blaðið


blaðið - 09.08.2006, Qupperneq 27

blaðið - 09.08.2006, Qupperneq 27
blaðið MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2006 Sambandsslit enn og aftur Sjarmatröllið Jude Law og þokkagyðjan Sienna Miller hafa nú endað ástarsamband sltt enn á ný. Segja sögur að í þetta sinn sé skilnaðurinn endanlegur. Kunnugir telja að Miller hafi ekki tekist að komast yfir hiiðarspor Law með barnfóstrunni. Láí henni hver sem vill. 35 Stórkostlegur Mugison Dragkeppni Islands 2006 í Pjóðleikhúskjallaranum í kvöld: Tár, )ros og pinnahælar Innipúkar landsins komu saman á skemmtistaðnum Nasa við Aust- urvöll um helgina. Fjölmargar hljómsveitir komu fram á hátíðinni en nokkrar þóttu standa uppúr að mati blaðamanna Blaðsins. LAUGAROAGUR Ég hafði aldrei heyrt um Solex áður en það er stelpnaband frá Hol- landi sem spilar mjög fjölbreytta og skemmtilega skringilega tónlist. Sum lög stelpnanna eru algerar perlur og að sumu leyti minntu þær mig á They Might be Giants! kannski vegna þess að þær voru bara tvær og voru einkennilegar en skondnar. Á eftir þeim spilaði önnur hljóm- sveit sem ég hafði ekki áður séð á tónleikum, hin bresk-íslenska hljómsveit Eberg. Þetta var í þriðja sinn sem hún spilar hérlendis en hún hefur haldið tónleika víðs- vegar um Evrópu við fínar undir- tektir. Mér fannst hún alveg frá- bærlega heillandi og ætla á næstu tónleika með henni hérlendis. Eftirminnilegasta band kvölds- ins var Throwing Muses. Hljóm- sveitin er formlega hætt en mun halda ferna tónleika í ár. Fjöl- margir harðir aðdáendur hennar gerðu sér ferð til landsins til að sjá hana á Innipúkanum. Geðveik, kynngimögnuð, áköf, rafmögnuð tónlist. Eyrun suðuðu það sem eftir var kvöldsins af hráum gít- arröddum Kristinar en það sem á eftir kom var of mjúkt til að lenda í nema kannski Hjálmar. Alltaf jafn furðulegt að dansa við íslend- ingaraggí og mýkt hljómanna full- komlega sveitaleg eins og mosi og blóðberg. SUNNUDAGUR Mugison steig á svið ásamt trommu- og bassaleikara á loka- kvöldi Innipúkans. Þeir Addi og Guðni komu í stað tölvu og tækja sem kappinn hefur notað á tón- leikum síðustu ár. Eins gaman og það er að horfa á hann aleinan á sviðinu var stórskemmtileg tilbrey t- ing að sjá hann með hljómsveit. Mugison var í miklu stuði og sýndi að hann er alls ekki háður tölvunni til að setja á svið frábæra tónleika. Hann spilaði vel valda blöndu laga af slðustu breiðskífum sínum, Lonely Mountain og Mug- imama Is This Monkeymusic? og tók sér það bessaleyfi að hæra frjálslega I útsetningum laganna. Þá spilaði hann einnig ný og áður óútgefin lög sem lofuðu gríðarlega góðu fyrir næstu breiðsklfu hans. Hljómsveitin Ampop þykir að mati margra töluvert betri á tón- leikum en á plasti. Eins fín og síð- asta plata þeirra, My Delusions, er þá hljómar sveitin töluvert betur á tónleikum og nær að skapa nánast yfirnáttúrlega fallegan hljómvegg á tónleikum sem gæti brætt hvaða íshjarta sem er. Ampop spilaði eldri lög I bland við ný og skilaði sínu mjög vel - svo vel að eftir tónleika þeirra hafði ég fengið ráðlagðan dagskammt af góðri tónlist og gat ekki hugsað mér að hlýða á stuðboltana í Baggalúti. birgitta@bladid.net atli@bladid.net „Keppnin er haldin í níunda skiptið og í ár eru átta keppendur, fjórar konur og fjórir karlar. Við munum því krýna bæði kóng og drottningu sem er nánast eins- dæmi í heiminum,“ segir Georg Erlingsson, framkvæmdastjóri keppninnar. Dragkeppni Islands 2006 verður haldin í Þjóðleikhús- kjallaranum í kvöld klukkan 22. „Dómnefndin er ekki af verri endanum í ár en í henni sitja þau Páll Óskar Hjálmtýsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Skjöldur Eyfjörð, María Pálsdóttir, en formaður dómnefndar er Björn Gunn- laugsson,“ segir Georg. „Keppnin í fyrra var frábrugðin öðrum keppnum okkar því þá ákváðum við að stækka keppn- ina aðeins með því að leyfa d r a g - ?' kóngum að taka V„ þátt og það ' ætlum við einnig að gera í ár. En það vildi ein- mitt svo skemmti- lega til að Tínó the tangolover sigraði í Sigurvegarinn 2005 Tinó the tangolover vann keppnina i fyrra og varð fyrsti dragkóngur islands- sögunar. henni og þar með skráði hann sig á spjöld sögunnar sem fyrsti drag- kóngur Islands,“ segir Georg. „Dragkeppni er mjög skemmti- leg afþreying og eru áhorfendur og keppendur brosandi, grátandi og I hláturskrampa yfir þessu öllu saman. Við ætlum núna í ár að byrja keppnina á svipaðan hátt og í fyrra og þá er rétt að nefna framhaldið á stuttmyndinni Dragzilla Queen of the mountain þar sem ég, Keikó, fór í fullum skrúða upp á Esjuna á 25 cm hælum og núna fá áhorfendur að sjá hvort ég komst niður aftur,“ segir Georg, sem kallar sig Keikó þegar hann er í fullurn skrúða. „Það má með sanni segja að það verði tár, bros og pinna- hælar í Þjóð- leikhúskjallar- anum í kvöld og vonumst við til þess að sjá sem flesta og ef þið látið ykkur vanta fáið þið hælaskó I hjartastað," segir Ge- org og hlær. naism Alvöru Qallahjól Full búð af góðum tilboclum Tyax Comp B6 Freistingar undirheimanna og flóknir eiturlyfjahringir Hinir klassísku sjónvarpsþættir Miami Vice áttu sitt blómaskeið á níunda áratugnum og nú hefur hug- myndin verið löguð til og stílfærð fyrir 21. öldina undir handleiðslu hins frábæra leikstjóra Michaels Mann. Það eru stórleikararnir Colin Farrell og Jamie Foxx sem leika löggurnar Crockett og Tubbs, en þeir vinna á laun við að uppræta stóran eiturlyfjahring sem flytur inn gríðarlegt magn af eiturlyfjum til Miami. Á meðan Tubbs vinnur með innflytjendunum í suðurhluta Florída er Crockett í slagtogi við eiturlyfjabaróna I Suður-Ameríku. Eftir því sem þeir vinna lengur með glæpamönnunum verða skilin á milli raunveruleikans og lyg- anna óljósari og ekki bætir úr skák þegar Crockett verður ástfanginn af eiginkonu stórtæks vopna- og eiturlyfjasala. Eins og í þáttunum sálugu munu flottir bílar, flottir kroppar og flott föt vera í aðal- hlutverki á meðan þeir Crockett og Tubbs reyna að forðast freist- ingar undirheimanna og uppræta eiturlyfjahringinn. Alvöru fjallahjól á frábæru verð! 30% afsláttur I GAP S: 5200 200 www. M I*

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.