blaðið - 09.08.2006, Síða 16
16 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 blaöið
blaðiö
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður. Sigurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson
Sjóræningjar
Vinsælasta kvikmynd sumarsins er sjálfsagt Dauðs manns kista Johnny
Depps og félaga, þar sem efniviðurinn eru sjóræningjar Karíbahafsins, á
mörkum lífs og dauða. Sjálfsagt hafa íslendingar ekki verið jafnuppteknir
af sjóræningjum síðan í Tyrkjaráni 1627, enda höfum við blessunarlega
verið lausir við slíkar heimsóknir úr barbaríinu síðan.
En það er þó ekki svo að sjóræningjar séu okkur fullkomlega fjarri ann-
ars staðar en í myrkum sölum kvikmyndahúsanna. í Þrándheimi í Nor-
egi er nýlokið ráðstefnu, þar sem saman voru komnir háttsettir fulltrúar
stjórnvalda frá helstu sjávarútvegsríkjum Norður-Atlantshafs. Umfjöllun-
arefnið voru sjóræningjaveiðar.
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, vakti athygli í upphafi
þessa árs, þegar hann boðaði til blaðamannafundar og sagði sjóræn-
ingjum stríð á hendur. Sumir brostu í kampinn og fannst hinn nýi ráð-
herra færast mikið í fang og það með lítið annað en pennann að vopni.
En aðgerðanna var vissulega þörf og ráðherra greip til þeirra ráða, sem
honum voru tiltæk.
Talið er að um tveir tugir sjóræningjaskipa stundi ólöglegar karfaveiðar
á Reykjaneshrygg og nemur aflinn allt að 30 þúsund tonnum árlega. Veið-
arnar fara fram á alþjóðlegu hafsvæði, þar sem íslendingar ásamt öðrum
ríkjum í Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC) eiga veiði-
rétt. Til samanburðar má geta þess að úthafskarfaafli íslendinga í fyrra
var aðeins 16 þúsund tonn, en var um 50 þúsund tonn árið 2003.
Tilefni aðgerðanna var þvi nægt, en árangur þeirra hefur hins vegar
látið á sér standa, hugsanlega vegna sinnuleysis um sjóræningjaveiðarnar
meðal annarra þjóða, einkum þeirra, sem lítið eiga undir sjávarútvegi.
Frumkvæði sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar borið einn mikils-
verðan árangur, sem felst í vitundarvakningu um vandann. Það er því
gleðiefni að á ráðstefnunni í Þrándheimi skuli hafa verið ályktað um
samræmdar aðgerðir gegn sjóræningjaveiðunum, einkum með það fyrir
augum að meina sjóræningjaskipunum að taka land, hvort heldur er til
þess að landa afla, taka kost eða sækja aðra þjónustu.
Það er því nokkur von um að stemma megi stigu við þessum sjóræn-
ingjaveiðum, svo nýta megi fiskistofnana í hafinu umhverfis fsland
- fjöregg þjóðarinnar - með skynsamlegum og ábyrgum hætti. En hefur
verið nógsamlega kannað hver gerir þessi skip út? Eins og kom á daginn
í Smugudeilunni voru sumir íslenskir útgerðarmenn ekki yfir það hafnir
að gera út skip undir hentifána og væri fróðlegt að vita hver raunin er nú.
Þar væri fundið verðugt verkefni greiningardeilda hins opinbera, því ekki
verður því trúað að þeir sjóræningjar séu tómir draugar.
Andrés Magnússon
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm &auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavlk
Aöalsfmi: 510 3700 Sfmbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Islandspóstur
iárfesiiifir
Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í sima
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
MARKISUR
www.markisur.com
tl\B) En, EÍOíExt MÍL flr ÚHRNSA
ÆTtUNA MNí aF VlurUEtWh
UMFobSSVr
05 TtflNGRj SKýlS
ANUAD mL
FESSAR.PÆGHÍP
w
ÓPflUÞLEGflR,
:
Opið boðsbréf til áhrifafólks
Þetta opna boðsbréf sendi ég
ykkur, ellefu manns, sem hafið
það hlutverk að þjóna allri þjóð-
inni en ekki aðeins ótilgreindum
meirihluta- eða minnihlutahópum,
- einnig það að kynna ykkur eftir
föngum fyrir hönd þjóðarinnar mik-
ilsverðustu mál hennar. Þið eruð:
Forseti Islands, forsætisráðherra,
utanríkisráðherra, iðnaðarráð-
herra, umhverfisráðherra, ritstjórar
þriggja dagblaða, Morgunblaðsins,
Fréttablaðsins og Blaðsins, og stjórn-
endur eða fréttastjórar Ríkisútvarps-
ins, NFS og Skjás 1.
Ég býðst til að kynna ykkur virkj-
anasvæði Kárahnjúkavirkjunar í
dagsferð á þann eina hátt sem getur
veitt ykkur á svo skömmum tíma
yfirsýn með eigin augum yfir mann-
virkin og stærstan hluta áhrifa-
svæðis virkjunarinnar en ekki
aðeins lítinn hluta þess. Ég hygg
að þið öll hafíð farið í að minnsta
kosti daglangar boðsferðir á svæðið,
skoðað stöðvarhúsið og sýningu í Vé-
garði og farið á útsýnispall við Kára-
hnjúkastíflu. Sum hafa kannski ekið
svonefndan Kárahnjúkahring allan
eða að hluta en hann liggur í átt frá
aðaláhrifasvæði virkjunarinnar. í
auglýsingum Landsvirkjunar um Vé-
garð er sagt að þar séu fólki sköpuð
skilyrði til að mynda sér sjálfstæða
skoðun. Sú sjálfstæða skoðun byggir
á því að fólk sjái þar vel gerð gögn og
myndir af mannvirkjunum sjálfum
en lítið sem ekkert af myndum af að-
aláhrifasvæði virkjunarinnar né leið-
beiningar um það hvernig hægt sé
Klippt & skorið
að kynna sér það. Til dæmis kemur
fram að miðlunarlónið eigi að heita
Hálslón en ekki eru sýndar myndir
af Hálsinum sjálfum, sem lónið
heitir eftir, hvað þá úr Hjalladal sem
fara mun á kaf.
Af útsýnispallinum sér fólk að-
eins lítinn hluta lónstæðisins, mest
grjót og urð, og þegar ekið er frá því
um Kárahnjúkahring liggur leiðin
að mestu um berangur og auðn. Ég
hef sjálfur farið sem leiðsögumaður
í tveimur vönduðum boðsferðum
Ómar Ragnarsson
í þessum dúr þar sem í boði voru
glæsilegar veitingar og viðurgjörn-
ingur allan daginn, flogið í Boeing
757 millilandaþotum austur með
göngu í gegnum sérstak VlP-toll-
hlið á Reykjavíkurflugvelli; síðan
farið í fimm rútum með sérstakri út-
varpsstöð, setinn gala-kvöldverður í
Valaskjálf með skemmtiatriðum og
flogið til baka um kvöldið.
Eg get ekki boðið ykkur svona
þjónustu, heldur aðeins leiðsögn
mína, samlokur og gosdrykki og
beðið ykkur að hafa meðferðis góða
skó og sæmilegan útifatnað. Undan-
farin sumur hef ég farið með fólki
gangandi, akandi og fljúgandi um
svæðið á tveimur litlum flugvélum
og gömlum jeppadruslum. Hoppað
hefur verið á milli lendingarbrauta
á völdum útsýnisstöðum þar sem
stuttar gönguferðir hafa verið í boði.
Lengd gönguferðanna hefur fólk
ráðið sjálft. Á Sauðármelsflugvelli
við Brúarjökul er hægt að setjast að
snæðingi í gömlum húsbílsgarmi.
Margt af þessu fólki hafði áður farið
í hefðbundnar ferðir með endastöð
á útsýnispalli Landsvirkjunar. Ég
hef ráðið afviðbrögðum þess við því
sem það upplifði í ferðunum með
mér að þær hafi veitt því nýja og
dýrmæta sýn, bæði á mannvirkin
og áhrifasvæðin. Ég veit að þið eruð
önnum kafið fólk og hver dagur
dýrmætur. Þið gátuð þó séð af degi
eða jafnvel lengri tíma til að kynna
ykkur með eigin augum allvel aðra
hlið málsins en að litlu leyti hina
hliðina. Ég býð ykkur að sjá báðar
hliðarnar með eigin augum á dag-
stund eftir því sem kostur er meðan
það er ennþá hægt. Ég játa að ferð
mín er safari-ferð en ekki glæsiboðs-
ferð en ferðatilhögun getur verið ein-
staklingsbundineftirykkarþörfum.
Nánari upplýsingar getið þið fengið
á vefsíðunni hugmyndaflug.is eða
í síma 699-1414. Ég tel það skyldu
mín sem fjölmiðlamanns að gefa
ykkur kost á að kynna ykkur virkj-
unarsvæðið á fyrrgreindan hátt.
Síðan er ykkar að meta hverjar þið
teljið að ykkar skyldur séu.
Höfundur er fréttamaður.
Frá Flateyri bárust um helginafréttiraf því
að nýtt blað myndi spretta í íslenskri fjöl-
miðlaflóru með haustinu. Staðfesti skúbb-
foringinn Reynir Traustason
að hann væri í félagi við ýmsa
„fjársterka menn" um að hleypa
af stokkunum nýju blaði, sem
yrði hluti af stærri fjölmiðli í
september-október. Hafa að
vonum spunnist margvíslegar
kenningar um það hverjir bakhjarlarnir séu,
enda eiga menn frekar að venjast orðalaginu
„fjársterkir menn" (einkamálaauglýsingum en 1'
viðskiptafréttum. Eftir því var tekið að í þessari
sömu frétt Ríkisútvarpsins var vikið að orðrómi
um samsteypu Árvakurs, Árs og dags (sem gefur
út Blaðið), SkjásEins og Símans, en hann hefur
verið þrálátursíðasta misserið.
Af þessu drógu ýmsir þá ályktun að eitt-
hverjr af eigendum þeirra stæðu að
baki Reyni, en sú mun ekki vera raunin.
Viðskiptaspekúlantar telja helst að þarna séu
einhverjir minni spámenn á
ferðinni og hefur nafn Magn-
úsar Kristinssonar heyrst
nefnt (því samhengi. Hann á
nokkurt fé handbært, en ör
tækniþróun hefur gert það að
verkum að ekki þarf að kosta
ýkja mikið að hrinda nýju blaði
úr vör, þó það geti kostað sitt að reka það ef
harteríári.
En hvernig blað ætlar Reynir að búa til
og hvað er átt við með að það verði
hluti af stærri fjölmiðli? Mál manna er
að hér sé um að ræða vikublað í ætt við Helg-
arpóstinn sáluga og bræður hans, Pressuna,
Eintak og Morgunpóstinn,
sem fjölmiðlakóngurinn
Gunnar Smári Egilsson
og fleiri skemmtu sér við að
gefa út til forna. Segja menn
að löngum hafi verið rúm
fyrir slíkan miðil en með
hægfara andláti DV sé að skapast þörf fyrir
það. Annað mál er hvað Reynir á við um stærri
fjölmiðil. Sumirtelja að starfræktur verði vefur
samhliða blaðinu, en aðrir telja að hann muni
einnig ritstýra mánaðarriti, sem þá keppi
við MannKf sem enn er ritstjóralaust eftir að
Reynir gekk þar frá borði í liðnum mánuði.
andres.magnusson@bladid.net