blaðið - 01.08.2006, Side 37

blaðið - 01.08.2006, Side 37
Afmælisbörn dagsins HERMAN MELVILLE RITHÖFUNDUR, 1819 Menn eru sólgnari í peninga en menningu og samt veltur nam- ingjan meira á því hvað við höfum í höfðinu en í vösunum. Arthur Schopenhauer blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 kolbrun@bladid.net Kvikmynd um Bronte systur Til stendur að gera kvikmynd um Bronte systumar frægu og bróður þeirra Branwell. Kvik- myndun hefst að öllum líkindum á Englandi í októbermánuði. Þegar hefur verið ráðið í aðal- hlutverkin. Michelle Williams, sem lék í Brokeback Mountain, fer með hlutverk Charlotte Bronte, Nathalie Press leikur Emily Bronte og hin nýsjálenska Emily Barclay leikur Önnu. Jon- athan Rhys Meyers leikur hinn drykkjusjúka Branwell Bronte og Ben Chaplin leikur Arthur Bell Nicholls sem kvæntist Charlotte níu mánuðum fyrir dauða hennar. Systkinin dóu öll á besta aldri, Branwell lést 31 árs, Emily var þrítug, Anne tuttugu og níu ára og Charlotte lést þremur vikum fyrir þrítugasta og níunda afmælisdag sinn. Tvær systur þeirra, María og Elísabet, létust á ungra aldri í heimavistar- skóla. Charlotte, Emily og Anne skrifuðu skáldsögur og þær þekktustu eru Jane Eyre eftir Charlotte og Fýkur yfir hæðir sem var eina skáldsaga Emily. Deilt um Hem- ingway ketti Óvenjuleg deila er risin upp vegna katta sem eru afkom- endur gæludýrs sem Ernest Hemingway átti. Hemingway bjó um tíma í Kay West í Flórída og skrifaði þar meðal annars skáldsögurnar To Have and Have Not og For Whom the Bell Tolls. Hús hans er nú orðið að safni og þangað koma hundr- uðir þúsunda manna ár hvert og borga aðgangseyri. Á safn- inu hafast við tæplega fimmtíu kettir. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna vill nú sekta safn- eigendur fyrir að sýna kettina án tilskilins leyfis. Eigendurnir halda því hins vegar fram að gestir borgi til að sjá húsið en ekki kettina. Kettirnir heita flestir í höfuðið á þekktum lista- mönnum. Þannig munu Pablo Picasso og Simone de Beauvoir vera meðal þeirra katta sem búsetu hafa í húsinu. Leiðsögu- maður sem leiðir gesti um húsið segir kettina njóta gríðarlegra vinsælda meðal gesta. „Þeir eru einstakir. Hver og einn hefur sinn eigin perónuleika og þeir eru einstaklega sjálfstæðir," segirhann. Mynd/Eggert Kvintett Ragnheiðar Gröndal Frelsiö í djassinum vintett Ragnheiðar Gröndal heldur tón- leika á Café Rósenberg í kvöld, þriðjudaginn í. ágúst kl. 22:00. Á efn- iskránni eru létt djass- og blúslög í útsetningum hljómsveitarinnar. Ragnheiður, sem er tuttugu og tveggja ára gömul, er í hópi þekkt- ustu söngkvenna landsins. Segja má að söngferillinn hafi hafist þeg- ar hún tók þátt í söngkeppni Samfés árið 2000 þegar hún var að útskrif- ast úr grunnskóla. „Eftir það komu tækifærin smám saman hvert á fætur öðru,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvernig henni líki að vera orðin fræg rúmlega tvítug er svarið: ,Það er dálítið kjánalegt að tala um frægð í litlu landi þar sem xo pró- sent íbúa er þekktur. Ég er þakklát fyrir þau tækifæri sem ég hef fengið og það skemmtilegasta sem ég geri er að syngja. Stundum fer ég að ef- ast um sjálfan mig þegar ég er uppi á sviði en það gerist æ sjaldnar eftir því sem ég öðlast meiri reynslu. Yfir- leitt er ég ekki stressuð, ég hef þörf fyrir að tjá mig.“ Auðveldur söngstíll Á tónleikunum i kvöld syngur Ragnheiður djass og blúslög. „Það er visst frelsi í djassinum því hann snýst svo mikið um spuna. Djass er sá söngstíll sem mér finnst auð- veldastur enda ólst ég upp við hann. Bróðir minn Haukur fór tólf ára gamall að hlusta á djass og keypti handa mér djassplötur þegar ég var tíu ára með djasssöngkonum eins og Ella Fitzgerald, Billie Holiday og Nancy Wilson. Ég drakk tónlistina í mig, hermdi eftir söngkonunum og gleymdi mér í þessum heimi. Þetta er minn bakgrunnur. Ég kvíði ekki fyrir þessum tónleikum, þetta er bara gaman, auðvelt og þægilegt. Svo er tenging inn í þessa gömlu tón- list með gítarleikaranum okkar sem er Jón Páll Bjarnason sem er goð- sögn í djasslífi á íslandi, stórkost- legur gítarleikari. Hann ólst upp á þeim tíma þegar djasstónlist var eins og dægurtónlist. Það er gaman að flytja þessa tónlist með honum.“ Kvintett á ferð um landið Jón Páll lék inn á fyrstu sólóplötu Ragnheiðar sem kom út þegar hún var sextán ára gömul. Ég hringdi í hann þegar ég var sextán ára og bað hann um að spila með mér. Síðan höfum við verið vinir. Hann er læri- faðir minn, ég hef lært margt af hon- um, segir hún.“ Bróðir Ragnheiðar, Haukur, spilar á saxófón í hljómsveitinni, Morten Lundsby er bassaleikari og trymbill- inn Erik Qvick er einnig meðlimur í hljómsveitinni. Tónleikarnir eru liður í stuttri tónleikaferð hljómsveitarinnar. „Mér finnst mjög gaman að halda tónleika úti á landi. Við verðum á Mývatni um helgina og það er uppá- haldsstaður minn á landinu,“ segir Ragnheiður. „Þangað hef ég farið með hljómsveitum síðustu árin og það er alltaf jafn gaman." Ragnheiður Gröndal. „Það er visst frelsi í djassinum því hann snýst svo mikið um spuna. Djass er sá söngstill sem mér finnst auðveld- astur enda ólst ég upp við hann.“ Kvintett Ragnheiðar Gröndal held- ur tónleika á eftirfarandi stöðum: 1. ágúst Café Rósenberg, Reykjavík kl. 22:00 3. ágúst Listasumar á Akureyri, kl. 21:30 4. ágúst Gamli Bærinn, Hótel Reynhlíð, Mývatn, kl. 22:00 ö.ágúst Gamli Bærínn, Hótel Reynhlíð, Mývatn, kl. 22:00 6.ágúst Fossatún, Borgarnesi, kl. 21:00 menningarmolinn Síðasta dagbókar- færsla Önnu Frank Á þessum degi árið 1944 skrifaði hin hollenska Anna Frank í siðasta sinn i dagbók sína. Anna fékk dag- bókina í afmælisgjöf þegar hún varð þrettán ára og þar skrifaði hún um líf sitt frá 12. júní 1942 til 1. ág- úst 1944. Dagbókarfærslur hennar gefa innsýn inn í huga stúlku sem býr yfir miklum andlegum þroska, er viðkvæm og sérlega næm á um- hverfi sitt. Fjölskylda önnu fór í felur undan nasistum í júlímánuði 1942. Eftir tvö ár í felum var sagt til fjölskyldunnar sem var handtekin og flutt í útrým- ingarbúðir. Anna lést í úr taugaveiki í mars 1945. Faðir hennar, Ottó, var eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifði helförina af. Hann fann dag- bók dóttur sinnar og kom henni til útgáfu. Dagbókin hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og er ein rnest lesna bók f heimi. Anna Frank er eitt frægasta fórnarlamb helfararinnar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.