blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaAÍÖ deiglan deiglan@biadid.net Siglt úr höfn Þennan dag, árið 1492, er talið að landkönnuðurinn frækni Kristófer Kólumbus hafi lagt úr höfn frá Palos á Spáni og haldið í sinn fyrsta leiðangur um ókannaðar slóðir. Flest höfum við væntanlega öll einhvern tímann óskað þess að geta stokkið nokkra áratugi aftur í tímann og virt fyrir okkur mannlífið í Reykja- vík á fyrri hluta tuttugustu aldar- innar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur gerir nú um stundir sitt til þess að færa okkur aftur til fortíðar. Starfs- menn safnsins hafa glatt borgarbúa í sumar með ljósmyndasýningunni .Miðbær i myndum". Sýningin var sett upp í tilefni af 25 ára afmæli safnsins og er markmiðið með henni að færa ljósmyndir safnsins nær íbúum og gestum borgarinnar. Gestir og gangandi geta upplifað þessa staði sem við öll þekkjum svo vel, á framandi hátt í gegnum þær gömlu og heillandi myndir sem Ljós- myndasafnið hefur sett upp. í kvöld gefst gestm kostur á því að njóta leiðsagnar um sýninguna „Miðbær i myndum". Ást á skautum Harpa Björnsdóttir, myndlist- armaður, og Kristín Hauksdóttir, ljósmyndari og myndlistarmaður, munu í kvöld leiða gesti um mið- borgina og segja skemmtilegar sögur úr fortíðinni með hliðsjón af ljósmyndasýningunni. „Sýningin á að sýna þessa þrjá staði, Austurvöll, Lækjartorg og Fógetagarð, í 100 ár. Við munum ganga um sýninguna og fara aðeins dýpra í þá sögu sem myndirnar segja. Við einbeitum okkur sérstaklega að nokkrum sögulegum atburðum. Við munum m.a. segja frá skautasvellinu sem búið var til á Austurvelli um 1914 en þar var oft mikið líf og fjör þegar borgarbúar á öllum aldri söfnuðust þar saman til þess að skemmta sér á skautum. Á sýningunni okkar í fyrra vorum við einmitt líka með eina mynd frá skautasvellinu og í eina gönguna okkar mætti eldri kona sem hafði margar skemmti- legar sögur að segja af svellinu. Hún hafði m.a. kynnst eiginmanni sínum þar.“ Kristín segir að þær stöllur muni einnig beina sérstaklega at- hygli gesta að miðbæjarbrunanum árið 1915. „Þetta var stórbruni. Það kviknaði í Hótel Reykjavík og eldur- inn breiddist hratt úr Austurstræti og út í Hafnarstræti. Margar bygg- ingar urðu eldinum að bráð, m.a. hús Landsbankans, og götumyndin breyttist mjög í kjölfarið. Eftir þetta var aukin áhersla lögð á að byggja hús úr steinsteypu." Ráðvilltur fénaður og stórbruni Margir hafa eflaust nú þegar lagt leið sína á Austurvöll og kíkt á ljós- myndirnar. Mynd af nokkrum ráð- villtum kindum á Austurvelli hefur kannski vakið athygli einhverra. Kristín ætlar að leiða gesti í allan sannleikann um veru fénaðarins. .Kindurnar eru nú bara að bíða eftir að verða fluttar úr landi. Nokkrar tegundir kinda voru fluttar inn í upphafi fjórða áratugsins sem áttu að bæta íslenskan landbúnað. Það hlaust ekki góð reynsla af þessu tilraunaverkefni því ýmsir búfjár- sjúkdómar komu til landsins með þessum skepnum. Því var hætt snarlega við þennan innflutning og íslenska sauðféð fékk 'að lifa hér óáreitt." Harpa og Kristín munu segja skemmtilega frá flugsveit Italo Balbo sem gisti á Hótel Borg og setti mikinn svip á bæinn og einnig mun hinn frægi karl á kassanum koma við sögu. „Ein myndin á sýningunni sýnir karlinn á kassanum. Það voru nokkrir menn sem stóðu reglulega á Lækjartorgi og þrumuðu yfir veg- farendum. Við Harpa ætlum að taka með okkur kassann í kvöld svo að fólk getur stigið á stokk og látið í sér heyra ef því liggur eitthvað á hjarta.“ Kristín segir borgarbúa hafa tekið gönguferðunum ákaflega vel. „Það fer auðvitað eftir veðri og vindum hversu margir koma með okkur en mætingin hefur alltaf verið mjög góð og fólk er áhugasamt um það sem við höfum fram að færa. Það er líka gaman að sjá að það er fólk á öllum aldri sem kemur með okkur. Við Kristín Hauksdóttir og Kolbrún Björnsdóttir Leiða gesti um miðborgina í kvöld. erum með gott hljóðkerfi þannig að það ættu allir að geta notið dagskrár- innar.“ Gangan hefst kl. 20 í kvöld. Lagt verður af stað frá Ljósmynda- safninu, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, gengið þaðan að Fógetagarði, siðan á Austurvöll og endað á Lækjartorgi. Fullelduðu kjúklingabitarnirfrá Matfugli á grillið, í ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu.. - Á grillið í örfáar minútur og maturinn er till Bogomil Font stígur á stokk m :* ' 'V Bogomil Font og Flís . v Munu skemmta gestum I dag í verslun Smekkleysu. Bogomil Font er sprækur sem aldrei fyrr. Hann stendur í ströngu þessa dagana en hann mun halda tvenna tónleika í dag með góðu fólki. Tónleikarnir hefjast kl. 17 í nýjum húsakynnum plötuversl- unar Smekkleysu að Klapparstíg 27 þar sem fataverslunin Spútnik var áður til húsa. Þar má búast við miklu fjöri enda þeir félagar í fínu formi eftir útgáfu plötunnar Ban- anaveldið sem leit dagsins ljós á dögunum. Platan inniheldur fjórtán calypso smelli frá fyrri hluta síðustu aldar sem kapparnir hafa dustað rykið af og útsett á sinn einstaka hátt, auk þess að gera við þá skemmtilega, ís- lenska texta. Flís tríóið skipa þeir Davíð Þór Jónsson, Helgi Svavar Helgason og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Piltarnir hafa unnið hug og hjörtu fjölmargra með þekktum og gamalgrónum lögum í frumlegum jassútsetningum. Á síðasta ári gáfu þeir út plötuna Vottur en þar fluttu þeir þekktustu lög Hauks Morthens á nýstárlegan máta. Bananaveldið er fyrsta plata Bog- omils Fonts í ellefu ár. Auk tríósins Flís koma fram á plötunni trompet- leikarinn Eiríkur Orri Ólafsson og gítarleikarinn Róbert Reynisson. Einnig kemur fram samkór Aðal- víkur undir stjórn séra Kolbeins. Calypso tónlistin ætti að fá flesta til að dilla sér en hún er ættuð frá Vestur Indíum, nánar tiltekið Trin- idad og Tobago og var afar vinsæl á Vesturlöndum um miðbik síðustu aldar. Öll lögin á diskinum nema tvö eru eftir mann að nafni Rafael de Leon en hann gekk undir nafninu Roaring Lion og samdi flest lag- anna á árabilinu 1935-1942. í kvöld mun Mammút, ein efni- legasta hljómsveit landsins, svo slást I hóp með þeim félögum Bogomil og Flís. Þar mun söng- konan Katrína Mogensen þenja raddböndin og má búast við heljar- innar skemmtun. Þau munu halda tónleika á Café Amsterdam kl. 21.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.