blaðið - 01.08.2006, Page 18
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 blaðiö
medela
Harmony"
Handdæla
li
ÝM
Örvar fyrst og mjólkar svo www.ymusJs
UNGBARNARÓLUR
HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ ÚRVAL AF UNGBARNARÓLUM
18 I BÖRN
Holl og góð næring
börnum nauðsyn
Holl og góð næring eröllum börnum nauðsynleg þarsem líkami þeirra er
að stækka og þroskast. Góðar matarvenjur hefjast snemma á lífsleiðinni
og er um að gera að halda hollum mat að börnunum.
Hvað er barnið að borða?
Rannsóknir sýna að börn borða
alltof mikið af hvítu brauði, kexi og
kökum, flögum, súkkulaði og gos-
drykkjum. Þetta á við um íslensk
börn eins og svo mörg önnur þó
að skortur á almennilegum mat sé
ekki vandamálið. Mikið hefur ver-
ið talað um að börn á íslandi séu
að verða of feit en það stafar bæði
af lélegu mataræði og lítilli hreyf-
ingu og því þurfa foreldrar að grípa
í taumana.
Af hverju er góð næring mikilvæg?
Þó svo að vart sé hægt að tala um
næringarskort hjá ungviðinu þá er
staðreynd að börn eru ekki að fá
öll þau næringarefni sem þau þarfn-
ast. Inntaka steinefna eins og sinks,
járns, kalks og magnesíum er í lág-
marki.
Ástæðan er meðal annars lítil
fjölbreytni i mataræðinu og mikil
ásókn í sykur gerir það að verkum
að hollustan verður minni fyrir vik-
ið. Þetta ásamt hreyfingarleysi eyk-
ur líkurnar á offitu, beinþynningu,
hjartasjúkdómum og sykursýki
seinna á lífsleiðinni og eins hefur
lélegt mataræði áhrif á einbeitingu
sem getur komið niður á námsgetu.
Breytingar á mataræðinu
Litlar breytingar geta gert gæfu-
muninn og hér koma nokkrar
ábendingar:
Sjáið til þess að barnið borði al-
mennilegan morgunmat og forðist
að kaupa morgunkorn sem inniheld-
ur sykur.
Kaupið frekar gróft brauð en fínt
og hreina ávaxatasafa frekar en syk-
ursull.
Útbúið fjölbreytt og næringarríkt
nesti og leyfið börnunum að taka
þátt í að útbúa það.
Ekki kaupa gosdrykki nema fyrir
sérstök tilefni. Hvetjið frekar barn-
ið til þess að fá sér vatnsglas. í stað-
inn fyrir snakk eins og kartöfluflög-
ur má útbúa eitthvað hollt og gott
sem hægt er að fá sér á milli mála og
spillir ekki matarlystinni. T.d. hnet-
ur, rúsínur og þurrkaðir ávextir.
Unglingarnir
Erfiðara getur verið að fylgjast
með mataræði unglinganna þar
sem þeir eru gjarnan minna inn á
heimilinu en yngri börnin og eru
farnir að ráða sér meira sjálfir. Stað-
reyndin er hins vegar sú að matar-
æði unglinganna er eitt hið versta ef
miðað er við aðra aldurshópa. Þeir
sækja mikið í snakk, gosdrykki og
sælgæti ásamt skyndibitamat. Ung-
lingar þurfa mjög næringarríka
fæðu þar sem mikið er að gerast í
líkama þeirra. Eins eru margir sem
hætta að hreyfa sig á þessum aldri
sem gerir illt verra.
Vertu góð fyrirmynd
Foreldrar og forráðamenn ættu
að huga að mataræði sínu og vera
barninu góð fyrirmynd. Það er um
að gera að afla sér grunnþekkingar
á næringarfræðinni og fræða barn-
ið um líkamann og þær breytingar
sem eiga sér stað í honum. Útskýrið
fyrir börnunum af hverju líkaminn
þarfnast góðrar næringar og leggið
línurnar á degi hverjum.
Hvetjið fjölskylduna til þess að
taka upp heilbrigðari lifnaðarhætti.
Borðið saman við hvert tækifæri
og spjallið um daginn og veginn
en rannsóknir benda til þess að
almennilegt borðhald þar sem fjöl-
skyldan sest niður saman og gefur
sér tíma til að matast leiði til betri
matarvenja.
(H
Tileinkað mjólkandi
mæðrum
Hjól fyriryngstu börnin
MÍKLU ÚRVAU
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sfmi 5870600,
www.tomstundahusld.is
omsTumm
Á Laugavegi 51 er verslunin Fat
boy til húsa en þar er að finna
skemmtilegar vörur fyrir alla ald-
urshópa. Nýverið kom sending af
flottum þríhjólum fyrir börn frá 9
mánaða til 3 ára þannig að þau geta
farið að spreyta sig ansi snemma.
„Hjólin eru miög þægileg og örugg“
segir Dabbý Árnadóttir hjá Fat boy.
„Þau eru tvílit og koma í bleiku og
gráu og grænu og bláu. Þetta er
mjög sniðugt fyrir þau allra yngstu
þar sem börnin geta farið að æfa
sig í jafnvægislistinni og þetta frí-
ar líka foreldrana frá því að þurfa
að bogra yfir börnunum á meðan
þau æfa sig á hjólinu". Kosturinn
við hjólið er sá að það kemur búið
ýmsum aukahlutum sem gerir það
að verkum að barnið getur farið að
nota það mjög snemma. Utan um
barnið er öryggisgrind og því er
ekki hætta á að það velti úr og eins
er grind fyrir fæturna. „Hjólið er
auðvitað með stýri líka sem barnið
getur tekið um þegar það er komið
með þroska til þess og hið sama
má segja um pedalana. Á hjólinu
er líka handfang þannig að foreldr-
arnir geta ýtt barninu áfram“ seg-
ir Dabbý. „Þegar barnið er orðið
nógu gamalt er svo hægt að taka
alla fylgihluti af og þá er þetta bara
hefðbundið þríhjól sem barnið get-
ur notað að vild“ segir Dabbý Árna-
dóttir hjá versluninni Fat boy.