blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006 blaðið
Þekkingarþorstanum
svalað á Galapagos
Skjaldbaka Eyjarnar eru frægar fyrir fjölskrúðugt dýralíf
Tónlist
í farangrinum
Þessa dagana bruna margir út um
sveitir landsins með tjald (skottinu,
gott nesti og jafnvel nýja skó. Því er
tilvalið að mæla með nokkrum geisla-
diskum sem sóma sér vel í spilaranum
þegar ferðast er um landið.
Bright Eyes: l'm Wide Awake, It's
Morning
Pilturinn þessi kallar sig Brigth Eyes.
Hann er einstaklega Ijúfur þegar hann
tekur upp gítarinn og kveður Ijúfa
texta um ástir með sinni fögru röddu.
Réttu nafni heitir ungi maðurinn
Conor Mullen Oberst og þykir hann
um margt minna á Leonard Cohen og
Bob Dylan.
Martha Wainwright: Martha
Wainwright
Þessi stúlka á ekki langt að sækja
tónlistarhæfileikana. Hún er dóttir
Loudon Wainwright og Kate McGarr-
igle og systir Rufus Wainwright.
Martha er heillandi og Ijúf sem kanil-
snúður - ekki missa af henni.
Johnny Cash: At Folsom Prison
Gott amerískt kántrí á vel við þegar
haldið er í sveitaferð. Þar eru margir til
kallaðir en fáir útvaldir. Cash sjálfur er
án efa sá útvaldi.
Ástæðurnar fyrir því að fólk pakk-
ar niður í tösku og leggur land und-
ir fót geta verið margvíslegar. Sumir
vilja ekkert frekar en að flatmaga á
sólarströnd vikum saman meðan
aðrir vilja ganga á fjöll og fylgjast
með framandi dýrum. Svo eru enn
aðrir sem vilja gjarnan trítla um
söguslóðir og innbyrða menningu
framandi landa í stórum skömmt-
um.
Töluverð eftirspurn
Möguleikarnir eru nærri ótæm-
andi þegar kemur að því að skoða
heiminn. Ferðaskrifstofan Exit.is
- stúdentaferðir sérhæfir sig í því
að skipuleggja ferðir á framandi
slóðir. Það er engin ládeyða yfir
ferðunum og geta ferðamenn feng-
ið að sitja fíla og sigla niður flúðir
svo fátt eitt sé nefnt. Exit.is býðst
m.a. til að koma ferðalöngum til
Botswana, Kenya, Costa Rica og
Egyptalands. Einnig er boðið upp
á ferðir til eyjanna ótrúlegu Galapa-
gos þar sem Darwin sjálfur varði
löngum stundum við rannsóknir
á dýralífi. Galapagoseyjar eru eyja-
klasi í Austur-Kyrrahafi um tooo
kílómetra undan strönd Ekvador.
Um 13 stórar eyjar eru í klasanum
og margar minni. Galapagoseyjar
eru nefndar eftir hinum sérstöku
risaskjaldbökum sem lifa við eyjarn-
ar en Galápago er spænskt orð sem
þýðir einmitt skjaldbaka. Svava
Magnúsdóttir starfar hjá Exit.is.
„Það er töluverð eftirspurn eftir því
að ferðast á þessa staði. Galapagos
hefur fágætan sjarma, ótrúlegt dýra-
líf og ósnortin landsvæði. Mörgum
sem fara til S-Ameríku finnst þeir
ekki geta sleppt því að fara til Gal-
apagos fyrst þeir eru á annað borð
búnir að ferðast alla þessa leið og
kjósa að stoppa þar i stuttan tíma.“
Viðskiptavinir Exit.is geta valið
um fjögur erlend fyrirtæki til að
ferðast með en Exit.is sér um alla
skipulagningu. „Við bókum allt
fyrir viðskiptavini okkar og þeir
greiða ferðina að fullu hjá okkur.
Innskráningargjald hjá okkur er
10.000 krónur og svo sjáum við um
allar bókanir og skipulag. Yfirleitt
er fólk að ferðast í frekar litlum hóp-
um 8-15 manns og það fólk getur
verið hvaðanæva að úr heiminum,"
segir Svava.
Fólkáöllumaldri
„Það fólk sem kaupir ferðir af okk-
ur er á öllum aldri. Það er nokkuð
um það að ungt fólk sem er á milli
skóla skelli sér út að skoða heim-
inn en það er einnig fólk á besta
aldri sem sækir í ferðirnar."
Svava segir flesta ferðalangana
snúa ákaflega ánægða til baka. „Ég
hef ekki heyrt neitt nema góðar
sögur af þessum framandi slóðum
og fólk er ánægt með þessa reynslu.
Inn á heimasíðunni okkar, www.ex-
it.is, má finna fjölmörg ferðablogg
þar sem fólk segir frá ferðalögum
sínum og birtir myndir.“
Exit.is býður upp á sérstakar
brúðkaupsferðir þar sem íburður-
inn er örlítið meiri en í hinum hefð-
bundnu ferðum. Ljóst er að nýgift
pör sækja ekki bara í afslöppun
og notalegheit heldur eru þau líka
í ævintýraleit og segir Svava það
bara vera af hinu góða að úrvalið
sé fjölbreytt.
Tískusveiflur eiga sér stað í ferða-
lögum líkt og öllu öðru. „S- og
M-Ameríka hafa verið ákaflega vin-
sælar undanfarið. Síberíuhraðlest-
in, þar sem ferðast er frá Mosku til
Peking, vekur einnig alltaf áhuga.
Fólk fer mikið í langar ferðir sem
taka marga mánuði. Það eru krakk-
ar úti á okkar vegum núna sem hafa
verið á faraldsfæti síðan í haust.“
Á lista Exit.is yfir áfangastaði
má m.a. finna staði þar sem pólit-
iskt ástand verður að teljast frekar
óstöðugt, eins og t.d. Sri Lanka þar
sem Thamil Tígrar hafa farið mik-
inn að undanförnu.
Svava segir þó að ekkert sé að
óttast í því sambandi þar sem ferða-
skrifstofurnar sem þau skipta við
séu mjög ábyrgar. „Þessi fyrirtæki
sem við skiptum við fylgjast vel
með öllum aðstæðum, tefla aldrei
í tvísýnu og hugsa vel um sitt fólk.
Ef ástandið er óstöðugt þá er bara
hætt við og aldrei anað út í óvissu.“
Svava segist ekki enn sjálf hafa
farið í ferð á þessar framandi slóð-
ir. „Ég ferðast alltaf með fólkinu í
huganum því við erum í svo miklu
sambandi við viðskiptavinina. Okk-
ur finnst alltaf gaman að heyra í
þeim þegar þeir snúa til baka, sjá
myndir og hlusta á ferðasögur. Von-
andi kemur þó að því einn daginn
að ég fer sjálf út í langa ferð,“ segir
Svava að lokum.
Undan strönd Ekvador Galapagos eru eyjaklasi í Austur-Kyrrahafi
,-(W m ei
vaí:
.r
Mauheiu
Ccwtvcu
.. ■■
... 11r,....................,
'FeraMdin* - B- ' . , >
—
% ( Pintón ryf*'
v • / Sj,"íT:sí>--
/•■■—■- m-MS v L- <k
’ 1 c vk..l a C - M
irfa í
UspafioU
HENDU
BAÐAR
TfTK
Nú getur þú hringt og svarað
símtölum með GPS tækinu!
www.rs.
Garmin niivi 360
Það er vit í Garmin nuvi sem ferðafélaga. Garmin núvi er GPS leiðsögutæki með korti af allri
Evrópu, með stórum skjá en fer vel (vasa. Tækið inniheldur m.a. MP3 spilara, Ijósmyndarýni,
reiknivél, gengisreikni, heimsklukku, orðabók, ferðahandbók og
einingabreyti. Tækið er einnig með Bluetooth þannig að það nýtist
sem handfrjáls búnaður við GSM í bílnum.
étOflRMIN. 0 Bluetooth 'áktc VÉLA3AU1N
©radiomidun
R.SIGMUNDSSON
Umboðsmenn I Akureyri: Haftækni • Blönduós: Krákur • Egilsstaðir: Bilanaust • Grundarfjörður: Mareind • ísafjörðun Bensínstööin Reyöarfjöröur: Veiöiflugan Selfoss: Hársnyrtistofa Leifs
Vestmannaeyjar: Geisli • Reykjavfk: Arctic Trucks, Bílanaust, Elko, Everest, Glsli Jónsson, Hlaö, Intersport, Stormur, Toyota aukahlutir, Útillf, Vesturröst, Yamaha • Fríhöfnin
ÁNANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVÍK | SÍMI 520 0000 | www.garmin.is