blaðið - 28.06.2006, Síða 14
22 I ÍPRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2006 blaöiö
Hið íslenska Tour de France
Hafsteinn Ægir Geirsson sigraði örugglega í Hjólað um ísland sem
er stœrsta hjólreiðakeppni semframfer hér á landi.
Hjólað um ísland var haldin dagana stærstu hjólreiðakeppni heims, haldinn er hérlendis og eina af ör-
21.-25. júní en keppnin er haldin Tour de France. Um er að ræða fáum keppnum sem standa yfir í
árlega hér á landi að fyrirmynd stærsta viðburð á götuhjólum sem meira en einn dag. Auk rjóma ís-
Jnfmita
Hafsteinn Ægir Geirsson og Davíð Þór Sigurðsson búnir að stinga aðra keppendur af við Nesjavallabrekkuna.
Keppendurnir komu frá fslandi, Danmörku, Færeyjum og Bandaríkjunum.
lenskra hjólreiðamanna komu kepp-
endur frá Danmörku, Færeyjum og
Bandaríkjunum.
Hafsteinn Ægir Geirsson gerði sér
lítið fyrir og sigraði á öllum fimm
dagleiðum keppninnar og stóð því
uppi sem öruggur sigurvegari. Haf-
steinn fór 256 kílómetrana á 7:03:35
klst. í öðru sæti varð Davíð Þór Sig-
urðsson, rúmum sjö mínútum á
eftir Hafsteini, og í þriðja sæti varð
Gunnlaugur Jónsson sem var rúmri
mínútu á eftir Davíð. Gunnar Dahl
Olsen frá Færeyjum varð í fjórða
sæti og Henrik Andersen frá Dan-
mörku í því fimmta.
Fjölbreyttar leiðir
Á miðvikudaginn fór fram sprett-
keppni þar sem hjólað var frá Naut-
hólsvík og endað við Perluna. Þó að
vegalengdin sé stutt reyndi mikið á
hæfni manna í að halda jöfnu álagi,
enda er brautin flöt í upphafi en
endar í brattri brekku. Á fimmtudag
var farinn um 84 kílómetra langur
hringur við Þingvallavatn og á föstu-
deginum var hjólað frá Geithálsaf-
leggjara að Nesjavallavegi - um 53
kílómetra leið. Leiðin inniheldur
hina illræmdu Nesjavallabrekku
sem er ein af skæðustu brekkum
sem hjólreiðamenn landsins hafa
komist í kynni við.
Á laugardag var lengsta dagleið
keppninnar, en þá var byrjað við
Vatnsfell í rúmlega fimm hundruð
metra hæð og hjólað vestur i átt að
Búrfelli og þaðan farin sama leið til
baka. Keppninni lauk svo á sunnu-
deginum þar sem hjólað var frá
Ljósafossi út að Biskupstungnabraut
og sama leið til baka. Á þessum
fimm dögum voru hjólaðir samtals
256 kílómetrar og þvi um mikla þrek-
raun að ræða fyrir hjólreiðagarpana.
ns með heilbrigðum
Cristiano Ronaldo leikur við börn á æfingu með portúgalska landsliðinu.
9. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA
mið. 28. júní kl. 19:15 Keflavík - Breiöablik
mið. 28. júní kl. 19:15 ÍA-Víkingur
miö. 28. júní kl. 19:15 FH - Grindavík
mið. 28. júni kl. 20:00 Fylkir - ÍBV
fim. 29. júní kl. 20:00 KR-Valur
8. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA
þri. 4. júlí kl. 19:15 Stjarnan - Valur
þri. 4. júlí kl. 19:15 FH - Þór/KA
þri. 4. júli kl. 19:15 Keflavik - Fylkir
þri. 4. júlí kl. 19:15 KR - Breiðablik
Tryggðu þér miða á betra verði á
landsbankadeildin.is eða ksi.is
Ronaldo á leiðinni
til Real Madrid
Spænskir fjölmiðlar halda þvi fram
að Portúgalinn Cristiano Ronaldo
vilji yfirgefa Manchester United
fyrir Real Madrid. Juan Miguel
Villar Mir, forsetaframbjóðandi
í forsetakosningum Real Madrid,
hefur lofað því að verði hann kos-
inn muni hann fá Ronaldo til liðs-
ins. Dagblaðið Marca hefur það
svo eftir Ronaldo að hann hafi rætt
við Villar Mir um að koma til liðs-
ins. „Ég hef sagt umboðsmanni
mínum að ég sé tilbúinn að fara,
enda dreymir mig um að leika fyrir
Madrid,“ á Ronaldo að hafa sagt við
blaðamann Marca.
Auk Villars Mir eru fimm aðrir i
framboði en þar á meðal eru fyrrum
forseti félagsins, Lorenzo Sanz, og
rallökumaðurinn Carlos Sainz.
Annað loforð Villars Mir er að fá Ar-
sene Wenger, stjóra Arsenal, til þess
að taka við stjórn liðsins en Wenger
hefur ítrekað lýst yfir tryggð sinni
við Skytturnar og lofað að fara ekki
þaðan. Helsta loforð Sanz er hins
vegar að fá brasilíska sóknarmann-
inn Adriano til Real Madrid og seg-
ist hann hafa samið við Massimo
Moratti, stjórnarformann Inter, um
að það gangi eftir.
„Villar Mir hefur átt í viðræðum
við umboðsmann minn. Næsta
skref hans er að tala við Manchester
United,“ sagði Ronaldo og ítrekaði
að engum ólöglegum aðferðum
hefði verið beitt við viðræðurnar.
Ronaldo var keyptur til Rauðu djöfl-
anna frá Sporting Lisbon fyrir 12
milljónir punda í ágúst 2003. Hann
er samningsbundinn félaginu til
ársins 2010.