blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 18
18 ISAGA
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaðið
s
Ogæfusama ástargyðjan
Rita Hayworth var ein af stóru stjörnunum í Hollywood
Þegar Rita Hayworth
var á hátindi frægðar
sinnar á fimmta
áratugnum var hún
kölluð ástargyðjan.
Fáar leikkonur í
Hollywood þóttu
fallegri en hún og konur um allan
heim vildu líkjast henni enda virtist
hún hafa allt til að bera. Ritu skorti
þó sárlega eitt sem skiptir töluverðu
máli í lífinu; hún öðlaðist aldrei var-
anlega hamingju.
Misnotuð af föður sínum
Barnæska hennar og unglingsár
voru martröð. Hún fæddist í Brook-
lyn árið 1918 og var af spænskum
ættum. Faðir hennar og móðir voru
atvinnudansarar. Rita var þjálfuð
sem dansari allt frá því hún fór að
ganga og tólf ára gömul var hún
farin að dansa opinberlega ásamt
föður sínum og þau urðu vinsælt
danspar. Faðir hennar gerði gífur-
legar kröfur til hennar sem dans-
ara og lét hana æfa öllum stundum.
Hún hlaut litla sem enga menntun
og leið fyrir menntunarskortinn
alla ævi. Faðir hennar virðist hafa
verið skrímsli í mannsmynd. Rita
trúði eiginmanni sínum númer
tvö, Orson Welles, fyrir því að faðir
hennar hefði margoft haft samfarir
við hana og barið hana þegar hún
var barn og unglingur. „Hann var
hræðilegur maður og hún hataði
hann,“ sagði Welles.
Árið 1936 vakti Rita athygli kvik-
myndaframleiðenda og hún komst á
samning hjá Fox kvikmyndaverinu
og síðar hjá Columbia. Dökkbrúnt
hár hennar var litað rautt og þeim
háralit hélt hún mestalla ævi. Hún
varð stjarna eftir leik sinn í kvik-
myndinni Blóð og sandur þar sem
hún lék á móti Tyrone Power. Mestra
vinsælda naut Rita í söngvamyndum
en þar lék hún meðal annars á móti
Fred Astaire og Gene Kelly. Leikar-
inn Joseph Cotton sagði eitt sinn
um danshæfileika Ritu; „Það skiptir
engu máli hversu slæm myndin
er, þegar Rita dansar þá er eins og
eitt af náttúruundrum veraldar sé á
hreyfingu."
„Allt líf hennar var þjáning"
Frægasta mynd hennar er Gilda
þar sem hún lék tálkvendi. Myndin
festi hana rækilega í sessi sem kyn-
tákn. Hún losnaði aldrei við ímynd
Gildu og sagði eitt sinn: „Allir karl-
menn sem ég hef þekkt urðu ást-
fangnir af Gildu en vöknuðu við hlið-
ina á mér.“
Hún var full af óöryggi og ákaf-
lega viðkvæm. Þeir sem þekktu
hana sögðu hana vera tilfinninga-
lega óþroskaða. Hún þarfnaðist stöð-
ugrar athygli þess manns sem hún
elskaði sem gerði samskiptin vitan-
lega erfið. Hún giftist fimm sinnum
og skildi jafnoft.
Fyrsti eiginmaðurinn var Ed Jud-
son. Hann var 44 ára og hún 19 ára
þegar þau gengu í hjónaband. Hann
sagði henni að besta aðferð sem hún
gæti notað við að koma sér á topp-
inn væri að sofa hjá valdamiklum
mönnum. Orson Welles sagði;
„Þetta er dapurlegasta saga í heimi.
Hún varð að þola hræðilega hluti í
samskiptum við föður sinn og fyrsti
eiginmaður hennar var melludólgur.
Allt líf hennar var þjáning."
Rita skildi við Judson eftir
fimm ára hjónaband og
sagði: „Ég giftist
honum af ást en
hann kvæntist
mér til að fjár-
festa í mér.“
Fríða og
Heilinn
E i g i n -
maðurnúmer
tvö var leik-
arinn og leik-
stjórinn Or-
son Welles.
Fjölmiðlar
b o t n u ð u
ekkert í
ástarsam-
bandi ástar-
gyðjunnar
og erfiða snill-
ingsins og upp-
nefnduþauFríðu
og Heilann. Þau
eignuðust eina
dóttur, Rebekku,
en Rita var sjúklega
óörugg í hjónabandinu
og grunaði eiginmann
sinn sífellt um að
halda framhjá sér. Rita
sótti loks um skilnað
og sagði: „Ég þoldi
ekki snilligáfu hans
24 tíma á sólarhring.
Hann sagðii mér að
hann hefði aldrei átt að
ganga í hjónaband
því það
trufl-
aðilífs-
s t í 1
hans.“
Seinna
hélt Rita því
fram að Or-
son hefði verið
stóra ástin í
lífi sínu. Þau
héldu vináttu
alla tíð og hún
sagði honum
mörgum árum
eftir skilnað
þeirra: „Eina raun-
verulega hamingjan
sem ég hef átt í lífinu
hefur verið með þér.“
Næsti maður í lífi hennar
var prinsinn Ali Khan sem
var kvæntur en þegar Rita varð
barnshafandi sótti hann um
tekin að fölna og henni tókst ekki
að endurheimta fyrri vinsældir hjá
kvikmyndahúsgestum.
Næsti eiginmaður var söngvarinn
Dick Haymes sem í Hollywood gekk
undir nafninu Herra Illur. Hann
lagði hendur á hana og hjónabandi
þeirra lauk eftir tvö stormasöm ár.
Síðasti eiginmaðurinn var leikstjór-
inn James Hill. Það hjónaband entist
í þrjú ár.
Stjarna með alzheimer
Rita Hayworth fékk alzheimer á
tíma þegar lítið var vitað um sjúk-
dóminn. Nú er talið að sjúkdóm-
urinn hafi fyrst látið á sér kræla á
sjötta áratugnum þegar hún var á
fertugsaldri.
Á sjöunda áratugnum varð sjúk-
dómurinn tekinn að herja á hana
af fullkomnu miskunnarleysi.
Framkoma hennar varð æ
einkennilegri. Hún sagð-
ist heyra raddir um
miðja nótt og lét lög-
regluna leita árang-
urslaust í kringum
hús sitt.
skilnað frá konu sinni. Þegar brúð-
kaupsdagurinn nálgaðist boðaði
Rita Orson Welles á sinn fund og
fyrstu orðin sem hún sagði við hann
voru: „Hér er ég, gifstu mér.“ Hann
treysti sér ekki til að endurlífga
hjónaband þeirra en þegar hann
rifjaði upp þennan fund þeirra
mörgum árum seinna sagði hann:
„Hún var að fara að giftast fjöllynd-
asta manni Evrópu. Þetta var versta
hugsanlega hjónabandið fyrir hana.
Og hún vissi það.“
Sjö mánuðum eftir brúðkaup
þeirra Alis fæddi Rita dótturina
Yasmin. Ali sneri sér fljótlega að
öðrum konum og hjónbandinu
lauk með skilnaði. Rita sneri
aftur til Hollywood. Hún
var 34 ára, þrífráskilin
tveggja barna móðir. Feg-
urð hennar var