blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 03.08.2006, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2006 blaðið heilsa Sjúkdóma tulegri en sálarinnar eru fleiri og hæt- þeir sem herja á líkamann Marcus Tullius Cicero, rómverskur heimspekingur heilsa@bladid.net Engifer er góður við sjóveiki Fátt er óþægilegra í siglingum en að finna sjóveiki hellast yfir sig. Til að forðast þetta nota margir sjó- veikitöflur en mörgum þeirra fylgja sljóvgandi aukaverkanir. Úr heimi jurtanna má hins vegar finna virka hjálp við þessum þrautum og þá hjálp er að sem fór fram á stóru ítölsku skemmtiferðaskipi var gerður samanburður á engifer í hylkjum og dimenhydrinat sem er virka efnið í mörgum ferðaveikipill- um. 60 farþegar á skipinu tóku þátt í þessari rannsókn sem stóð yfir ( tvo daga og töluverður veltingur var á skipinu. í Ijós kom að efnin voru jafngóð til þess að losna við einkenni sjóveikinnar en munur var á aukaverkunum. Aðeins 13% þeirra sem tóku engi- fer fengu aukaverkanir á borð við höfuðverk og sljóleika, en 40% þeirra sem fengu venjulegar sjó- veikipillur kvörtuðu undan slíkum kvillum. Ekki láta áfengið yfirbuga líkamann Gera má sitt lítið af hverju til að bæta fyrir skaðann af áfengisdryk- kju, eða til að reyna að fyrirbyggja hann. Mikil áfengisneysla veldur undan- tekningarlítið skorti á B-vítamínum. Til að koma í veg fyrir að taugakerfi líkam- ans verði fyrir of miklu álagi við áfengisneyslu er upplagt að taka bætiefni með öllum B- vítamínunum en stafsfólk apóteka og heilsuvöru- verslanagetur leiðbeint fólki í þeim efnum. GOTT SINK Sink er nauðsynlegt í barátt- unni við að brjóta niður áfengi en neysla áfengis, einkum ofneysla, gengur mjög á sinkforða líkamans. Sinkskortur leiðir svo aftur til lélegri efnaskipta áfengis og annarra trufl- ana í starfsemi líkamans. (tilraun sem gerð var á rottum jók inntaka sinks stórlega afeitrun vegna áfeng- is og um leið lífslíkur dýranna. Sér í lagi þegar það var tekið inn með C-vítamíni. OFSJÓNIR OG ÖLÆÐi Magnesíumskortur er algengur hjá fólki sem neytir áfengis í óhófi. Ástæðurnar geta meðal annars ver- ið þær að við mikla áfengisneyslu tapar líkaminn þessu steinefni. Rannsóknir sýna að allt að 60% alkóhólista skortir magnesíum og jafnframt eru vísbendingar um að skortur á magnesíum tengist því þegar „delerium tremens" rennur á fólk, m.ö.o. ölæði sem lýsir sér í því að einstaklingurinn sér ofsjónir og missir algera stjórn á sjálfum sér. Jafnframt er magnesíumskortur talinn vera ein af helstu ástæðum fyrir hjarta- og æðasjúkdómum hjá áfengissjúklingum. Mataræðið þarf ekki að fara út um þúfur um verslunarmannahelgina: Allt er gott í hófi að kannast margir við að missa dampinn í heilsuátakinu þegar farið er í útilegu eða frí. Þú ert kannski búin að vera mjög dugleg að æfa í margar vikur en rankar svo skyndilega við þér, sitjandi inni í einhverri vegasjoppu með ham- borgara í greipinni og fulla lúku af frönskum, og það sem verra er - þetta er kannski fjórði borgarinn á þremur dögum. Til að koma í veg fyrir að allt fari í rugl meðan þessi þriggja daga helgiat- höfn sældarhyggjunnar stendur yfir, er um að gera að undirbúa gott nesti. Það þarf ekki að vera mjög flókið og gott er að hafa í huga að allt er best í hófi, hvort sem um er að ræða áfengi eða aðrar nautnir. „Það sem ég myndi mæla með er að stilla bara mataræðinu í hóf,“ segir Ól- afur Jóhannesson, íþróttakennari og yfirþjálfari í World Class. „Grillmatur er til dæmis góður en það má ekki borða sig pakksaddan. Það eru nefni- lega færri hitaeiningar á einum diski en tveimur eða þremur. Svo má ekki gleyma að drekka vatn og borða ávexti á milli mála. Öfgarnar eyðileggja alltaf, hvort sem fólk er að borða of mikið eða of lítið. Sem dæmi um það má nefna þessa kúra þar sem kolvetnin eru tekin að mestu út. Ef fitufrumurnar fá ekki kolvetni þá taka þær tvöfalt í sig af fitu þegar hún kemur aftur í lík- amann. Líkaminn fær ákveðið áfall af þessum megrunarkúrum sem verið er að halda að fólki. Það er allt í lagi að borða svolítið af sælgæti stundum en þá þarf að hreyfa sig. Hvort sem það er að skreppa i göngutúr eða fara í ræktina.“ Áfengi er yfirfullt af hitaeiningum „Nú um helgina verður töluvert mikið af áfengi haft um hönd en í því er að finna efni sem heitir ethanól og það er eitt erfiðasta efnið fyrir líkam- ann að brenna. Ef fólk drekkur mikið þá verður mjög erfitt fyrir likamann að vinna úr þessu ethanóli þar sem það er ekkert nema kolvetni. Ef ein- staklingur hefur til dæmis staðið sig vel í ræktinni og lagt mikið á sig til að ná árangri þar, en drekkur svo mikið um verslunarmannahelgina, þá er hægt að fullyrða að viku til tíu dögum af þeirri vinnu sé kastað á glæ.“ Drekka létta gosdrykki í stað sykraðra Ólafur á góð ráð fyrir útilegufara sem vilja passa upp á heilsuna. „Það er til dæmis mjög gott að passa upp á gosdrykkina. Drekka frekar sódavatn og létta gosdrykki í stað sykr- aðra. Vatnið er samt alltaf besti drykk- urinn en það er óþarfi að þamba það. Betra er að drekka það í litlum skömmtum reglulega yfir daginn. Og ef það er heitt í veðri þarf að drekka meira til að líkaminn þorni ekki. Fólk tekur gjarna með sér sælgæti í útilegur en í sælgæti og gosdrykkjum eru ein- föld kolvetni sem er erfitt fyrir líkam- ann að vinna úr og þau setjast þannig frekar í fituvefina. í pasta og brauði eru hins vegar flókin kolvetni sem lík- aminn getur nýtt sér betur og unnið næringarefnin úr. Þannig er hollara að minnka við sig sælgætið og fá sér frekar eitthvað annað sem gefur orku og kraft. En þrátt fyrir þetta á maður auðvitað að njóta þess að vera til og muna bara að allt er gott í hófi,“ segir Ólafur að lokum. Hugmyndir fyrir kæliboxið: Soðið grófkorna pasta í léttri ítalskri tómatsósu. Ávextir: Bananar, epli, appelsínur, jarðarber, ananas, melóna. Ávextina er mjög gott að skera niður og setja í plastbox. Svo má hella yfir þetta skyrdrykk, t.d. vanilluskyri og þá er kominn ljómandi góður eftirréttur eða miðdegisréttur á góðum degi. ■ Magurt kjöt á grillið. * Bökunarkartöflur. ■ Léttar sósur. ■ Salat. * Samlokur úr grófu brauöi t.d. meö eggi og tómötum, mögrum osti, léttu áleggi. Líkamsæfingar geta losað um bakverki Það kannast flestir við að hafa fengið bakverk. Margir eru með stöðuga verki í bakinu og eiga erf- itt með að losna við þá en það er margt sem getur valdið því að fólki verkjar í þennan líkamshluta. Til dæmis geta mislangir fætur valdið bakverkjum, rangar líkamsstöður, langar setur, lélegar dýnur, of mikil líkamsþyngd o.s.frv. Allt getur þetta spilað saman eða eitt og sér orðið til þess að langvarandi bak- verkur tekur sig upp. Það er hægt að beita ýmsum að- ferðum og svo er bara að vona að þær beri æskilegan árangur. Lík- amsrækt er til dæmis mjög góð fyrir heilsuna en þó ber að hafa aðgát þegar hún er valin. Til dæmis er nauðsynlegt að byrja rólega og vinna sig svo upp. Það er ekki vit- urlegt að hegða sér eins og þaul- þjálfaður íþróttamaður á fyrstu æfingunni. Holl ráð Góð vísa er aldrei of oft kveðin og það er þess vegna sem heilsu- frömuðir þreytast seint á því að minna fólk á að drekka vatn. Vatn á að drekka fyrir og eftir æfingar og á meðan að á þeim stendur. Það er líka mikilvægt að byrja bæði og enda á léttum æfingum auk góðra teygjuæfinga. Góðir skór og þægi- legur fatnaður koma sér líka vel en þó á enginn að láta það stöðva sig að eiga ekki það nýjasta frá Nike. Á líkams- ræktarstöðvar kemur alls konar fólk og fæstir velta því fyrir sér hvaða fötum konan eða maðurinn á næsta bretti klæðist. Síðast, en ekki síst, er mikilvægt að njóta sín við hreyf- inguna. Heilsurækt á aldrei að vera kvöð heldur eitthvað sem fólk gerir fyrir sjálft sig til að bæta líf sitt og byggja það upp. Það sem ber að forðast • Ef líkamsræktin sem þú hefur valið þér veldur því að bakverkirnir versna á að hætta henni samstundis og skoða aðra valkosti. • Aldrei borða stóra máltíð fyrir æfingu • Ekki gera loftháðar (airobic) æfingar á steinsteyptu eða mjög hörðu gólfi. • Ekki æfa ef þér líður illa. • Ekki gera æfingar sem leggja þyngd á, eða reyna of mikið á hryggjarliði, liðamót eða vöðva sem eru ekki í góðu formi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.