blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 7
blaðið FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006
FRÉTTIR I 7
Átökin halda áfram í Líbanon:
Barist 15 kílómetra frá Sýrlandi
■ Sameinuðu þjóðirnar rannsaka stríðsglæpi ■ 200 flugskeytum skotið á ísrael
Bardagar héldu áfram í gær milli
israelskrahermanna ogliðsmanna Hiz-
ballah í Líbanon. Israelar tóku fimm
grunaða liðsmenn Hizballah fasta í
borginni Baalbek sem er í austurhluta
Líbanon. Borgin er talið vera eitt sterk-
asta vígi Hizballah-liða í Líbanon og er
í um fimmtán kílómetra fjarlægð frá
Sýrlandi. Þessar ákveðnu hernaðarað-
gerður ísraelshers voru mun norðar í
Líbanon en ísraelsher hefur farið til
þessa í árásum sínum á Hizballah.
Hizballah-liðar skutu tvö hundruð
flugskeytum á norðurhluta Israel í
gær með þeim afleiðingum að einn
lét lífið og á annað hundrað þurftu á
læknishjálp að halda vegna sára sinna.
Að sögn talsmanna ísraelska hersins
féllu þrír hermenn í bardögum við
liðsmenn Hizballah, en 26 Libanar í
loftárásum ísraela. Áætlað er að 750
þúsund Líbanar séu á flótta vegna
árása ísraelshers, sem er um fjórð-
ungur þjóðarinnar. Talið er að á átt-
unda hundrað Líbana hafi fallið og á
sjötta tug ísraela frá því að bardagar
hófust. Flóttamannafulltrúi Samein-
Það er áhyggjuefni að töluverður
fjöldi ungs fólks fái ekki að sækja sér
framhaldsmenntun hérlendis og við
því verða stjórnvöld að bregðast sem
allra fyrst. Þetta kemur fram í sameig-
inlegri ályktun Hagsmunaráðs fram-
haldsskólanema og Stúdentaráðs Há-
skóla Islands.
I yfirlýsingunni segir ennfremur að
hætt sé við því að þeir nemendur sem
Survivor sigurvegari:
Fjögur ár
fyrir skattsvik
mbl.is | Richard Hatch, fyrrum
sigurvegari raunveruleikaþátt-
arins „Survivor“, hefur verið
dæmdur í fangelsi í Vestur-
Virginíuríki í 51 mánuð, eða
rúm fjögur ár fyrir að hafa
svikist um að greiða skatta af
sigurlaununum.
Hatch sigraði í fyrstu Survi-
vor-þáttaröðinni og hlaut
eina milljón dollara, andvirði
rúmlega sjötíu milljóna króna í
sigurlaun.
Er hann dæmdur fyrir að
hafa ekki talið milljónina fram
til skatts auk fleiri þúsund
dala sem hann aflaði sér með
fyrirlestrum og fleiru.
uðu þjóðanna hefur lýst þvf yfir að
rannsakað verði hvort stríðsglæpir
hafi verið framdir fyrir botni Miðjarð-
arhafs að undanförnu. „Fjöldi látinna
og eyðileggingin hefur verið svo mikil
að full ástæða er til að kanna hvort að
þetta séu stríðsglæpir. Skoða verður
hvort að mannréttindalög hafi verið
ekki fá aðgang að hérlendum skólum
flytji til útlanda. Með því muni þjóðfé-
lagið tapa verðmætu ungu fólki sem
auðgað gæti þjóðfélagið til muna í
framtíðinni. Þá eru stjórnvöld hvött
til að setja frekari fjármuni í uppbygg-
ingu menntunar á íslandi.
Háskólar hérlendis þurftu að hafna
um 2.500 umsóknum um háskóla-
nám næsta vetur.
brotin.“ Að sögn talsmanns Samein-
uðu þjóðanna var fyrirhuguðum
fundi ríkja sem ætlað er að mynda
alþjóðlegt friðargæslulið í Líbanon
aftur frestað í gær vegna þess að engin
drög að pólitísku samkomulagi lágu
fyrir. Fundurinn átti að fara fram í
dag. Margir höfðu nefnt Frakka sem
hugsanlega leiðtoga alþjóðlegs friðar-
gæsluliðs, en þeir tilkynntu í gær að
þeir myndu ekki mæta á fundinn þar
sem þeir sögðu hann ekki vera tíma-
bæran. Þá lýsti utanríkisráðherra
Italíu því yfir að ómögulegt væri að
senda friðargæslulið inn á svæðin á
meðan enn sé barist.
Eitraöir þörungar:
Tíu slösuðust
mbl.is | Tfu manns þurftu að leita
til læknis eftir að þeir komust í
snertingu við eitraða þörunga er
þeir voru á sundi við baðstrendur
nærri hafnarborginni Genúa
á norðurhluta Italíu. Yfirvöld
bönnuðu í ffamhaldinu sjósund
við nokkrar baðstrendur á fimm
kílómetra baðstrandasvæði í ná-
grenniborgarinnar.
Að sögn talsmanns umhverf-
issviðs á svæðinu kom hættan
snemma í ljós ólíkt því sem
gerðist í fyrra þegar 200 manns
þurftu að leita til læknis eftir
að hafa fengið háan hita og átt í
öndunarerfiðleikum eftir að hafa
andað að sér eiturefnum sem þör-
ungar í sjónum mynduðu.
Nokkrir sem leituðu læknis
sögðust hafa átt erfitt með öndun
og fengið útbrot á húðina.
40%
Afsláttur af málningarvörum
Allar Teknos vörur oru fromleiddar skv. ISO 9001 gœöastaöli.
V Útimálning
'S Viðarvörn
V Lakkmálning
'Z Þakmálning
V Gólfmálning
V Gluggamálning
y/' Innimálning Gljástig 3,7,20
■/ Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
“ÍSLANDS
MÁLNING
Sætúni 4
Sérhönnuð málning
fyrir íslenskar aðstæður.
Sími 5171500
Grípandi tímarit
á næsta blaðsölustað
Suntarhúsið
og garðurinn
PRÓUN SUIWARHÚSABVCGIWCA
Askriftarsími
Utsalán
’er hafin
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 s 5516646
www.lauraashley.is
f|
Stúdentar:
Þjóðfélagið tapar