blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 21
blaðið FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006
21
fjölskyldan
fjolskyldan@bladid.net
„Ahrifaríkasta getnaðarvörn
sem ég þekki er að eyða degi
með börnunum mínum.“
Jill Bensley
m
j/
Töfragarðurinn er ársgantall fjölskyldu- og skemmtigarður á Suðurlandi
Töfrandi garður á Stokkseyri
Nóg að gera „Viö erum með hoppupúða, risastóran kiifurkast-
ala með ýmsum leiktækjum og þrautum, klifurnet og leikpall
með fótstignum traktorum svo eitthvað sé nefnt."
Töfragarðurinn á Stokkseyri er svo
sannarlega töfrum sveipaður. Garð-
urinn byggir á tíu ára gamalli hug-
mynd framkvæmdastjórans og þar
má finna alls kyns dýr, skemmtileg
leiktæki og gömul verkfæri ásamt
náttúrufegurð svæðisins. Töfra-
garðurinn hefur verið opinn í ár og
viðtökurnar hafa verið framar von-
um samkvæmt Torfa Áskelssyni,
framkvæmdastjóra Töfragarðsins.
„Það voru 12 þúsund gestir sem heim-
sóttu Töfragarðinn síðasta sumar
en garðurinn opnaði þá, þrátt fyrir
að hafa verið lengi í undirbúningi,"
segir Torfi en hann og kona hans
reka garðinn ásamt öðrum hjón-
um. „Hugmyndin er rúmlega tíu
ára gömul og í þann tíma hef ég velt
því fyrir mér hvort ég ætti að stíga
þetta skref. Ég þurfti að finna mér
samstarfsaðila enda er garðurinn
það stórt verkefni að fleiri en einn
þurfa að koma að því.“ Aðspurður
hvort eitthvað hafi komið honum á
óvart segir Torfi að svo hafi verið.
,Það kom mér á óvart hve margir
heimsóttu okkur fyrsta árið.“
Náttúrulegt landslag
I nágrenni Töfragarðsins er mik-
il náttúrufegurð og garðurinn fer
ekki varhluta af því. Torfi segir að
náttúran hafi markvisst verið not-
uð í hönnun garðsins. „Við bjugg-
um ekki til eitthvert land fyrir
garðinn heldur tókum móana sem
fyrir voru og unnum úr þeim. Við
höfum því nýtt náttúruna mark-
visst og pössuðum okkur á því að
búa ekki til landslag. Á svæðinu
eru náttúrulegar tjarnir, mosagrón-
ar fornar hleðslur og fallega mótað
landslag,“ segir Torfi og bætir við
að börnin skemmti sér það vel í
garðinum að oft vilja þau ekki fara,
enda nóg um að vera. „Við erum
með hoppupúða, risastóran klifur-
kastala með ýmsum leiktækjum
og þrautum, klifurnet og leikpall
með fótstignum traktorum svo
eitthvað sé nefnt. Hoppupúðinn er
stór og mikil blaðra, rúmlega 100
m2 að stærð, og þar geta krakkarnir
hoppað og skoppað. Þetta vekur gíf-
urlega lukku, svo mikla raunar að
mamma og pabbi læða sér oft með.“
Munir frá tímum ömmu og afa
1 Töfragarðinum má finna fjöld-
ann allan af dýrum og samkvæmt
Torfa eru þar flest þau dýr sem
eru á hefðbundnu sveitabýli í dag.
„Dýrin eru alltaf vinsæl en i Töfra-
garðinum eru meðal annars refir,
kalkúnar, kálfar, geitur og svín.“
Torfi talar um að fljótlega bætast
hreindýr í hópinn og er þess beðið
með mikilli eftirvæntingu. „Auk
þess erum við með gamlar sláttu-
vélar, áburðadreifara, traktora og
annað sem við höfum sankað að
okkur. Þetta er á víð og dreif um
garðinn og með því eru skilti þar
sem á stendur hvenær gripurinn
var fluttur til landsins og hvernig
hann var notaður. Börnin sýna
verkfærunum mikinn áhuga enda
gamlir munir frá tímum afa og
ömmu. Hér er því nóg að gera enda
kemur fólk hingað og eyðir nokkr-
um klukkustundum. Svo reynum
við auðvitað að bjóða upp á gott
veður,“ segir Torfi og hlær. Töfra-
garðurinn á Stokkseyri er opinn
alla daga frá kl. 10-18.
Vinsæl dýr i Töfragarðinum má finna fjöldann allan af dýrum.
Slys af völdum dýra
Um þessar mundir eru landsmenn
á ferð og flugi um landið og í
útlöndum og það er því ekki úr
vegi að rifja upp nokkur atriði sem
komið geta í veg fyrir að börn
verði bitin af hundum og köttum.
Besta reglan er að gæta vel að
börnum nálægt dýrum. Athugið
að í öðrum löndum eru aðrar
sýkingar sem fylgja dýrabitum en
hér á landi. Það er því enn frekari
ástæða til að leita til læknis strax.
Það er afar mikilvægt að foreldrar
hafi bólusetningakort barnsins
með í utanlandsferðina eða út á
land.
HUNDAR
Það er algengast að börn séu
bitin af hundum sem þau þekkja
eða eiga sjálf. Það er því mik-
ilvægt að kenna börnum eftir-
farandi atriði um umgengni við
hunda. Ekki klappa ókunnugum
hundum. Helsta ástæðan fyrir
því að hundar bíta er að þeim er
ógnað, til dæmis ef stigið er á
rófuna á þeim, þeim er klappað
harkalega eða leikurinn verður of
fjörugur milli barns og hunds. Það
er best að ónáða ekki sofandi
hund eða hund sem er að borða.
Börn undir fimm ára eru í
mestri hættu að verða
fyrir hundsbiti og það
er algengast að þau
séu í höfuð eða háls.
KETTIR
Það þarf að
kenna börnum
að umgangast
alla ketti með
varúð. Það er
mikilvægt að
Kettir Það þarfað kenna bömum að
umgangast alla ketti með varúö.
klappa ekki ókunnugum ketti. Ef
kötturinn er óvanur börnum getur
hann verið hræddur við þau. Barn
sem hreyfir sig skyndilega eða
snertir köttinn ógætilega getur
verið bitið eða klórað. Það er
mikilvægt að hafa traust net yfir
barnavagni til koma í veg fyrir að
köttur laumi sér að barninu en
slíkt getur endað með skelfingu.
Dæmi eru um að börn hafi kafnaö
þegar köttur lagði sig yfir andlitið
á þeim. Netið virkar líka sem góð
vörn gegn geitungum.
herdis.storgaard@sjova.is
www.forvarnahus. is
BORN
HERDÍS L. STORGAARD
BCajakaferðir Stokkseyri
Ógleymanlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna
Við sundlaug Stokkseyrar • s.896 5716 • fax 483 1590 • kajak@kajak.is • www.kajak.is
SMÁAUGLÝSINGAR
blaðiðs
SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET
Sumarkaffi er samansett af
sérvöldum úrvals tegundum.
Þaö hefur frísklegt
sítrusbragð ásamt yndislega
Ijúfum keim af hnetum og
sætum ávöxtum. Kaffið er í
góðu jafnvægi, hefurmikla
fyllingu og hunangsmjúkt
eftirbragð.
www.teogkaffi.is
Verslanir: Katfihús:
Kringiunni Laugavegi 24
Smaralind Smáralind
laugavegi 27
Suðurveri
Akureyri
Egilsstaíir