blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 19.07.2006, Blaðsíða 1
FRJÁLST,ÓHÁÐ & ÓKEYPIS! ■BRUÐKAUP Brúðarkjólatíska næsta árs í máli og myndum ■ SPORT Hneykslismálið á Ítalíu losar um knáa kappa | SlÐA 22 161. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 19. júlí 2006 Andarungar hafa nær horfið af tjörnum borgarinnar: Mávar átu andarungana ■ Mávar hafa drepið fullorðnar endur ■ Lítið um unga ■ Ekki bara hægt að sakast við mávana Ungarnir á tjörnum í Reykjavík hafa nær horfið með öllu, samkvæmt Ólafi Sigurðssyni, meindýraeyði í Reykjavík. Hann segir mávinn ábyrgan fyrir að éta þessa loðnu vini barnanna. Mávurinn gerir reyndar gott betur en Ólafur segir dæmi þess að þeir hafi hrifsað í sig heilu endurnar á tjörninni. Fuglafræðingurinn, Jóhann Óli Hilmarsson, kemur þó mávinum til bjargar og segir marga mis- munandi þætti vera fyrir því að varp anda hefur verið áberandi lítið í sumar og ekki sé sanngjarnt að kenna honum einum um. í síðasta mánuði tilkynnti Gísli Marteinn Bald- ursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að skjóta ætti máva til að fækka þeim. Sílamávurinn hefur leitað í meira mæli enn ofar í borgina þar sem æti vantar. Afleiðingar þess virðast ekki ein- göngu fara í taugarnar á mönnunum því andar- ungar hafa vart sést í allt sumar, allavega í minni mæla en oftast áður. „Mávarnir hakka þá í sig,“ segir Ólafur Sigurðs- son meindýraeyðir, en alvitað er að mávurinn étur meira eða minna allt, en hann er þó aðallega fiskæta. Ólafur segir ekki hægt að sjá annað en að varp við tjarnir hafi farist fyrir og nær öllu leyti í tjörninni. „Það er allt uppétið," segir hann. Jóhann Óli Hilmarsson segir að það geti stafað af mörgum mismunandi þáttum að ungarnir eru færri nú en áður. Hann segir kalt tíðarfar í maí geta haft allnokkur áhrif og varpsvæði andar- innar hafi minnkað líkt og gerðist við lagningu Hringbrautar. „Það er auðvelt að kenna mávinum um hvarf unganna ef manni er illa við þá.“ Hann segir vissulega rétt að einstaka mávar sveimi yfir tjörn- unum gagngert til að veiða unga og að sama gildi hjá öðrum tegundum líkt og þegar tófa verður dýr- bítur. „Eina leiðin til að losna við mávana er bara að hætta að gefa þeim brauð á tjörninni," segir Jóhann. Hann segir að menn þurfi samt ekki að hafa áhyggjur því andarstofninn sé sterkur. Hann mun ná sér ef skilyrðin verða rétt á næsta ári að sögn Jóhanns. valur@bladid.net 3777000 - wtnw./'//./o./'v Jla/n 6 orqci/ a Z/iI/joð SafaríÁur eícfsíei'Álur 140 <pr. 6orgari með Íuöfö/Ju osifagí\ fersfu grœnmeíi oy sosu, fransfar oy pepsi. 1.080.- Ár. OBœ//u u/ð: HJe/Áon 100. - Ár WWW.SVAR.IS Vinsselasta . fgrtólvaH’ ACER 3633WLMÍ Intel Celeron 1.5Ghz örgjörvi 512MB DDR2 vinnsluminni 60GB haröur diskur svan) - SÍÐUMÚLA 37-SÍMI 510 6000 ■ VEIÐI Aukablað um veiði fylgir Blaðinu í dag |SlÐUR 13-20 ■ VEÐUR Hýnandi veður Sums staðar verða smá- skúrir en jafnframt er búist við hækkandi hitastigi, allt upp 117 stig. | SlÐA 2 ■ LÍFIÐ Barneignir breyttu Brad Var orðin þreyttur á að hugsa bara um sjálfan sig. | SIÐA26 tmmmm

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.