blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTZR FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaöíð Liverpool-búi leggur land undir fót: Heimsækir Liverpool í öllum heimshornum Phil Bimson, 50 ára gamall maður frá Liverpool á Englandi, hyggst heimsækja alla staði í heiminum sem bera nafnið Liverpool. Til þess þarf Bimson að ferðast tæpa 50 þús- und kílómetra en staðirnir eru sjö „Mig langar að verða fyrstur til þess að koma allra staða ( heiminum sem heita Liverpool," sagði Bimson. Fimm staðir eru í Bandaríkjunum, einn er í Nova Scotia í Kanada er einn og þá er einn í Ástralíu. Frá Liverpool á Englandi. Meindýr á vergangi Guðmundur Björnsson, meindýraeyðir Reykjavík- urborgar, skýtur máva og minka. Mynd/Þorkell Borgarbúar svefnvana vegna óláta í sílamávum: Mávarnir halda fólki andvaka ■ Borgarbúar andvaka vegna mávanna ■ Andarungum fer líka fækkandi á Akureyri Eftir Val Grettisson Sílamávarnir sem leitað hafa inn fyrir borgarmörkin halda vöku fyrir borgarbúum á nóttinni að sögn Guð- mundarBjörnssonar,meindýraeyðis Reykjavíkurborgar. Hann hefur fengið fjölmargar kvartanir af öllum toga vegna mávanna og þar á meðal frá svefnlausum borgarbúum. Borgarbúar svefnlausir „Við fáum oft kvartanir vegna láta í mávum um nætur,“ segir Guð- mundur en mávurinn kemur sér oft fyrir í húsagörðum og á ljósa- staurum nálægt húsum, svo gargar hann inn í nóttina, nálægum íbúum til mikils ama. „Þeir eru ekkert frekar á einu svæði heldur en öðru, þeir koma sér bara fyrir þar sem þeir geta,“ segir Guðmundur og ljóst er að enginn er óhultur fyrir látunum í þeim. Að sögn Guðmundar eru kvartanir af öllum toga. Hann segir að kvartað sé yfir því að hann taki steikur af grillum. Einnig er nokkuð kvartað yfir því að hann éti andarunga líkt og kom fram í Blaðinu í gær. Tekur tíma Að sögn Guðmundar mun máva- stríðið taka töluverðan tíma og ekki mun mikið breytast á þessu ári. Hann segir að það sé ekki fyrr en eftir tvö ár sem einhver sjáanlegur árangur verður en mikilvægt sé að önnur sveitarfélög leggist á eitt ásamt borginni. Hafnarfjörður er nýbúinn að tilkynna að þeir múni einnig farga mávum og svo hefur Álftanes slegist i hóp hinna staðföstu. Ónáða á Akureyri Mávuarnir eru ekki eingöngu að gera óskunda á höfuðborgarsvæð- inu því nokkuð hefur farið fyrir hettumávum á Akureyri. Að sögn Þengils Stefánssonar, meindýraeyðis Akureyrarbæjar, mun hettumávurinn vera ansi árás- argjarn þegar er verið að gefa önd- unum brauð á Pollinum. Þeir ráðast beinlínis á endurnar. „Hettumávurinn er friðaður yfir sumartímann þannig við erum ekki að skjóta hann en það er ótrúlegt hvað hann kemur tímanlega því mávurinn sést ekki í bænum fyrir en í apríl,“ segir Þengill en bannið nær frá 1. apríl til 1. september. Skelflleg afföll „Við verðum vör við að mávarnir eru meira inn 1 bænum en áður var,“ segir Þengill en bætir við að ástandið sé ekki jafnslæmt og í borginni. Hann segir að þeir skjóti máva á hverju sumri og það sé ekki meira um það nú heldur en hefur verið áður. Að sögn Þengils hefur einnig verið áberandi að fáir andarungar kom- ast upp líkt og í Reyjavík, en það sé frekar við ketti að sakast en máva, enda meira kvartað vegna katta en máva. „Þau eru samt skelfileg afföllin hjá ungunum," segir Þengill samúðar- fullur í garð þessa meinlausu fugla. valur@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.