blaðið

Ulloq

blaðið - 01.08.2006, Qupperneq 10

blaðið - 01.08.2006, Qupperneq 10
10 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaAÍA Rússland: Mikil olía lak út Yfirvöld í Moskvu tilkynntu í gær um stórfelldan olíuleka í Bry- ansk-héraði sem er við landamæri Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rúss- lands í. Lekinn kom upp í einni stærstu olíuleiðslu Rússlands á laugardag en í gegnum hana renna 1,2 milljónir fata sem fara til Austur- og Mið-Evrópu á degi hverjum. Ekki er enn vitað hvort að lekinn muni hafa áhrif á útflutn- ing á olíu til álfunnar. Misvísandi fregnir berast af lekanum. Rússnesk stjórnvöld segja hann mikinn og alvarlegan á meðan að talsmenn fyrirtæk- isins sem á leiðsluna segja hann minniháttar. Að sögn talsmanns orkumála- ráðuneytis Rússlands dreifðist ol- ían um 10 ferkílómetra svæði og óttast er að hún hafi mengað grunn- vatnsból. Orkumálaráðuneytið telur að lífríki svæðisins stafi mikil ógn vegna afleiðinga lekans. Rússneskar olíuleiðslur Tals- menn Transneft gera lítið úr fréttum um olíulekann Þrátt fyrir áhyggjur yfirvalda dró talsmaður ríkisfyrirtækisins OAO Transneft, sem á og rekur ol- íuleiðslur Rússlands, úr fréttunum í gær. Hann sagði að olían hafi dreifst um mun minna landsvæði en yfirvöld halda fram og að starfs- menn fyrirtækisins hafi lokið við að hreinsa lekann upp. Nikótínlyf: Hækka um allt að fjórðung Verð nikótínlyfja hefur hækkað mikið á þessu ári samkvæmt verð- könnun sem Neytendasamtökin gerðu í síðustu viku og birtu í gær. Þá hefur dregið úr verðmuni milli apóteka þar sem verðið í því apó- teki sem er ódýrast hefur hækkað mest en minnst er hækkunin hjá því apó- teki sem er dýrast. Nikótínlyfjaverð hefur hækkað um tæpan fjórð- ung að meðaltali í Apótekinu en er þrátt fyrir það sex prósentum ódýrara en í Lyfjum og heilsu þar sem verðið er hæst. Hækkun nikótín- lyfja er þó minnst í Lyfjum og heilsu á árinu, um 17 prósent. nícorette cotetteB NICORETTE lSmg/T6h . Voruvm/cuJ taka/ucpp vyýjar vórur frá/ Vcuníty faXr oyy Lcuuuma/ frábcer verð otytyceðv ■ Pev^óvuAleg' pjónuátcv Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 www.ynja.is Útsölustaðir: Esar Húsavík Dalakjör Búðardal Miðausturlönd ■ Alþjóðlegt herlið á að styðja við bakið á Líbönum ■ ísraelar boða hertaKaðgerðir gegn Hizballah Nöturleg aðkoma Líbanskir hermenn og óbreyttir borgarar leita að fórnarlömbum í húsarúst 1 Qana Mótmæli Iranskar konur skreyttu sig með eftirlíkingum af sjálfsmorðsprengj- um í Teheran í gær og mótmæltu hernaðaraðgerðum Israela í Líbanon Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, segistsannfærð um að samstaða sé að myndast meðal helstu ríkja heims um hvernig megi binda enda á átökin milli fsraela og vígamanna Hizballah. Hún lét þessi orð falla áður en hún hélt til Banda- ríkjanna eftir að hafa fundað með ráðamönnum í ísrael í gær. Utanríkisráðherrann mun leggja fram tillögur að lausn málsins fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í þessari viku og segir það geta orðið til þess að skapa varanlegan frið á svæðinu. Vill varanlega lausn Rice segir að með því að leggja fram drögin nú geti aðildarríki öryggisráðs- ins látið af deilum um tímasetningu vopnahlés og einbeitt sér þess í stað að lausn sjálfrar deilunnar. Þrátt fyrir hin hörðu viðbrögð alþjóðasamfé- lagsins vegna loftárásarinnar á Qana á sunnudag og æ háværari kröfur helstu ríkja heims um umsvifalaust vopnahlé neita ísraelar að fallast á slíkt. Bandaríkjamenn eru ekki reiðu- búnir til þess að þrýsta á stefnubreyt- ingu stjórnvalda í Tel Avív en leita þess í stað að varanlegri lausn deil- unnar á vettvangi öryggisráðsins. Ríkisstjórn fsrael féllst á það á sunnudag að láta af loftárásum í 48 stundir meðan rannsókn á hinni mannskæðu árás á þorpið Qana í suðurhluta Líbanons fer fram en að minnsta kosti 54 létust í árásinni á sunnudag og var meirihluti fórnar- lambanna börn og konur, héldu þeir loftárásum áfram í gær en ráðamenn höfðu slegið þann varnagla að þeir myndu grípa til árása gæti það komið í veg fyrir eldflaugaárasir. Vigamenn Hizballah svöruðu fyrir sig með eldflaugaárásum. Vopnahlé og friðargæsla Að sögn Rice byggist mögulegt sam- komulag umlausn deilunnar áþremur stoðum. f fyrsta lagi vopnahlé, í öðru lagi á umræðum um hvernig megi forðast að það skerist aftur í odda á milli ísraels og Hizballah og í þriðja lagi á að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent til Líbanon og aðstoði her landsins og ríkisstjórn að ná fullum tökum á stjórn þess. Þriðja atriðið felur meðal annars í sér að komið verður í veg fyrir stuðning Sýrlands og írans við vígamenn Hizballah í Líbanon. En þrátt fyrir að Rice sé sannfærð um að samkomulagið verði til þess að tryggja varanlegan frið er enn deilt um hvort að umsvifalaust vopnahlé sé forsenda þess að það nái fram að ganga. Einnig telja margir að ómögulegt sé að leysa deiluna án þess að Sýrlendingar og íranar komi að málum. Flestir bandamenn Banda- ríkjanna eru á þeirri skoðun að átök- unum verði að linna strax. Aðeins þá verði hægt að vinna að langtímalausn deilunnar. Líkurnar á því minnkuðu verulega í gær þegar Amir Peretz, varnarmálaráðherra fsraels, lýsti þvi yfir í gær að stjórnvöld myndu halda áfram aðgerðum gegn Hizballah og þær yrðu hertar á næstunni. Hátt- settir menn innan hersins hafa látið hafa eftir sér að það taki ísraelska her- inn vikur frekar en daga að ná fram markmiðum hernaðaraðgerðanna. Það kann að vera að áframhaldandi hernaður muni gera Bandaríkja- mönnum enn erfiðara fyrir að ná fram sátt um lausn deilunnar á vett- vangi öryggisráðsins. Sífellt umdeildari aðgerðir Aðgerðir fsraelsmanna verða um- deildari með hverjum deginum sem líður og fjölmörg ríki heims hafa lýst yfir vanþóknun sinni á sprengjuárás- inni á Qana. Hún þykir minna um margt á árás ísraelsmanna á sama stað árið 1996. Þá létust um 100 Líb- anar sem höfðu leitað skjóls í stöðvum Sameinuðu þjóðanna og vakti árásin hörð viðbrögð meðal alþjóðasamfé- lagsins. Yfirvöld í Líbanon segja að um 750 manns hafi fallið í landinu frá því að átökin hófust. Meirihluti þeirra eru óbreyttir borgarar. Um fimmtíu manns hafa fallið í ísrael, þar á meðal átján óbreyttir borgarar.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.