur sýnt sig sögulega séð á Islandi að þetta getur gengið upp. Mál og menn- ing var stofnað þannig, Bjartur og Nýhil einnig, rétt eins og Nykur á sínum tíma. Nykur var lausari í reipunum áður, en núna erum við að reyna að halda betur utan um fé- lagsskapinn,“ segir Emil Hjörvar. I dag eru meðlimir Nykurs 12 talsins og hyggst félagsskapurinn gefa út þrjár til fjórar ljóðabækur í haust. „Nokkrir af þeim höf- undum sem lesa upp á morgun munu gefa út í haust. Þá eru flestir í Nykur farnir að huga að útgáfu og við munum byggja þetta upp skref fyrir skref. I rauninni býðst öllum að hafa samband við okkur sem hafa áhuga á því. Þetta er ekki lokaður félagssskapur að því leyti,“ segir Emil Hjörvar. Upprisukvöldið mun fara fram á Café Rósenberg klukkan 22.00. Kynnir verður Hildur Lilliendahl og sérstakur gestalesari verður Ingibjörg Haraldsdóttir. Allir vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Nykur var stofnaöur árið 1995 af nokkrum ungum skáldum sem bókmenntavett- vangur og sjálfshjálparbókarforlag

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.