blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 27
blaðiö FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 27 Þegar ég var háttuö hér um kvöldið spann ég upp langa sögu um kálf sem kunni að knippla blúndur og klifra í trjám, og hugsaðu þér, ég trúði hverju einasta orði! Þetta kalla ég nú að Ijúga af list. Lína langsokkur Afmælisborn dagsms PETRARKA, SKÁLD, 1304 EDMUND HILLARY, FJALLGÖNGUMAÐUR, 1919 kolbrun@bladid.net Tónleikaferð Láru Tónlistarmaðurinn Lára Rúnars- dóttir mun á næstu dögum leika á nokkrum tónleikum um landið í tilefni útgáfu nýjustu plötu sinnar „Þögn“. Þetta er önnur plata Láru og er hún gefin út af hjá Senu undir merkjum Dennis Rec- ords en árið 2003 kom út platan „Standing Still“ hjá Geimsteini. Auk þess að semja og syngja eigin tónlist hefur Lára numið klass- ískan söng og tónmenntakennara- nám við Kennaraháskóla íslands. Tónleikarnir verða haldnir á eftir- töldum stöðum og tíma: Fim. 20. júlí: Reykjanesbær: Yello Sun. 23. júlí: Akureyri: Deiglan Þri. 25. júlí: Húsavík: Gamli Baukur Lára Rúnarsdóttir Fim. 27. júlí: Isafirði: Tjöruhúsið Helgin 4.-6. ágúst: Reykjavík: Innipúkinn Fim. 10. ágúst: Reykjavík: Stúdentakjallarinn Metsölulistinn - Innlendar bækur 1. 2. Draumalandið: sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð Andri Snær Magnason 1 Vetrarborgin - kilja Arnaldur Indriðason íslenska vegahandbókin ‘ Vegahandbókin ehf. Flugdrekahlauparinn - kilja ' Khaled Hosseini Lost in lceland ■ Sigurgeir Sigurjónsson - Hálendishandbókin Páll Ásgeir Ásgeirsson - Leyndardómur býflugnanna ' Sue Monk Kidd Skuggi vindsins - kilja ' Carlos Ruiz Zafón Hann er ekki nógu skotinn í 9. þér Greg Behrendt/Liz Tuccillo 10 ísland vegaatlas ' Landmælingar Listinn var gerður út frá sölu dagana 05.07.06 - 11.07.06 ÍPennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menn- ingar. Metsölulistinn - Erlendar bækur Nora* . Blue Smoke Nora Roberts Blué Smokv. _ The Thieves of Heaven ' 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. Saving Fish From Drowning Amy Tan Lifeguard James Patterson & Andrew Gross Until I Find You John Irving Fire Sale Sara Paretsky Predator Patricia Comwell The Camel Club David Baldacci Fourth of July James Patterson ■ n The Devil’s Feather ' Minette Walters Listinn ergerðurút frá sölu dagana 12.07.06- 18.07.06 i Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum I návígi við Grikki igurður A. Magnússon rithöfundur var á dög- unum sæmdur heiðurs- orðu gríska lýðveldisins fyrir störf í þágu grískr- ar menningar undanfarin fimmtíu og fimm ár. Sigurður hefur verið óþreytandi við að kynna íslending- um gríska menningu, hefur þýtt úr grísku, skrifað bækur um Grikk- land og unnið sem leiðsögumaður á Grikklandi. Hann vinnur nú að bók um gríska munkríkið Aþos. „Grikkir voru útsæknir og forvitn- ir. Sæfarar vita alltaf meira en land- krabbar," segir Sigurður. „Það var löngun til að læra meira um heim- inn sem var grundvöllur þeirra afreka sem þeir unnu á sviði eðlis- fræði, heimspeki, bókmennta og lista. Ég sagði í fyrstu bókinni sem ég skrifaði um Grikkland að Grikkir séu líkari Islend- ingum e n nokk- ur önn- ur þjóð. Það var hlegið að þeim orð- um mínum. Árið 1965 var ég í boði hjá Penfi- eld, bandaríska sendiherranum hér á landi. Hann kom til mín og sagðist Afsteypa af grískri hafa heyrt þessi orð gullgrlmu sem er I mín. Sjálfur hefði ei9u Siguröar. hann farið um allan heim og hefði aldrei hitt tvær þjóð- ir sem væru jafn líkar og Grikkir Sigurður A. Magnússon. Hann varádögunum sæmdur heiðursorðu gríska lýðveld- og íslendingar. Síðan hef ég verið isins og vinnur nú að bók um Munkalýðveldið Aþos. Á skrifborði Sigurður má sjá högg- ófeiminn við að segja þetta.“ mynd afAlexander mikla Stóra nafnið í grískum bókmenntum Sigurður hefur þýtt nokkur verk grískra öndvegishöfunda á íslensku: Sól dauðans eftir Pandel- is Prevelakis (1964), ljóðabálkinn Goðsaga eftir Gíorgos Seferis (1967) og Naktir stóðum við - sgrísk nú- tímaskáld (1975). Þar birtust ljóð eftir Gíorgos Seferís, Nikos Gatsos, Jannis Ritsos, Kostis Papakongos og Kostas Kindynis. „Ritsos er kannski eftirminnilegastur af þessum fimm, læknir að mennt og kommúnisti sem varð að gjalda fyrir skoðanir sínar og sat í fangelsi á Djöflaeyj- unni í mörg ár.“ Sigurður hefur ekki þýtt verk eftir manninn sem hann segir vera stóra nafnið í grískum bókmenntum. Ni- kos Kazantsakis, höfund Grikkjans Zorba og Síðustu freistingarinnar. „Kazantsakis er ekki mjög vinsæll í Grikklandi. Hann var ótal sinn- um orðaður við Nóbelsverðlaunin en Grikkir lögðust alltaf gegn því og segja að verk hans séu málsuða. Hann ferðaðist um Grikkland og skrifaði hjá sér sérkennileg grísk orð og orðatiltæki og hrærði þeim saman í bækur sínar. Ég les grísku með erfiðismunum en Kazantsak- is er ólæsilegur fyrir mig einmitt Ikon eftir grískan munk sem færöi Sigurði það að gjöf. vegna þessa og ég hef aldrei lagt í að þýða hann,“ segir Sigurður. Dýrgripirá Aþos Kazantsakis bjó í hálft ár í Aþos en Sigurður er einmitt að vinna að bók um ríkið. Sigurður kom þangað fyrst árið 1952 og síðan í maí síðast- liðnum. „Aþos er munkalýðveldi á skaga sem er 60 kílómetra langur og tíu kílómetra breiður. Þarna hef- ur verið sjálfstætt ríki frá 963. Þegar mest var voru þarna 7000 munkar en eru nú um 2000," segir Sigurð- ur. Á skagann má ekkert kvenkyns stíga fæti en munkarnir ráða ekki við komur kvenkynsflugna og kven- kynsfugla. Ég sá þarna eina læðu og spurði hvað hún væri að gera þar og fékk það svar að hún hefði smygl- að sér þangað með ferjunni. Þarna eru tuttugu stór klaustur, víggirt eins og kastalar og síðan eru útibú og einsetumannakofar út um allan skagann. Þar eru geymdir ótrúlegir fjársjóðir, freskur, íkonar og bibl- íur skreyttar gimsteinum. I hverju klaustri eru bókasöfn þar sem eru geymd þúsundir dýrmætra hand- rita sem aldrei hafa verið gefin út. Það er stórmerkilegt að koma þarna og ótrúlegt að sjá hvernig þarna liggja dýrmætir fjársjóðir sem ekk- ert er gert við.“ Bók Sigurðar um Aþos kemur út í haust og heitir Garður guðsmóður - munkríkið Aþos. Elsta lýðveldi í heimi. Þar lýsir hann heimsóknum sínum þangað og fjallar um sögu þessa einstæða ríkis. Bókin verður ríkulega myndskreytt. menningarmolinn Misheppnað morðtilræði Á þessum degi árið 1944 slapp Hitl- er lifandi frá morðtilræði. Háttsett- ir menn í þýska hernum ákváðu að ráða Hitler af dögum því þeir töldu að hann væri að leiða Þýskaland í glötun. Claus von Stauffenberg, yf- irmaður varahersins, fékk það verk- efni að koma sprengju fyrir 1 skjala- tösku sem hann setti undir borð á fundi sem Hitler átti með ráðgjöfum sínum. Stauffenberg yfirgaf fund- inn fljótlega. Hitler var að skoða kort af austurvígstöðvunum þegar Heinz Brandt ofursti ýtti skjalatösk- unni til hliðar, og frá Hitler, til að sjá betur á kortið. Með þessu hefur Brandt trúlega bjargað lífi foringja síns. Klukkan 12:42 sprakk sprengj- an. Hitler slasaðist lítillega en ekki meira en svo að hann átti fund með Benito Mussolini seinna þennan sama dag og sýndi honum verksum- merki. Fjórir létu lífið í sprenging- unni. Stauffenberg var handtekinn og skotinn. Alls lét Hitler taka af lífi 5000 manns sem hann taldi vera flækta í samsærið gegn sér. Hitler leit svo á að örlögin hefðu þyrmt lífi hans og sagði að hinn mikli mál- staður sem hann berðist fyrir hlyti að ná fram að ganga og allt myndi fara vel.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.