blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaðið golf@bladid.net Maöur gleymir næstum hversu hræðilea- ur heimurinn er þegar maður leikur golf. - Robert Lynd Hola í höggi Einherjamótið 2006 fer fram sunnudaginn 13. ágúst en þeir sem hafa fariö holu íhöggi komast í félagsskap Einherja. Verðlaun: 1. sæti 2 x 30.000 2. sæti 2 x 20.000 3. sæti 2 x 15.000 4. sæti 2 x 10.000 ö.sæti 2 x 5.000 10.000 næstur holu á 1./10. braut 10.000 næstur holu á 6./15. braut 10.000 lengsta upphafshaögg á 2. braut (bolti á braut) 10.000 næstur holu í tveim höggum á 4/13 braut Skráning er í fullum gangi á golf. is og mikilvægt að tveir skrái sig saman í holl. Mótsgjald kr. 3000 fyrir hvern þátttakanda (6000 fyrir tvo). Einherjamótið 2006 Golfmót Einherja árið 2006 fer fram á velli Golfklúbbsins Odds, Urriða- velli, sunnudaginn 13. ágúst næst- komandi. Mótið er 18 holu punkta- keppni og er eingöngu opið fyrir þá sem hafa farið holu í höggi og eru meðlimir í Einherjaklúbbnum. Skráning er þegar hafin á mótið en þátttökufjöldi er takmarkaður því rástímar eru aðeins frá kl.08.00 til 12.00.Veitt verða a.m.k. fimm verð- laun í mótinu svo og nánadarverð- laun. Nánar verður sagt frá mótinu og öðru því tilheyrandi þegar nær líður mótdsdegi á vefsvæði Golf- sambands íslands golf.is. Opna Nevada Bob mótið Opna Nevada Bob mótið verður haldið mánudaginn 7. ágúst (á frídegi verslunarmanna). Leikinn verður Texas Scramble þar sem tveir leika saman í liði (samanlögð forgjöf deilt með fimm). Verðlaun í mótinu eru gjafabréf frá Nevada Bob. iklu máli skiptir að byrjendur í golfi vandi valið þegar þeir velja sér kylfur og annan útbúnað. 1 mörgum tilfellum grefur fólk upp gamlar kylfur í geymslunni eða fær gamalt og lúið golfsett frá vinum eða ættingjum en áttar sig ekki á því að það er ekki sniðið að þeirra þörfum. Sigurður Hafsteinsson, golfkennari, segir nokkuð algengt að þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref á golfvellinum eru með búnað sem hentar þeim ekki. „Það er ekki gott ef til dæmis konur eða krakkar eru með alltof stórar og þungar kylf- ur. Það hefur áhrif á sveifluna. Þegar fólk er að byrja í golfi þá er yfirleitt nóg að nota kylfu númer 6 og byrja að læra sveifluna með henni, síðan geta menn bætt við kylfum eftir því sem tíminn líður,“ segir Sigurður sem telur að oft sé betra að byggja upp settið jafnt og þétt í stað þess að fjárfesta í of miklum útbúnaði í upphafi. Lengdin skiptir máli Mikilvægt er að börn og ungling- ar gæti þess að nota ekki kylfur sem ætlaðar eru fullorðnum enda eru sköftin of löng og hausarnir of þungir fyrir þau. „Það eru til dæm- is til kylfur fyrir krakka sem heita U.S. Kids og eru mjög léttar og góðar kylfur fyrir þá sem eru að læra golf. Þeir sem eru fullorðnir geta keypt byrjendasett. Aðalatriðið er að kylf- urnar eru í réttum lengdum og að stálhausar séu á kylfunum,“ segir Sigurður. Aðrir þættir sem gefa þarf gaum eru lega og þyngd á kylfuhaus, stíf- leiki skaftsins og grip kylfunnar. Ekki er alltaf hyggilegt að velja ódýr- asta kostinn sem maður finnur enda geta gæði slíkra kylfa verið æði mis- jöfn. Þarf ekki að kosta mikið Sigurður segir að það þurfi ekki að kosta háar fjárhæðir að koma sér upp golfsetti og hægt er að fá góða golfkylfu á 2500 krónur. „Svo getur fólk leitað sér álits hjá kennurum og spurt þá hvaða búnaður henti þeim. Þegar fólk er á annað borð að eyða svona miklum tíma í golfið finnst mér að það eigi ekki að spara við sig í útbúnaði," segir Sigurður og bend- ir jafnframt á að það sé ekki síður mikilvægt að huga vel að fatnaði og skóm. „Þetta er 18 holu hringur og maður gengur um tíu kílómetra. Það gengur ekki upp að vera á ein- hverjum gúmmítúttum,“ segir Sig- urður og bætir við að hönnun á golf- skóm hafi tekið miklum framförum og þeir séu orðnir mun betri nú en áður. Auk þess að leita til reyndra golf- kennara má leita ráða hjá starfsfólki sérhæfðra golfvöruverslana sem gjör- þekkir íþróttina og veit hvað hentar hverjum og einum. Þannig býður til dæmis verslunin Nevada Bob upp á sérstakar mælingar fyrir kylfinga til að finna út hvaða lengd henti þeim eða hvort breyta þurfi legu á haus. Kylfur við hæfi Sigurður Hafsteinsson, golfkennari, segir mjög mikilvægt að þeir sem séu að stíga sín fyrstu skref ígolfiþrótt- inni velji sér búnað sem henti þeim. Æ Kylfur fyrir hvern og einn Tiger Woods með ungum aðdáanda Robert Littlemeyer frá South Lyon íMichigan fékk langþráðan draum uppfyllt- an á dögunum þegar hann fékk tækifæri til að hitta kylfinginn snjalla Tiger Woods í Warwick Hills Country Ciub þar sem Opna Buick mótið fer fram um þessar mundir. Littlemeyer, sem er fatlaður og bundinn i hjólastól, var hæstánægð- ur með fundinn og það fór greinitega vel á með þeim félögum. Mynd/Eggert Golf með orfi og ljá Sumir vilja meina að besta aðferð- in til að slá tún sé að beita orfi og ljá upp á gamla mátann. Hún taki ekki aðeins bensín- og rafmagnsorfum fram i flestu heldur fái maður einn- ig ágætis líkamsrækt út úr því að slá með þessu lagi og viðhaldi gamalli verkkunnáttu. Gamalreyndur kylf- ingur sem var í sveit til margra ára benti blaðamanni jafnframt á að orfið og ljárinn komi í góðar þarfir þegar æfa skuli golfsveifluna enda hreyfingarnar og handbrögðin ekki ósvipuð. Sá böggull fylgir þó skamm- rifi að erfitt er að verða sér út um orf og ljá enda slík verkfæri minna notuð nú á dögum en fyrr á öldum. Það er þó aldrei að vita nema hillur verslana fyllist af þessum gömlu verkfærum með aukinni eftirspurn kylfinga.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.