blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöió 6 I FRÉTTIR Skatturinn: Einfaldar bréfasendingar Nokkuð hefur borið á því að fólki í sambúð eða hjónabandi hafi brugðið þegar það fékk álagningarseðla frá skattinum í byrjun vikunnar. Eru seðlarnir aðeins stílaðir á annan aðilann þrátt fyrir að innihald þeirra eigi erindi til beggja. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra er hér um einföldun að ræða er viðkemur samsköttun einstaklinga i hjónabandi eða skráðri sambúð. f þeim tilvikum eru álagningar- seðlarnir stílaðir á eldri aðilann. Hefur þessi háttur verið hafður á í nokkur ár en þar á undan var reglan að stíla seðilinn á karl- manninn eingöngu. British Airways: Fjölga ódýrari fargjöldum „British Airways hefur stór- aukið hlutfall lágra fargjalda fyrir flug aðra leiðina frá Evrópulöndum til Gatwick-flug- vallar við London og einnig frá Gatwick. Frá Keflavík til London kostar farseðill aðra leiðina nú aðeins frá 6.045 krónur með sköttum og gjöldum inniföldum," segir í frétt frá flugfélaginu. Þar kemur enn fremur fram að þessi breyting á verði hafi í för með sér enn frekari lækkun á verði fargjalda til London, auk þess sem farseðlaverð til baka aftur til fslands verði svipað og frá Keflavík. Beggi og Sigrún reyna að komast af Næturnar i tjaldinu geta verið kaldar en þau halda hvort öðru hita Var hent út úr íbúð í Vesturbænum og hýrast nú í tjaldi í Öskjuhlíð: Þeim er kalt á nóttunni ■ Rifust og fylltu mælinn ■ Hent út ■ Mikill hávaði á morgnana ■ Ljúfmenni í pylsuvagni Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Parið Beggi og Sigrún hafa búið í tjaldi í Öskjuhlíðinni í tæpan mánuð. Þar áður voru þau í Laug- ardalnum en þangað fóru þau eftir að þau misstu húsnæði sitt í Vest- urbænum. Þau fengu örfáa daga til þess að tæma íbúðina sína þegar þeim var vísað út úr henni vegna óláta. Þau áttu í engin hús að venda og því brugðu þau á það ráð að búa í tjaldi. Þau voru með íbúð hjá Félagsbú- stöðum í Vesturbænum en var vísað á brott eftir að þau rifust eitt kvöldið heiftarlega. Henti borði út um glugga „Ég henti borði út um gluggann,“ segir Beggi og veit upp á sig sökina. Hann segir að þau hafi fengið við- vörun eftir að það gerðist og áréttar að þau hafi hagað sér skikkanlega eftir það. Engu að síður barst þeim til- kynning að mæta fyrir Héraðsdóm þar sem útburðinn var staðfestur að lokum. „Næturnar geta verið mjögkaldar en í dag vöknuðum við í svitakófr,“ segir Sigrún og kvartar undan hitanum í blíðunni á þriðjudaginn. Himinninn vantar á tjaldið og því eru þau algjör- lega óvarin fyrir síbreytilegu veðri eins og f sland er þekkt fyrir. Þau hafa brugðið á það ráð að setja plastpoka yfir gat sem er á miðju tjaldinu en það hrekkur skammt þegar það rignir. „Maður vaknar stundum í polli á botninum,“ segir Beggi en þau segja að félagsskapurinn sé góður og það haldi að þeim hita að vera saman. „Ég er búin að drekka síðan ég var fjórtán ára gömul,“ segir Sigrún sem er á þrítugsaldrinum. Henni var sett það skilyrði af Félagsbústöðum að hún yrði að fara í meðferð til þess að fá aðra íbúð. „Hvað gerist ef ég fell? Verður mér þá hent út?“ spyr Sigrún afar ósátt við skilyrðin sem henni eru sett. Hún segist hafa reynt að fara í meðferð fyrir mörgum árum en féll að lokum. Beggi tekur utan um hana og hún segir að það sé hægara sagt en gert að brjótast út úr því mynstri sem hún lifir í og bætir við að hún vilji ekki svíkja góða vini. Slæm aðstaða „Við komumst ekki í sturtu í tíu daga,“ segir Beggi aðspurður um klósett og baðaðstöðu. Hann sýnir blaðamanni kassa með gömlum skóm og segir að lyktin af skónum sé verri en orð fá lýst. Þau komust í sturtu hjá kunningja sínum en til þess að borða fara þau til Samhjálpar áHverfisgötunni. „Stundum bjarga þau manni á pylsu- vagninum,“ segir Sigrún og vill taka sérstaklega fram að fólkið á Pylsu- vagninum séu einstök ljúfmenni. Mikill hávaði berst frá flugvellinum fyrir neðan en þyrla Landhelgisgæsl- unnar lendir í miðjum samræðum blaðamanns og parsins. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er um sjö leytið á morgnana þegar allar flugvélarnar taka á loft,“ segir Beggi og þarf næstum að hrópa í gegnum lætin. Enginn veit af þeim í Öskjuhlíð- inni en það er ekki leyfilegt að tjalda þar. Beggi segir að þau hafi eitt sinn vaknað og séð að annað tjald hafi verið komið við hlið þeirra einn morg- uninn. Þau hafi þá verið eldsnögg að pakka saman og forða sér. Síðar um daginn var tjaldið horfið. „Þetta hafa sennilega verið túristar sem vissu ekki betur,“ segir Beggi og hlær. Ekki er fyrirséð hvað þau gera fyrir veturinn en Beggi segist vera að leita að einhverju húsnæði og vinnu. Ekk- ert hefur gengið hingað til en þau von- ast til þess að komast einhvers staðar inn fyrir kaldan veturinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.