blaðið - 09.08.2006, Page 4

blaðið - 09.08.2006, Page 4
4 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaöiö Lögreglumenn í háloftunum: Þyrla stöðvar stút Lögreglumenn um borð í TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, stöðv- uðu för ölvaðs ökumanns um helg- ina er þyrlan var við umferðareftir- lit á vegum landins. Þyrlan var notuð við löggæslu- störf alla helgina og var sjónum einkum beint að umferð um Vest- urlandsveg og Suðurlandsveg en einnig að útihátíðarsvæðum. Um var að ræða samstarfsverkefni ríkislögreglustjóra, lögreglunnar í Reykjavík og Landhelgisgæsl- unnar. Þótti verkefnið takast afar vel og voru m.a. höfð afskipti af þó nokkrum ökumönnum sem virtu ekki leyfilegan akstur. Þá var einnig fylgst með umferð utan vegar og höfðu lögreglumenn um borð afskipti af fólki á fjórhjólum. Þrír menn stálu veski Kona frá Spáni var rænd og slegin aðfaranótt mánudags. Myndin er hvorki af mönnu- num né konunni. Lamin í miðbæ Reykjavíkur: Spænsk kona rænd Kona sem er að ferðast um fsland var rænd aðfaranótt mánudags en þrír menn hrifsuðu af henni veskið og slógu hana. Konan sem er spænsk var á göngu í miðbæ Reykjavíkur seint um nótt þegar mennirnir mættu henni og rændu. Konan kærði atvikið til lög- reglu sem barst tilkynning stuttu síðar um dvalarstað mannanna. Lögreglan greip þá glóðvolga og voru þeir færðir á lögreglustöðina. Einn ræningjanna er erlendur og hugðist fara til Bandaríkjanna en hann hefur verið úrskurðaður í far- bann. Málið telst upplýst Sólskálar ’r?o - Garðhús rt>/ Vs/a íslensk framleiðsla Islensk hönnun Sérsmiði www.solskalar.is solskalar@soiskaiar.is Simi; 5M 4300 - Smtötbóö 10 - 210 CUröabæ LUGG^Rl ARÐHUSlldhf Agnar Þorisson Það er algengt að vara sé ekki til hjá okkur þegar hún er auglýst. Húsasmiðjan auglýsti útigrill: Grillin voru bara til á Egilsstöðum ■ Viðskiptavinum vísað frá ■ Lögbrot segja Neytendasamtökin ■ Lítið samráð milli markaðssviðs og verslana Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Á fimmtudegi fyrir verslunarmanna- helgina voru ferðagasgrill auglýst í verslunum Húsasmiðjunnar en viðskiptavinum á höfuðborgarsvæð- inu var vísað frá samdægurs því að grillin voru einfaldlega uppseld áður en auglýsingin birtist. Skýrar vinnureglur Jón Viðar Stefánsson, markaðs- stjóri Húsasmiðjunnar, segir að vinnureglur fyrirtækisins varðandi auglýsingar séu skýrar. „Markaðsdeildin hefur náið sam- starf við vörustjóra varðandi aug- lýstar vörur og við reynum ávallt að gæta þess að nóg sé til af þeim vörum sem auglýstar eru. Þetta er erfiðast þegar við auglýsum í blaðinu okkar þvi prentferlið tekur nokkra daga og Lög um eftirlit meö óréttmætum viðskiptaháttum 6. gr. Óheimilt er að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsing- ar í auglýsingum eða með öðrum hætti eða beita öðrum slíkum viöskiptaaöferðum sem sama marki eru brenndar, enda sóu upplýsingar þessar og viðskiptaaöferðir fallnar til að hafa áhrif á eftirspurn eða framboð vara, fasteigna, þjónustu eða annars þess sem haft er á boð- stólum í atvinnustarfsemi sem lög þessi taka til. „Þetta er bannað samkvæmt lögum." Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. í millitíðinni getur varan selst upp,“ segir Jón Viðar. „Ég get ekki staðfest þetta einstaka mál varðandi ferðagasgrillin en það er ekki algengt að vara sem auglýst er sé ekki til í verslununum. Ég viður- kenni að það hefði mátt skoða þetta betur og sjá til þess að nóg væri til af grillunum.” Til á Egilsstöðum Þrátt fyrir orð markaðsstjórans kvarta starfsmenn Húsasmiðjunnar undan því að þetta gerist reglulega. „Grillin voru til á Egilsstöðum, þau ldáruðust bara daginn áður en aug- lýsingin birtist. Ég leitaði í kerfinu og þau voru ekki til í búðunum hér á höf- uðborgarsvæðinu,” segir Pétur Valur Pétursson, starfsmaður á miðgólfi Húsasmiðjunnar. Agnar Þórisson, deildarstjóri árs- tíðarsvæðis Húsasmiðjunnar, sér um sölu grillanna. „Ég kannast vel við málið. Við þurftum að vísa fjölda við- skiptavina frá því að þau voru ekki til hjá okkur þegar auglýsingin birtist,” segir hann. „Það er algengt að vara sé ekki til „Ég viöurkenni að það hefði mátt skoða þetta betur." Jón Viðar Stefánsson, markaflsstjóri Húsasmifljunnar. hjá okkur þegar hún er auglýst og við þurfum oft að vísa frá vegna þess. Viðskiptavinirnir eru náttúrlega ekki ánægðir með þetta en við starfsmenn- irnir getum lítið gert í þessu. Sam- ráðið milli markaðsdeildarinnar og verslananna er bara ekki nógu gott,” bætir Agnarvið. Lögbrot Neytendasamtökin líta þetta mál alvarlegum augum og telja að hér sé um lögbrot að ræða. „Það er okkar skoðun að verslanir Húsasmiðjunnar séu með þessu að brjóta lög um óréttmæta viðskiptahætti. Þarna er verið að veita rangar upplýsingar þvi varan hefur greinilega ekki verið til hjá þeim. Þetta er bannað samkvæmt lögum,” segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Það er algengt að við fáum ábend- ingar um þetta og líka að verið sé að auglýsa vöru á tilboðsverði en fá ein- tök eru til í verslununum. Þannig er verið að blekkja viðskiptavini til að koma en við viljum að settar verði reglur fyrir lágmarks eintakafjölda vöru sem auglýst er hverju sinni.” VARNARSVAEÐI NATO * ÓVIDKOMANDI BANNADUR AÐGANGUR NATO BASE RfesTRICTED ACCESS Sjö náttúruverndarsamtök: Herinn greiði fyrir hreinsun Landvernd og sex norræn nátt- úruverndarsamtök hafa beint því til ríkisstjórnar íslands að sjá til þess að nauðsynlegar rannsóknir fari fram og að menguð svæði á varnar- svæðinu á Keflavíkurflugvelli verði hreinsuð með fullnægjandi hætti á kostnað mengunarvalds. í frétt frá Landvernd kemur fram að víða um heim hafi herstöðvar verið starfræktar og valdið umtals- verðri mengun í jarðvegi og grunn- vatni. „tsland er engin undantekn- ing í þeim efnum þar sem fundist hefur mengun sem rakin hefur verið til starfsemi Bandarfkjahers á nokkrum svæðum á landinu. Fjöl- mörg svæði eru órannsökuð hvað þennan þátt varðar og er því brýn þörf á rannsóknum þar sem þær eru forsenda þess að fullnægjandi hreinsun svæðanna geti átt sér stað. Rannsóknir af þessu tagi eru vandasamar, dýrar og tímafrekar en engu að síður ber íslenskum stjórn- völdum að tryggja að þær verði fram- kvæmdar af óháðum aðilum undir yfirumsjón fslendinga.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.