blaðið - 19.07.2006, Side 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2006
23
matur
matur@bladid.net
GRILLAÐ MEÐ
HEREFORD
GUÐNIÁ HEREFORD
Lífiö sjálft
„Gagnslaust fólk lifir fyrir
mat og drykk, fólk sem
er einhvers virðl
og drekkur til
Sókrates
Seldi súkkulaðið
Maður að nafni Daniel Peter
fann upp mjólkursúkkulaði
og seldi hugmyndina til ná-
granna síns, Henri Nestlé.
y tíiaoio/hriK
Hvalur i chili og
sætri sojablöndu
800 grömm hrefna
1 rauöur chili
2 dl sæt soja sósa
60 grömm súrsað engifer,
saxað
Salt og pipar
Hrefnan er skorin í fernt, um það
bil 5 cm þykkar steikur. Chili
er hreinsaður og maukaður
ásamt sætu sojasósunni. Saxið
engiferið. Grillið hrefnuna á
hæsta hita í ca. 1 mínútu á hvorri
hlið. Kryddið með salti og hita.
Lækkið hitann og látið hrefnuna
standa í ca. 2 mínútur á hvorri
hlið. Penslið hrefnuna með soja-
blöndunni. Berið fram hrefnum
með restinni af soja blöndunni,
söxuðu engiferi, grilluðum kart-
öfluskífum og fersku salati.
Ljúffeng
samloka með
hollu
Gamla góða samlokan með smjöri
og eggjum stendur alltaf fyrir sínu
og minnir marga á barnæsku og
gamla tíma. Það má segja að upp-
skriftin hér að neðan sé nútímaleg
og hollari útgáfa af góðu samlok-
unni, þar sem smjörið og eggjarauð-
urnar hafa verið fjarlægðar.
Samloka með eggjasalati
Fyrir fjóra
• 8 stór egg
• 3 matskeiðar ricotta ostur
• 3 matskeiðar grískt jógúrt
(hreint jógúrt)
• 2 teskeiðar Dijon sinnep
• 2 teskeiðar fínt skorinn gras-
laukur
• V2 teskeið gróft salt
• Nýmalaður pipar
• 2 bollar karsi, þykkir stilkar
fjarlægðir
• 8 þunnar sneiðar af heilhveiti-
brauði
IUndirbúið klakavatn og setjið
til hliðar. Þekjið eggin með
þumlungi af köldu vatni í
stórum potti og sjóðið. Fjarlægið
pottinn af hellunni, setjið lok á
hann og leyfið honum að standa í
11-12 mínútur. Setjið eggin í klaka-
vatnið og leyfið þeim að standa í 2
mínútur. Afhýðið eggin, skerið þau
til helminga og fjarlægið eggjarauð-
una. Myljið niður 2 eggjarauður
og setjið til hliðar, hendið restinni
af eggjarauðunum. Skerið eggja-
hvíturnar smátt og setjið í miðl-
ungsstóra skál. Bætið molnuðum
eggjarauðum við.
2Hrærið saman ricotta-osti,
jógúrt, sinnnepi, graslauk og
salti í lítilli skál. Kryddið með
pipar. Blandið saman við eggja-
blönduna og hrærið varlega.
3Setjið eggjasalatið jafnt ofan
á fjórar brauðsneiðar og
skreytið með karsa. Setjið
seinni brauðsneiðina ofan á.
VILTU SKJOL A
VERÖNDINA?
MARKISUR
www.markisur.com
xx esti
Dolbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
Það er engin ástæða til að láta sér liða illa
á besta tima ársins.
Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur.
^Lyf&heilsa
Vid hlustum!
Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en Lamisil er borið á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta
húð þannig að það þekji allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er svepþadrepandi
(fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum i húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að
nota gegn sveppasýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða
öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem böm hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu.