blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net Íja§alt. „Gerard Houllier haföi ekki notfyrir mig. Þess vegna end- aöi ég hjá Manchester City, gegn vilja mínum. Ég heföi k aldrei verið að spila fyrir lítil félög undanfarin fjögur ár fci ef hann heföi ekki gert mér þetta.“ Nicolas Anelka er gramur út i Houllier Utan vallar meö Helga Má Magnússyni, körfuknattleiksmanni Heigi Már Magnússon er í hópi bestu körfuknattleiksmanna fslands og fastamaður i landsliðinu. Hann hef- ur leikið með háskólaliði Catawba í Bandaríkjunum undanfarin ár en samdi við svissneska liðið Boncourt á dögunum og mun leika með því á næsta timabili. Fæðingardagur og ár? 27. ágúst 1982. Uppáhalds bíómynd? Goodfellas, Big Lebowski og Old School. Uppáhaldsbók? Les nú ekkert sérstaklega mikið, en mér fannst Lun- ar Park mjög góð. Uppáhalds-hljómsveit/tón- listarmaður? Stones, Bítlarnir, White stripes og fleira í þeim dúr. Uppáhaldsmatur? Maturinn hjá mömmu. Hvað gleður þig mest? Að vera í góðra vina hópi. Hvað fer mest í taug- arnar á þér? Leiðinlegt fólk. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst barn? Flugmaður. Mestu vonbrigðin á íþróttaferlinum? Að vinna ekki (slands- meistaratitilinn þetta eina ár sem eg spilaði með meistaraflokki KR Mesta afrek innan vallar? Ætli það sé ekki að tapa ekki leik í einhver 4-5 ár í yngri flokkunum. Svo var einnig gaman að setja 20 stig á móti North Carolina-há- skólanum. En utan vallar? Að útskrifast með BS í viðskipta- fræði. Hver er skrýtnasti liðsfélaginn? Steinar Kaldal. Uppáhaldslið í enska boltanum? Arsenal klárlega. Uppáhaldsiþróttamaður fyrr og síðar? Patrick Ewing. Tony Adams og Larry Bird koma þar á eftir. Ef þú þyrftir að skipta um íþrótt, hvað yrði fyrir valinu? Knattspyrnan, en að sjálfsögðu myndi ég ekki spila fyrir neitt annað félag en RC Collins. íslandsmeistaratitill eða 1. vinningur í lottói? Lottó. Hvaða persónu vild- irðu helst lokast inni í iyftu með? Sólmundi Hólm. Hvert mynd- irðu fara ef þú ættir timavél? Ætli maður myndi ekki freistast til að sjá hvernig fram- tíðin væri. Hvað myndi bíó- myndin um þig heita og hver ætti að leika Þig? Ég veit ekki hvað myndin ætti að heita en stórleikarinn og söngvarinn Friðrik Ragnarsson myndi leika mig í íslensku útgáfunni og bróðir hans, Antonio Bander- as, í þeirri bandarísku. Hver er tilgangur lífsins? Að njóta þess. Hver viltu að lokaspurn- ingin sé og hvernig myndirðu svara henni? Hver er uppáhalds staðurinn þinn? Laugar- nesið. Eiður Smári blæs á kjaftasögurnar ekki vera áfram á Englandi ■ Sagðist ekki vilja slá Chelsea út í úrslitum meistaradeildarinnar Eiður Smári Guð- johnsen gat hugsað s é r að leika með öðru liði á Englandi en Chelsea og var það stór ástæða fyrir því að hann ákvað að fara til Barcelona á Spáni. Þetta sagði hann í viðtali við sjónvarpsstöð Chelsea í vikunni. Barcelona greiddi átta milljónir punda fyrir íslenska landsliðsfyrirlið- ann sem valdi Katalóníuliðið fram yfir t.a.m. Real Madrid og Manchester United. Ber mikla virðingu fyrir Chelsea Því var haldið fram í ein- hverjum fjölmiðlum að Eiður hafi verið ósáttur við hvernig komið var fram við hann undir lokin hjá Chelsea og þá var greint frá því að draumur hans væri að slá Englandsmeistarana út í úrslitum meistaradeildarinnar. Eiður vís- aði þessu til föðurhúsanna í viðtal- inu og sagði það með öllu rangt að hann hefði einhverja ástæðu til að vilja ná sér niðri á félaginu. „Eg veit ekki hvort að það fór mikið fyrir þessum fréttum hér en þegar ég var á lslandi sá ég nokkrar greinar í fjölmiðlum þar sem því var haldið fram að ég ætti mér þann draum að slá Chelsea út úr meistaradeildinni. Það er alls ekki rétt,“ sagði Eiður. „Ég vil að það sé á hreinu að ég ber mikla virðingu fyrir Chelsea og ef ég hef sagt eitthvað sem fór fyrir brjóstið á fólki þá þykir mér það afar leitt,“ sagði hann enn fremur. Of sterk tengsl Þegar ljóst varð að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko væri á leið til Chelsea fóru fjölmiðlar að spyrða Eið við fjölmörg lið, ekki síst á Englandi, og var Manc- hester United nefnt sem sérstaklega lík- legur áfangastaður. Eiður sagði hins vegar að tengsl hans við Chelsea væru svo sterk að hann hefði átt erfitt með að leika fyrir annað félag í sömu deild. Eiður gekk til liðs við Chelsea frá Bolton fyrir fimm milljónir punda árið 2000. Hann varð tvöfaldur Englandsmeistari með þeim bláklæddu en á þessum sex árum lék hann 263 leiki og skoraði 78 mörk. Snoðaður Mourinho Silfurrefurinn Jose Mourinho tollir í tískunni og hefur látið snoðklippa sig. Þessi mynd var tekin af honum í Cobham i suðurhluta Eng- lands þar sem Chelsea er við æfingar um þessar mundir. Englandsmeistaramir undirbúa sig nú afmiklum móð fyrir timabilið sem hefst á Englandi eftir mánuð. Skeytin inn PSV Eindhoven hefur áhuga á að fá Hollendinginn Jan Krom- kamp frá Liverpool. Krom- kamp, sem er varnarmaður, gekk til hðs við Rauða herinn ffá Villarreal í janúar á þessu ári en hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í hðinu og aðeins verið sjö sinnum í byijun- arhðinu. „Við höfum sett okkur í samband við Liverpool og spurst fyrir um Kromkamp," sagði Rob Westerhof, stjómarformaður PSV. „Það er liins vegar ekkert komið á hreint ennþá. Við vitum ekki hvort við getum fengið hann lánaðan eða hvort við verðum að kaupa hann. Vonandi skýrist þetta fljótlega.“ Liverpool er við það að ganga fr á kaupum á Dirk Kuyt, leikmanni Feyeno- ord, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Kuyt hefur verið orðaður við fjöl- mörg hð í Evrópu eftir aðhafavakiðmikla athygh með vasklegri ff ammistöðu sinni í hohensku deUdinni, en samkvæmt breska dagblaðinu DaUy MaU verður hann orðinn leUonaður Liverpool í síðasta lagi á morgun. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, vúdi ekki kaupa hoUenska sóknarmanninn á 13,75 miUjónir punda eins og PSV hafði krafist en nú gæti farið svo að félagið fái hann fyrir rúmar 10 miUjónir, sökum ákvæðis í samningi hans. Newcastle hefur áhuga á að fá tíl sín Dean Ashton, sóknar- mann West Ham, og er tilbúið að greiða 10 miUjónir punda fyrir kappann. Glenn Roeder, stjóri Newc- astle,leitar logandi ljósi að eftirmanni Alans Shearer og hefur talað um Ashton sem góðan möguleUca. Enska úrvals- deUchn hefst eftir fimm vikur og eiga þeir röndóttu ekki úr mörgum kostum að velja í ffamlínunni. Enski landshðsmaðurinn Michael Owen verður sem kunnugt er ekkert með Newcastle fyrstu mánuðina vegna meiðsla og þá hefur Shola Ameobi einnig verið tæpur. Ashton, sem er 22 ára, gekk tU íiðs við West Ham frá Norwich fyrir 7,25 miUjónir punda á síðustu leiktíð og átti með þeim gott tímabU.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.