blaðið - 19.07.2006, Side 6

blaðið - 19.07.2006, Side 6
6IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 blaöið Átökin í Líbanon: Veitingamenn mótmæla óréttlátu skattkerfi: Önnur vél til Damaskus Vél frá Air Atlanta Icelandic fór í gær á vegum danska utanríkisráðu- neytisins til að sækja Norðurlanda- búa frá Damaskus. Er þetta í annað sinn sem vél frá fyrirtækinu fer til að sækja flóttafólk frá Líbanon. Vélin Iagði af stað frá London um hádegi í gær og var áætlað að hún mundi lenda í Kaupmannahöfn um tíuleytið í gærkvöldi. Um er ræða vél af gerðinni Boeing 747-300 sem tekur rúmlega 540 manns í sæti. Eins og fram hefur komið fór vél frá Air Atlanta Icelandic til Damas- kus á mánudaginn til að sækja Is- lendinga og aðra Norðurlandabúa sem voru að flýja átökin í Líbanon. Fleiri sóttir Utanríkisráðuneytið sendi aðra vél til Damaskus til að sækja Norðurlandabúa. Vélin var á vegum íslenska utanrík- isráðuneytisins en hún lenti í Kaup- mannahöfn um hádegisbilið í gær. SJONARHOLL Gleraugnaverslun fyrir svipmikla STÆRRI VERSLUN MEIRA ÚRVAL Ekki sami vaskur hjá öllum veitingahúsum ■ Skekkir samkeppnisstöðu. ■ Ófremdarástand á markaðinum. Eftir Höskuld Kára Schram Ófremdarástand ríkir í samkeppn- ismálum veitingastaða vegna flókins og óréttláts skattkerfis að mati veit- inga- og ferðaþjónustuaðila. Staða íslenskra veitingahúsa gagnvart er- lendum samkeppnisaðilum er veik segir veitingamaður í Reykjavík. Brýn nauðsyn er að lækka matarverð á íslandi, meðal annars með afnámi tolla samkvæmt yfirlýsingu frá Sam- tökum ferðaþjónustunnar. í yfirlýsingu sem Samtök ferðaþjón- ustunnar sendu frá sér í gær kemur fram að ófremdarástand ríki í sam- keppnismálum veitingastaða vegna flóldns skattkerfis. Veitingahús er krafin um mismunandi virðisauka- skatta eftir því hvar varan er seld og hvernig þjónustu er boðið upp á. Skora samtökin á stjórnvöld að ein- falda skattkerfið til að draga úr mis- munun og gera það gegnsærra. Þá benda samtökin á að brýn nauðsyn sé að lækka matarverð hér á landi til að bæta samkeppnisstöðu íslenskra veitingahúsa á alþjóðavettvangi. Samkvæmt Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, virðist það vera undir hælinn lagt hvar sé verið að innheimta annars vegar 14 prósenta virðisaukaskatt og hins vegar 24,5 prósent. „Útsölustaðir á veitingum eru orðni Qölbrey ttari en áður. Bakarí Ósáttir veitingamenn Staða ístenskra veitingahúsa gagnvart erlendum samkeppnisað- ilum er veik að mati veitingamanna. Segja skattkerfið of flókið og matvælaverð of hátt. hafa t.d. verið að setja upp kaffihús í mjög miklum mæli. Þar er rukkað um 14 prósenta virðisaukaskatt en veitingahúsin hafa hins vegar verið að borga 24,5 prósent skatt. Það að sama vara skuli vera skattlögð með mismunandi hætti eftir því hvar hún er keypt er það sem við köllum ófremdarástand." Erna segir ennfremur mikilvægt að gripið sé til aðgerða til að lækka matvælaverð hér á landi. Veitingahús á íslandi séu í hópi þeirra dýrustu í Evrópu. „Það er margt sem hjálpast að við að gera veitingarekstur á Is- landi erfiðan. Ef hins vegar gripið er til ráða til að lækka aðföng þá munu veitingahúsin lækka verðið hjá sér.“ Guðvarður Gíslason, veitinga- maður á veitingastaðnum Apótek, tekur undir orð Ernu og segir núver- andi reglur skekkja samkeppnina. Hann segir íslensk veitingahús líða fyrir flóknar skattareglur og dýr mat- væli á alþjóðlegum samkeppnisvett- vangi. „Sumir sem búa á íslandi fara aldrei út að borða hér vegna verðlags- ins. Fólk gerir hins vegar mikið af því í útlöndum. Verði verndartollar og vörugjöld felld niður mun það sídla sér í lægra verði sem síðan mun stuðla að því að fólk fari oftar út að borða.“ hoskuldur@bladid.net .EPING Við tökur á Astrópíu Nokkrir gildir tugthúsiimir harma hlutinn sinn. Astrópía: Hollywood Tökur á kvikmyndinni Astrópiu standa nú yfir í Hafnarfirði, en búið er að breyta gömlu frystihúsi á Hvaleyrarholti í kvikmyndaver, en flestar aðrar tökur fara einnig fram í Firðinum. Með aðalhlut- verkið fer Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, vinkona landsmanna úr Kastljósinu, en hún leikur sam- kvæmisdömu, sem óvænt þarf að standa á eigin fótum eftir að kærastanum og fyrirvinnunni er stungið inn. En blómarósin fær í Hafnarfirði sér vinnu í leikjaverslun fyrir full- orðna, þar sem nerðirnir Sveppi og Pétur Jóhann standa við diskinn og kynna hana fyrir ævintýraver- öld hasarblaða og hlutverkaleikja. Áður en varir þarf hún hins vegar sjálf að gerast ofurhetja og færist þá fjör I leikinn. Myndinni leik- stýrir Gunnar Björn Guðmunds- son eftir handriti Ottós Geirs Borg og Ævars Grímssonar, en það eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðar- son sem framleiða hana. Morð í Kenía: Sex táningar myrtir Sex piltar á tán- ingsaldri, sem grun- aðir voru um að hafa framið rán og nauðg- anir, voru myrtir af æstum múg í borg- inni Nakuru í Kenía. Hópurinn réðist á drengina með spillingar og kylfum, barði þá til dauða og kveikti lögreglunnar. í Hkum þeirra. Með- limir hópsins voru sjálfskipaðir lög- gæslumenn á svæð- inu en slíkir hópar eru algengir I land- inu sökum mikillar óvandvirkni kenísku

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.