blaðið - 19.07.2006, Page 8

blaðið - 19.07.2006, Page 8
8IFHÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006 blaöið Skeiða- og Gnúpverjahreppi: Sigurður verð- ur sveitarstjóri Sigurður Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Garði, hefur verið ráð- inn sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. Síðastliðin sextán ár hefur Sigurður gegnt embætti sveit- arstjóra í Garði. Þar áður var hann bæjarfull- trúi Sjálfstæð- Sigurður Jónsson isflokksins í Vestmanneyjum. Alls sóttu 19 manns um starfið en fráfarandi sveitarstjóri er Ingunn Guðmundsdóttir. Sorg Brasilísk stúlka i Lund- únum syrgir samlanda sinn Menezes. „5 kúluríhjörtu okkar. Hver er sekur?“ má lesa á spjaldi sem hún heldurá. 0Y53HZR CBWKIK Hryðjuverk Lundúnalögreglan haföi mikinn viðbúnað íborginni eftir árásimar. Ekki ákært vegna skotárásarinnar á Jean Menezes eftir hryðjuverkin í Lundúnum ísrael: Flestir styðja innrásina Skoðanakönnun í ísrael sýnir að níu af hverjum tíu Israelum segja árás Israelshers á Líbanon réttlæt- anlega. 86 prósent aðspurðra telja rétt sé að ráðast á Hezbollah. Fjór- tán prósent töldu það mistök.58 prósent sögðu að fsraelar berðust uns Hezbollah yrði að engu en einungis sautján prósent sögðu að ísrael ætti að leggja niður vopn og hefja viðræður.78 prósent telja að forsætisráðherrann, Ehud Olmert, hafi staðið ákaflega vel að þessu stríði.Ortak könnunarinnar var 500 manns. Lögreglumennirnir ekki sóttir til saka ■ Ættingjarnir reiðir og hneykslaðir ■ Lundúnalögreglan sögð hafa brugðist skyldu sinni Lögreglumennirnir sem ollu dauða Brasiliumannsins Jean Charles de Menezes í Lundúnum í fyrra verða ekki sóttir til saka. Saksóknari komst að þeirri niður- stöðu að ekki væru fyrir hendi næg sönnunargögn til að ákæra einstak- linga vegna atviksins. Þess í stað verður Lundúnalögreglan sótt til saka fyrir að bregðast þeirri skyldu sinni að tryggja borgurum öryggi og aðstoð. Atvikið átti sér stað þann 22. júlí, rúmum tveimur vikum eftir hryðju- verkaárásirnar í borginni, þegar há- marks öryggisgæsla var í borginni. Lögreglumennirnir höfðu ætlað að fá að leita í tösku Menezes en hann hljópst undan og inn á Stockwell- lestarstöðina. Þegar hann stökk svo inn í neðanjarðarlest skutu lögreglu- mennirnir hann sjö sinnum, af ótta við að hann ætlaði að sprengja lest- ina. Menezes beið samstundis bana. Töldu sig bjarga mannslífum Stephen O’Doherty, lögfræðingur sem var yfir rannsókn málsins, sagði atvikið hafa átt sér stað vegna mistaka fjölmargra einstaklinga en ekki væri hægt að draga einhvern einn til ábyrgðar. Hann sagði að lögreglumennirnir sem skutu Men- ezes hefðu vafalaust verið að gera það sem þeir töldu rétt í stöðunni, þar sem þeir hefðu staðið í trú um að Brasilíumaðurinn ætlaði að sprengja upp lestina. „Eftir ítarlega umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að sönnungargögn eru ónóg til þess að ákæra einstaka lögreglumenn. Lögreglumennirnir tveir sem ollu dauða Menezes töldu sig vera að r~\ Jean Charles de Menezes Lögreglu- mennirnir sem ollu dauða Brasilíumanns- ins ÍLundúnum ífyrra verða ekki sóttir til saka. bjarga mannslífum þar sem þeir héldu hann vera sjálfsmorðsárásar- mann,“ sagði Doherty. Hneykslanlegt Ástvinir Menezes tjáðu sig við fjölmiðla í gær og fordæmdu niður- stöðuna. Patricia da Silva Armani, frænka hans sem er búsett í Lund- únum, sagði að fjölskyldan væri full viðbjóði yfir því að enginn yrði dreg- inn til ábyrgðar. „Við höfum beðið í ár og áttum að sjálfsögðu von á ann- arri niðurstöðu. Vonbrigðin eru ólýs- anleg,“ sagði Armani og bætti við að lögreglumennirnir hefðu komið fram við frænda sinn eins og dýrshræ. Alex Perreira, frændi Menezes, sagði það með öllu óskiljanlegt að enginn hefði verið ákærður. „Þessi ákvörðun er hneykslanleg. Það er ekki nokkur leið að skilja þetta," sagði Perreira. Hann sagði að ákvörðunin kæmi sem mikið reiðarslag fýrir fjölskylduna og bætti síðan við: „Réttlætinu hefur svo sannarlega ekki verið fullnægt.“ Krókhálsi 4 110 Reykjavik * Simi 567 1010 www.parkct.is Partíhjónin David og Victoria Beckham: Héldu vöku fyrir börnum þúsund pund, en alls söfnuðust 3,5 milljónir punda, andvirði tæplega hálfs milljarðs íslenskra króna. Nágrannar Beckham-hjónanna, Davids og Victoriu, hafa kvartað yfir því að veisla sem þau héldu skömmu áður en að HM í knattspyrnu hófst hafi haldið vöku fyrir börnum sínum. Fjórar fjölskyldur kvört- uðu til hverfisráðs eftir veisluna og sögðu gríðarmikinn hávaða hafa borist um hverfið langt fram eftir nóttu. Veislan fór fram á sunnudegi og höfðu nágrannarnir áhyggjur vegna þess að börnin áttu að mæta f próf daginn eftir. „Við vöknuðum klukkan tvö um nóttina við tónlist og það var sem Robbie Williams væri að syngja,“ sagði einn nágrannanna en stjörnu- popparinn Williams var á meðal þeirra sem tróðu upp. „Þetta hefði verið allt í lagi á einhverjum öðrum tíma. Bara ekki á sunnudegi, dag- inn fyrir próf,“ sagði nágranninn enn fremur. Talskona Beckham- hjónanna neitaði að tjá sig um kvart- anirnar en vinur hjónanna sagði að nágrannarnir hefðu fengið að vita af veislunni með margra vikna fyr- irvara og því hefðu þeir getað gert viðeigandi ráðstafanir Veislan var haldin til styrktar NSPCC-samtakanna sem berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum og var sjónvarpað á ITVi- sjónvarpsstöðinni. Ekkert var til sparað og kostuðu herlegheitin 500

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.