blaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 19
blaðið FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2006
SAGA I 19
Rita trúði eiginmanni
sínum númer tvö, Orson
Welles, fyrir því að faðir
hennar hefði margoft
haft samfarir við hana
og barið hana þegar hún
var barn og unglingur.
„Hann var hræðilegur
maður og hún hataði
hann,“ sagði Welles.
Þegar hún var heima við gekk hún
fram og aftur tímunum saman,
neri saman höndunum og talaði við
sjálfa sig á óskiljanlegu máli. Fjöl-
miðlar komust ekki hjá því að heyra
að stjarnan fyrrverandi væri vægast
sagt orðin einkennileg í háttum.
Þeir fundu enga aðra skýringu en
þá að Rita væri orðin drykkjusjúk-
lingur og þeir sem þekktu Ritu
voru margir á sama máli. Það var
ekki fyrr en árið 1980 sem hún var
greind með alzheimer. Síðustu árin
var hún jafn ósjálfbjarga og unga-
barn og var í umsjá dóttur sinnar,
Yasmin. Rita Hayworth lést árið
1987,68 ára gömul.
Rita Hayworth
• Veggspjald af Ritu gegndi
allnokkru hlutverki í söguþræð-
inum í smásögu Stephen King,
Rita Hayworth and Shawshank
Redemption og seinna í hinni
vinsælu kvikmynd, Shawshank
Redemption, sem gerð var eftir
sögunni þar sem Morgan Free-
man og Tim Robbins fóru með
aðalhlutverk.
• Árið 1999 lenti Rita í 19. sæti á
lista bandarísku kvikmyndaaka-
demíunnar yfir 25 mestu kven-
kynsstórsjörnur sögunnar.
• Madonna nefnir Ritu í lagi
sínu Vogue og syngur um andlit
hennar sem hún segir vera
fallegt.
• joseph L Mankiewicz, sem
leikstýrði og skrifaði handritið
að The Barefoot Contessa, þar
sem Ava Gardner fór með aðal-
hlutverkið, er sagður hafa byggt
aðalkvenhetju sína Mariu Vargas
á ævi Ritu og hjónabandi hennar
og Ali Khan.
É' lÉ ^
'
/öeÆTTs ^
GEFUR LÍFINU
EPLABRAGÐ!