blaðið - 01.08.2006, Síða 4
4IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaöið
Fíkniefnamisferli:
Með dóp
í bílnum
Fimm menn þurftu að gista
fangageymslur lögreglunnar í
Keflavík grunaðir um fíkniefn-
amisferli á sunnudagsmorgun.
Fíkniefnin fundust í bíl þeirra og
er talið að um örvandi efni sé að
ræða. Ekki liggja fyrir upplýs-
ingar um magn efnanna. Allir
mennirnir eru góðkunningjar
lögreglunnar.
Grundarfjörður:
Vel heppnuð
bæjarhátíð
Hátíðin „Á góðri stundu" sem
haldin var á Grundarfirði um
helgina heppnaðist vel en hún
var haldin í níunda sinn í ár. Á
milli tvö og þrjú þúsund manns
mættu á svæðið og skemmtu
sér við fjölbreytt skemmtiatriði.
Nokkur rigning var á föstudag-
inn og laugardaginn en svo
stytti upp auk þess sem lund
gesta batnaði. Kom þetta fram á
skessuhorni.is.
Innbrot:
Skóþjófar
í Keflavík
Tveir menn voru staðnir að
verki við innbrot
í íþróttaverslun í
Keflavík aðfaranótt
sunnudags. Menn-
irnir eru grunaðir
um að hafa brotið
rúðu á útsýnisglugga
til þess að komast inn. Þeir
játuðu að hafa tekið skópör
ófrjálsri hendi en neita að hafa
brotið rúðuna og brotist inn.
Málið er í rannsókn.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands:
„Tími gleði og árangurs"
■ Öðruvísi vegferð ■ Nýtir embættið þjóðinni til gagns ■ Fjölmiðlalögin erfið ákvörðun
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladld.net
„Ef einhver hefði setið með mér fyrir
tíu árum og lýst þeim tíma sem
framundan væri þá hefði ég talið
það vera fjarstæðukennda spádóma.
Það sannar kannski enn á ný að eng-
inn veit sína ævi fyrr en öll er,“ segir
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís-
lands. í dag eru liðin tíu ár frá því að
hann tók formlega við embætti for-
seta íslands. Ólafur segist ekki vera
búinn að gera það upp við sig hvort
hann bjóði sig fram aftur að tveimur
árum liðnum.
Viðburðaríkur tími
„Mér hefur þótt það einna mikil-
vægast í mínu starfi sem forseti að
hafa haft tækifæri til þess að stuðla
að árangri íslendinga á svo mörgum
sviðum. Að fá að leggja lið í þeirri
allsherjar útrás sem hefur einkennt
íslenskt samfélag á undanförnum
árum,“ segir Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands. Ólafur segir
þau tíu ár sem liðin eru frá því að
hann tók við embætti hafa verið við-
burðaríkur tími. „Þetta hefur verið
tími gleði og árangurs. En líka tími
sorgar og erfiðleika. Það er margt
sem leitar á hugann við þessi tíma-
mót. Þessi vegferð hefur á margan
hátt verið öðruvísi en við væntum í
upphafi. Það eru bæði persónulegar
ástæður sem og aðrar. Erfiðleikar
sem við fórum í gegnum við veikindi
Guðrúnar Katrínar og andlát hennar.
Síðan samband okkar Dorrit og til-
koma hennar og fjölmargt annað.“
Ólafur segir í embætti sínu hafi
hann lagt áherslu á að auka virkni
forsetaembættisins á alþjóðavett-
vangi. „f tíð Vigdísar hófst aukin
virkni forsetaembættisins á alþjóða-
vettvangi. Sú þróun hefur haldið
áfram af miklum krafti í minni tíð.
Ég hef reynt á virkan hátt að nýta
kostí forsetaembættisins þjóðinni
til gagns og ég hef sannfærst um
að embættið er afar mikilvægt tæki
fyrir fslendinga í hinu alþjóðlega
samkeppnisumhverfi."
Ekki gert upp hug sinn
Eitt það mál sem vakið hefur hvað
mesta athygii í forsetatíð Ólafs var
þegar hann neitaði að skrifa undir
fjölmiðlalögin árið 2004. Ólafur
segist enn vera fullviss um að sú
ákvörðun hafi verið rétt. Hann segir
þó að pólitískur bakgrunnur sinn
hafi gert þessa ákvörðun erfiðari.
„Ég er enn sannfærðari í dag en þá
að ég tók rétta ákvörðun. Á vissan
hátt var kannski erfiðara fyrir mig
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands Segist ekki
vera búinn aö gera upp hug
sinn hvort hann bjóöi sig
fram aftur. BMmeinarHugi
II lk
að taka þessa ákvörðun vegna þess
að ég kom af vettvangi stjórnmál-
anna. Ég gerði mér grein fyrir því
að ég yrði kannski sakaður um
það að vera með einhver annarleg
og jafnvel flokkspólitísk sjónarmið
í slíkri ákvörðun. Að því leyti má
segja að bakgrunnur minn hafi
gert mér erfiðara fyrir vegna þess
að það var auðveldara að ráðast á
mig. Á hinn bóginn hafði reynsla
mín afvettvangi þjóðmála gefið mér
djúpstæðari sannfæringu fyrir því
hve nauðsynlegt væri að um skipan
fjölmiðla væri víðtæk þjóðarsátt og
frelsi þeirra væri ekki hindrað með
valdbeitingu og þvingunum því
slíkt gæti haft mjög alvarlegar afleið-
ingar fyrir eðli okkar lýðræðis og
stjórnskipan.“
Þá segist Ólafur ekki enn hafa gert
upp hug sinn hvort hann muni bjóða
sig fram aftur eftir tvö ár. „Ég hef
ekki tekið neina ákvörðun um það.
Það er í einlægni sagt. Það byggist
á þeirri lífsreynslu sem þessi tíu ár
hafa fært mér að það er hægt að vera
með alls konar áætlanir og áform og
svo breytist allt á einni klukkustund
eða einni morgunstund. Það kenndi
reynslan mér þegar við fengum til-
kynningu um veikindi Guðrúnar
Katrínar einn laugardagsmorguninn
og það breytti öllum okkar áformum
og lífi. Svo að ég hef einsett mér að
taka þá spurningu til umfjöllunar
með sjálfum mér, okkur Dorrit, og
fjölskyldunni einhvern tímann á
seinni hluta næsta árs. “
I
I
I
I
l
I
I
Gúmmívinnustofan
SMDírasjFddGsDs
Öryggi bílsins byggist
á góðum hjólbörðum
• Polar rafgeymaþjónusta
• Rafgeymar fyrir fellihýsi
og mótorhjól
• Frí ísetning og mæling
2
Michelin dekkar allt
Gúmmívinnustofan - SP dekk • Skipholti 35,105 RVK
sími 553 1055 • www.gummivinnustofan.is
Tekjublað Frjálsrar verslunar:
Ríflega 500 þéna milljón
eða meira á mánuði
Um 500 manns eru með milljón á
mánuði eða meira í laun samkvæmt
tekjublaði Frjálsrar verslunar sem
kom út í gær. Þar af eru 57 konur.
Tekjuhæsti einstaklingurinn í sam-
antektinni er Hreiðar Már Sigurðs-
son, forstjóri KB banka, með 22,5
milljónir í tekjur á mánuði. Launa-
hæsta konan, Ragnhildur Geirs-
dóttir, fyrrverandi forstjóri hjá FL
Group var með 7,3 milljónir á mán-
uði samkvæmt úttektinni.
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, er launahæstur á meðal
( wá Tekjuhæstur
allra með 22,5
I < • milljónir á
■ m.. .. ÍL: mánuði.
dÉfit/ íÆ Hroiðar Már
Slgurðsson forstjóri KB banka
stjórnmála- og embættismanna með
1,7 milljónir en næstur á eftir honum
er nýliðinn á stjórnarheimilinu, Jón
Sigurðsson ráðherra og fyrrverandi
Seðlabankastjóri en hann var með
x,2 milljónir í mánaðarlaun á síðasta
ári. Vigdis Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti er í þriðja sæti listans,
einnig með 1,2 milljónir. Lægstur á
meðal tilgreindra stjórnmálamanna
er Guðjón Ólafur Jónsson alþingis-
maður en hann hafði 357 þúsund
krónur í tekjur á mánuði.
Læknar eru fyrirferðamiklir á list-
anum eins og oft áður og alls eru 121
læknir með milljón eða meira í laun.
Það er Júlíus Valsson gigtarlæknir
sem trónir á toppnum í læknastétt
með 2,3 milljónir á mánuði.
1