blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 1
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS! 162. tölublaö 2. árgangur fimmtudagur 20. júli 2006 ein af stóru stjörnunum í HollyWOOd |S(ÐUR160G17 Borgarfulltrúar útiloka ekki að slíta samstarfi í rekstri Strætó: Strætó spari 360 milljónir ■ Sparnaður bitnar á Reykvíkingum ■ Uppsagnir óumflýjanlegar ■ Vagnstjórar í óvissu Eftir Val Grettisson Framkvæmdastjóri Strætó bs, Ásgeir Eiríksson, segir að Strætó muni skera niður um 360 millj- ónir til þess að mæta taprekstri síðastliðins árs. Að hans sögn munu þeir framkvæma niður- skurðinn með því að hætta að bjóða upp á ferðir á tíu mínútna fresti og leggja stofnleið 5 alfarið niður. Með þeim aðgerðum mun strætó spara 340 milljónir og segir Ásgeir að þeir muni leita leiða til þess að spara þær 20 milljónir sem eftir eru. Einnig mun stofnleið 4 vera hjá Hagvögnum sem eru einkaaðilar en ekki liggur fyrir hvort reynt verði að einkavæða stakar leiðir. Borgarfulltrúi vinstri-grænna vill slíta sam- starfi við nærliggjandi bæjarfélög í rekstri Strætó bs. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir það ekki útilokað. Árni Þór mun leggja til- lögu þess efnis fyrir borgarráðsfund í dag. Hann segir að samstarfið bitni of mikið á Reykvík- ingum og illmögulegt sé að bæta þjónustu við borgarbúa við þessar aðstæður, en Strætó bs er gert að skera niður um 360 milljónir til þess að mæta taprekstri. Starfsmenn Strætó bs segja óvissuástandið nag- andi en fjölmargir hafa sagt upp störfum undan- farna mánuði. „Ég mun bera fram tillögu um að borgin hefji undirbúning um að fara út úr byggðarsamlag- inu,“ segir Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi vinstri-grænna. Ástæðan fyrir því að hann leggur tillöguna fram er sú að borgin líði fyrir samstarfið að hans mati. Að sögn Árna þarf að minnsta kosti þrjú sveitarfélög til þess að sam- þykkja allar breytingar. Skiptir þá engu hvort um leiðir innan Reykjavíkur sé að ræða eða ein- hver önnur. „Það verður að vera hægt að gera þetta þannig að Reykjavík líði ekki fyrir það,“ segir Árni Þór og bætir við að ástandið sé bagalegt. Borgaráðsfundur verður fyrir hádegi í dag. Sjá cinnig siðu 10. Umferðalagabrot Keith Richards náðaður Mike Huckabee, ríkisstjóri Arkansas, hefur ákveðið að náða Keith Richards, gítarleikara Rol- ling Stones, en árið 1975 var rokk- arinn handtekinn í ríkinu fyrir ofsaakstur. Lögreglan stöðvaði bíl Richards vegna hraðaksturs og einkennilegs ökulags. Richard var færður i grjótið og einnig ákærður vegna gruns um fíkni- efnaneyslu. Hann var dæmdur til þess að greiða 16 þúsund króna sekt fyrir atvikið. Á tónleikum Rolling Stones í Little Rock í Arkansas í marsmán- uði rifjaði Keith Richards upp atvikið. Ríkisstjóranum þótti afar leiðinlegt að helsta minning Richards um Arkansas hafi verið þetta atvik og ákvað því að náða hann. Egilshöll: Bankinn bremsar - „Eins og er í umræðunni þá eru menn almennt að bremsa af, ekki bara í opinberum fram- kvæmdum heldur líka hjá einka- fyrirtækjum. Þetta er eitt af því sem sett hefur verið á bið. Mig grunar að þetta taki einhverja mánuði og svo vonandi komumst við í gang með þetta aftur,“ segir Helgi S. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Nýsis. Fyrirtækið hefur stöðvað framkvæmdir við Egilshöll þar sem Landsbankinn hefur stöðvað lánafyrirgreiðslu. Talsmaður bankans segir aðhaldið fyrst og fremst beinast að byggingu fjöl- býlishúsa og sumarhúsa. | S(ÐA 8 * Ólafur Ólafsson: Tvöfalt fleiri á stofnunum „Það er undarlegt að þegar litið er til nágrannalandanna þá eru að meðaltali fimm prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri á stofnunum, en hér á landi er þetta hlutfall níu prósent,“ segir Olafur Ólafsson, formaður Lands- sambands eldri borgara. | SÍÐA4 IIFROTTIR IVEÐUR ■ FJÖLSKYLDAN Slys af völdum dýra Algengast er að börn séu bitin af hundum sem þau þekkja eða eiga sjálf. |SlÐA16 Rússar á rá og reiða Bjartviðri Bjartviðri suðvest- anlands, en annars skýjað. Hiti allt að 20 stig inn til landsins. | SÍÐA 2 Rússneska seglskipið Sedov renndi inn á spegilslétta Reykjavíkurhöfn í gærmorgun og var svo lagt við Ægisgarð. Sedov er stærsta seglskip í heimi, en á því eru fjögur möstur og er það tæpir 118 metrar á lengd. Það er skólaskip Tækniháskólans í Múrmansk á Kolaskaga, helstu úthafshöfn Rússlands. Um borð í skipinu eru 110 sjóliðsforingjaefni ásamt 50 manna fastri áhöfn. Sjóliðarnir á myndinni klifu upp möstrin á undra- hraða þegar Ijósmyndara bar að garði í gær, en þá langaði til þess að líta yfir Reykjavík. Er enda vandfundinn betri staður til þess arna, því mastrið er 68 metra hátt, sem er litlu lægra en Hallgrímskirkjuturn. Skipið verður til sýnis fyrir almenning í dag frá kl. 10.00-22.00. Vildi ekki vera áfrám á Englandi Sagðist ekki vilja slá Chelsea út í úrslitum meistaradeildarinnar | SÍÐA 21

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.