blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaöiö Enskar þjóðargersemar: Monty Python og bikarinn Djúpsteiktur fiskur og franskar, Sherlock Holmes og félagarnir sem kenna sig við Monty Python hafa verið teknir í hóp táknmynda enskrar menn- ingar og eru þar í hópi með íþróttinni krikket, tveggja-hæða strætóum og enskum pöbbum. Fyrir nokkru ákvað rík- isstjórn landsins að styrkja verkefni sem felst í því að velja þær ensku þjóðargersemar sem þykja draga fram kjarnann í enskri menningu. Fólk getur tilnefnt hluti, fyrirbrigði og fólk gegnum Netið og svo velur hópur sérfræðinga í enskri menningu bestu tilnefningar- innar. Með þess sem skipar listann er enska bikarkeppnin í knattspyrnu, Hrói Höttur og hinn sígildi tebolli. BSRB: Stefnir Snæfellsbæ I kjölfar uppsagna sex •starfsmanna við íþróttahús og sundlaugar Snæfellsbæjar hefur BSRB ákveðið að stefna bænum. Bæjaryfirvöld segja uppsagn- irnar í tengslum við skipulags- breytingar en BSRB álítur að samkvæmt kjarasamningum séu skýr ákvæði um að slíkar breytingar geti átt sér stað án þess að starfsfólki sé sagt upp störfum. „BSRB benti bæjaryfirvöldum ítrekað á að uppsagnirnar stæð- ust ekki lög og kröfðust sam- tökin þess að þær yrðu dregnar til baka,“ segir í tilkynningu frá BSRB. Fasteignasalar deila um Félag fasteignasala: Umdeild skylduaðild fasteignasala Umboðsmaður Alþingis segir vafa leika á hvort skylduaðild standist stjórnarskrá Formaður FF kannast ekki við ólgu Fasteignasali segir marga vilja losna frá FF Björn Þorri Viktorsson: Sátt ríkir „Stjórn Félags fasteignasalahefur ekki orðið vör við ólgu meðal fé- lagsmanna vegna skylduaðildar að félaginu. Það er ekki nema einn maður sem hefur fjargviðrast vegna þessa og það er náttúrulega hans réttur, en skylduaðild er eðli málsins samkvæmt vandmeðfarið fyrirbæri. Langstærstur hópur fasteignasala vill hins vegar vinna sameiginlega að auknu siðgæði og betri verkháttum innan stéttar- innar. Það eru örfáir sem vilja ekki leggja hönd á plóg i slíku starfi,“ segir Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala. Björn Þorri segir að um- boðsmaður Alþingis hafi í áliti sínu ekki verið að mæla afdrátt- arlaust með wi að skylduað- ildin að Félagi fasteignasala skyldi afnumin. „Hann leyfir sér að efast um að hlutverk fé- lags- ins sé með þeim hætti að það rétt- læti skylduaðild. I álitinu tekur hann hins vegar ekki á því máli sem ég tel að skipti mestu máli. Fast- eignasölum ber lögum samkvæmt að fara eftir lögum, siðareglum Félags fasteignasala og góðri venju í fasteignasölu í störfum sínum. Finnst umboðsmanni að hægt sé að skylda fasteignasala að fara eftir siðareglum félags sem hann er ekki félagsmaður í? Hann hefur þá ekki möguleika á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að setja slíkar reglur.” Hann segir að svara verði slíkum spurningum áður en ákvörðun sé tekin um breytingar. “Hugsa þarf eftirlitskafla laganna upp á nýtt og kannski er það rétt- asta leiðin, því að eftirlitskerfið með fasteignasölum hefur ekkert virkað." Björn Þorri segir að kannski séu aðrir en Félag fasteignasala betur til þess fallnir að setja greininni reglur. „Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til þess að stjórn- völd ákveði hvað sé rétt og eðlilegt þegar upp koma flókin álitaefni varðandi fagleg atriði." Franz Jezorski: Margir óánægðir „Stjórnarskráin er alveg skýr. Það má ekki skylda menn að félagi, nema almannahagsmunir krefjist þess. Félag fasteignasala hefur ekk- ert eftirlitshlutverk með fasteigna- sölum. Hvers vegna ætti að skylda menn í félag ef það getur ekki séð til þess að almannahagsmunir nái fram að ganga? Túlka má úr orðum umboðsmanns Alþingis að hann telji það vafa undirorpið að vera skyldaður til að vera í félag- inu. Menn geta ekki látið það sem vind um eyru þjóta,“ segir Franz Jezorski, löggiltur fasteignasali. Franz segir eftirlitsnefnd- ina ekkert hafa með Félag fasteignasala að gera. „Hún heyrir beint undir ráðherra. Að mínu viti sinnir eftirlits- nefndin sínu hlutverki mjög vel. Hún veitir fasteignasölum aðhald og er með reglubundið eftirlit.“ Franz segir að stjórn Félags fast- eignasala virðist hafa fengið alla upp á móti sér undanfarin ár. „Félagsmenn eru margir mjög ósáttir með störf stjórnarinnar. Stjórnin hefur unnið gegn hagsmunamálum félagsmanna og hefur engan veg-1 inn staðið sig í stykkinu. Stjórnin hefur lent upp á kant við marga, I meðal annars eftirlitsnefndina sem stjórnin er nú búin að stefna fyrir dómstóla. Maður getur engan veginn botnað í þessu ástandi, því þrátt fyrir allt þá eiga menn að vera að vinna saman að rnálurn." Franz segir að hann sé ekki einn um þá skoðun að afnema beri skylduaðild. „Það er nokkuð stór hópur manna á þeirri skoðun. Fyrir stuttu var félagsmanni nokkrum svo misboðið að hann sagði sig úr félaginu. Það á ekki að vera hægt, en hann ætlar nú að láta á það reyna fyrir dómstólum. Margir vilja losna frá jessu félagi, I iví það hefur staðið sig mjög illa.“ Náttúmverndarsinni sakar lögreglumenn um aö hafa keyrt á sig: Kærir lögreglu fyrir morðtilraun Ólafur Páll Sigurðsson hefur kært lögregluna á Seyðisfirði og Egils- stöðum fyrir tilraun til morðs. Hann segir lögregluna hafa keyrt á sig en hann hafi komist naumlega undan. Átök á milli lögreglunnar á svæðinu og náttúruverndarsinna sem eru á staðnum til að mótmæla fram- kvæmdum við Kárahnjúka hefur harðnað töluvert undanfarna daga en lögreglan gerði leit í tjaldbúðum íslandsvina í fyrradag. Olafur segir þá leit hafa verið ólöglega með öllu og gerð til þess að hræða fólkið. „Það var keyrt á mig og ég lít á þetta sem morðtilraun,“ segir Ólafur Páll en hann segir lögreglubíl hafa ekið á sig hjá Snæfellsskála á mánudaginn síðasta. ól- afur segir að hann ásamt fjölda annarra íslandsvina sem dvelja rétt hjá Kárahnjúkum hafi séð lögreglujeppa keyra um svæðið og inn í honum voru lög- reglumenn að taka myndir af þeim. Samkvæmt Ólafi fór hann inn á veg- inn til þess að athuga hverjir voru í bílnum. „Það voru fimm sentimetrar frá mér að bílnum og þá gefur lögreglan í,“ segir Ólafur Páll og telur það hafa verið sér til happs að honum tókst að leggja hendurnar á húdd bílsins og vegið salt upp á það og þaðan datt hann við hlið bílsins. Við þessa meintu aðför segist hann hafa brugðist illa við og lamið í bílinn ásamt því að gefa þeim al- þjóðlegt merki sem táknaði hvað lögreglumennirnir gætu gert við sig sjálfa. „Ég er með tylft vitna og hef kært Ólafur reiður eftir meinta morðtilraun Ólafur Páll Sigurösson Islandsvin- ur segir lögregluna hafa klippt myndbandiö úr samhengi þetta," segir Ólafur en lögfræðistofa Gísla Auðbergssonar lagði inn kæru í fyrradag. Myndskeið var birt á fréttastöð- inni NFS þar sem Gísli sást berja bílinn og gefa þeim fingurinn alræmda. Að sögn Ólafs er þetta klippt algjörlega úr samhengi og krefst hann að sjá myndbandið í heild sinni því greinilega var atburð- urinn sem á undan gekk klipptur út að hans sögn. „Þetta er alrangt," segir Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn á Egils- stöðum. Hann segir að Ólafur hafi farið fyrir lögreglubílinn og byrjað að berja bílinn eins og óður maður. Nokkrar skemmdir hlutust af og þvi verður hann kærður fyrir eigna- spjöll á Iögreglubifreiðinni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.