blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöiö Katharine Hepburn er ein af stórstjörnun- um í sögu Hollywood. Hún var óvenjuleg, hreinskiptin, gáfuð og sérvitur - og fór æt- íð eigin leiðir. Hún hlaut fern Ósk- arsverðlaun á ferlinum fyrir Bill of Divorcement, Guess Who’s Coming to Dinner, Lion in Winter og On Golden Pond. Hún var tólf sinnum tilnefnd til verðlaunanna og hlaut fjölda annarra viðurkenninga á ferl- inum. Hún fæddist árið 1907, önnur í hópi fimm systkina. Faðir hennar var læknir og móðir hennar þekkt kvenréttindakona. Þau ólu börn sín upp í miklu frjálsræði og ræddu við þau um pólitík og þjóðfélagsmál. Tólf ára gömul fór Katharine Hep- burn til dvalar hjá frænku sinni ásamt bróður sínum Tom sem var fimmtán ára. Dag einn kom hún að bróður sínum þar sem hann hékk í snöru og var látinn. Hún þaut að húsi læknis sem bjó þar nálægt og barði á dyrnar. Þjónustustúlka opn- aði dyrnar og Hepburn sagði grát- andi: „Hjálpaðu mér, bróðir minn er dáinn.“ „Ef hann er dáinn þá get- ur læknirinn ekki hjálpað honum,“ svaraði þjónustustúlkan og skellti hurðinni. Enn er ekki ljóst hvað raunverulega gerðist, hvort Tom framdi sjálfsmorð eða var að leika sér með snöruna, eins og hann hafði margoft gert áður og hafði þá oft brugðið henni um háls sér í galsa. Hepburn féll í djúpt þung- lyndi eftir dauða bróður síns og gerði afmælisdag hans að sinum. Engin eiginkonutýpa Hún ætlaði sér að verða læknir eins og faðir sinn en skipti um skoð- un og ákvað að verða leikkona. Hún hóf feril sinn á Broadway en fór síð- an til Hollywood og öðlaðist frægð í kvikmyndinni Bill of Divorcement og hlaut fyrstu Óskarsverðlaun sín. 1 kjölfarið kom röð af mynd- um og hún átti um hálfrar aldar kvikmyndaferill. Hún var ekki dæmigerð kvikmyndastjarna því hún þoldi ekki sviðsljósið og fjöl- miðlaumfjöllun og oftar en einu sinni henti hún myndavélum blaða- ljósmyndara í gólfið og braut þær. Hún sást nær aldrei í samkvæm- um. íþróttir voru helsta áhugamál „Ég hef ekki lifað eins og kona. Ég hef lifað eins og karlmaður. Ég hef gert það sem mér sýnist og hef þénað nóg til að geta séð fyrir mér. Og ég er ekki hrædd við að vera ein." Katharine Hepburn hennar og hún þótti ágætur málari. Hún hafði sterka réttlætiskennd og stjórnmálaskoðanir hennar þóttu róttækar. Peningar skiptu hana engu og hún barst lítt á. Hún sagð- ist aldrei hugsa um klæðaburð sinn eða útlit. Um tvítugsaldur giftist hún manni sem vann við viðskipti. Þeg- ar blaðamaður spurði hana, stuttu eftir giftinguna, hvort þau væru hjón svaraði hún: „Ég man það ekki“. Annar blaðamaður spurði hvort þau ættu börn. „Tvö hvít og þrjú svört,“ svaraði Hepburn. Hjónabandið var misráðið og hún vissi það fljótlega en þrátt fyrir skilnað hélst vinskapur milli hjón- anna alla tíð. Hún átti í nokkrum ástarsamböndum þar á meðal við auðkýfinginn sérvitra Howard Hug- hes, leikstjórann John Ford og um- boðsmann sinn Leland Hayward. Hughes bað hennar en hún hafnaði bónorði hans. Hun sagði seinna að hún hefði aldrei haft áhuga á því að verða eiginkona og móðir. „Ég hefði orðið hræðilegt foreldri," sagði hún. „í fyrsta sinn sem barnið mitt vildi ekki gera það sem ég vildi þá myndi ég drepa það.“ Stóra ástin Eina stóra ástin í lífi hennar var [50% Al lar sumarvörur með 1 ^ ff ## íelrr lings-afsl 50% I lætti bn F^crrffr1**'''*' viðLaugalæk• sími5533755

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.