blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 4
4 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaöiö Offita: Fleiri feitir en vannærðir mbl.is Fleiri einstaklingar eru nú of þungir en vannærðir á jörðinni, samkvæmt því sem fram kom á landbúnaðarhag- fræðiráðstefnu í Brisbane í Ástralíu í dag. Bandaríski prófessorinn Barry Popkin segir hlutfallið á milli vannærðra og of feitra hafa breyst mjög hratt á undanförnum árum enda fjölgi of feitum einstaklingum jafnt og þétt á sama tíma og van- nærðum einstaklingum fækki. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. Popkin segir 8oo milljón manns nú vera vannærða í heim- inum en að rúmlega milljarður manns sé of feitur. Þá segir hann engu landi í heimunum hafa tekist að koma í veg fyrir fitufar- aldur með batnandi lífskjörum. Popkin nefndi Kína sem dæmi um land þar sem margir hafi verið vannærðir fyrir nokkrum árum en þar séu nú margir of feitir og sagði hann að rekja mætti breytinguna í líkams- þyngd Kínverja bæði til þess að þeir stundi nú mun áreynslu- minni vinnu en áður og þess að þeir hafi til skamms tíma nærst á hrísgrjónum og grænmeti en nærist nú helst á kjöt- og feitmeti. Málshöfðunarréttur feðra í barnalögunum: Eiginmenn teljast feður annarra manna barna ■ Möguleiki á hefnd gegn barnsföður ■ Eiginmaður telst sjálfkrafa faðir barns ■ Komið í veg fyrir tilhæfulausar málshöfðanir, segir skrifstofustjóri dómsmálaráðuneytisins Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Barnalögin gera ráð fyrir að ef kona er í hjónabandi þá teljist eiginmaður hennar sjálfkrafa faðir barnsins. Þá skiptir engu hvort konan hafi haldið við annan mann sem er í raun blóð- faðir barnsins,” segir Gísli Gíslason, formaður Félags ábyrgra feðra. Mikil umræða varð á Alþingi fyrir nokkru um málshöfðunarrétt í faðernismálum. Loks var samþykkt sú meginregla að rétturinn sé ein- skorðaður við það að barn sé ófeðrað. Þannig getur kona raunverulega hefnt sín á fyrrum sambýlismanni með því að stofna til hjúskapar með öðrum manni fyrir fæðingu barns- ins og sá yrði um leið skráður faðir barnsins. Einnig getur eiginmaður útilokað blóðföður barns sem getið er með framhjáhaldi eiginkonunnar. „I hefndarskyni getur kona jafn- framt hefnt sín á manni sem hún slítur sambandi við og er þunguð eftir hann, með því að hefja sambúð eða ganga í hjónaband með öðrum manni áður en barnið fæðist. Með þessu yrði blóðfaðir barnsins rétt- laus til málshöfðunar þar sem barnið væri ekki ófeðrað.” Haukur Guðmundsson, skrifstofu- stjóri hjá dómsmálaráðuneytinu, telur að það myndi reyna á þanþol lag- anna ef kona myndi gera blóðföður réttlausan með þeim hætti að stofna til hjúskapar með öðrum manni fyrir fæðingu barnsins. „Það liggur fyrir í barnalögunum að ef barn er feðrað í hjúskap telst eiginmaðurinn faðir barnsins, þó svo að konan haldi við annan mann. Blóðfaðir hefur því ekki rétt til máls- höfðunar en aftur á móti er ákvæði BARNALÖGIN 2003 Til eru dæmi um tilhæfulausar málshöfðanir. Haukur Guðmundsson Skrifstofustjóridóms- málaráðuneytisins í lögunum sem heimilar barninu sjálfu að stefna vegna faðernis,” segir Haukur. Skiptir engu hvort konan ' hafi haldið við annan mann. Gisli Gislason, formaður Félags ábyrgra feðra höfðað mál gegn hverjum sem er og til eru dæmi um algjörlega tilhæfu- lausar málhöfðanir.” 2. gr. Feðrunarreglur um börn hjóna og foreldra i skráðri sambúð. Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það fæðist í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er fætt svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið i hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir samþúð sína í þjóðskrá með öðrum manni fyrir fæð- ingu þarnsins. „Megintilgangur takmörkunar á málshöfðunarréttinum við ófeðruð börn er að koma í veg fyrir tilhæfu- lausar málshöfðanir. Ef opnað er fyrir málshöfðunarréttinn í faðern- ismálum þá getur í raun hver sem er „Það er tilhneiging hjá dómstólum að túlka lögin með rúmum hætti í svona málum og það sama á við um þetta. Það er spurning hvernig dómstólarnir myndu taka á því ef kona gengur í hjónaband við annan mann og gerir blóðföður réttlausan ef það liggur fyrir að þau hafi átt í sannanlegri sambúð á þeim tíma sem barnið kemur undir,” bætir Haukur við. „Eftir námiö gat „Eftir að ég kláraði Skrifstofu- og tölvunámið hjá NTV í haust hefur Irfið verið ævintýri líkast. Ég starfaði áður á leikskóla en gat eftir námið valið á milli þriggja starfa. í dag hef ég tvöfalt hærri tekjur fyrir sama vinnutíma. Þetta nám er langbesta fjárfesting mín hingað til og hefur breytt öllu fyrir mig og börnin mín. Takk fyrir mig NTV!“ niv.is s Innritun og skráning í síma 544 4500 og á www.ntv.is Erlendir ökuþórar: Sleppa við ökuleyfissviptingu vegna slakra milliríkjasamskipta Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Erfiðleikar við að fylgja refsingu eftir milli landa gera það að verkum að útlendingar sleppa við ökuleyfissvipt- ingu að sögn lögreglustjórans á Hvol- svelli. Hann segir þó um undantekn- ingartilvik að ræða. Tveir erlendir ferðamenn voru mældir á yfir 150 km hraða á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Báðir sluppu við ökuleyfissvipt- ingu en samkvæmt reglugerð hefðu þeir átt að missa ökuleyfið í einn til tvo mánuði. „Útlendingar komast hjá ökuleyfis- sviptingu þegar ljóst þykir að erfitt getur verið að ljúka málinu með góðu móti hér heima,“ segir Kjartan Þor- kelsson, lögreglustjóri og sýslumaður á Hvolsvelíi. „Menn eru kannski að fara af landi brott og því erfitt að fylgja málum eftir. Það er jafnvel hætt við því að þau falli hreinlega niður.“ Lögreglan á Hvolsvelli stöðv- aði í síðustu viku tvo erlenda ferða- menn vegna hraðaksturs. Mældist annar þeirra á 153 km hraða en hinn á 162 km hraða. Báðir viðurkenndu brot sitt og greiddu sekt á staðnum. Annars vegar 37.500 krónur og hins vegar 45 þúsund krónur. Samkvæmt reglugerðum ber að svipta ökumenn ökuleyfi í einn til tvo mánuði aki þeir yfir 150 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. í áðurnefndum tilvikum voru er- lendu ferðamennirnir þó ekki sviptir ökuleyfum. Að sögn Kjartans er það misjafnt eftir löndum hvernig gengur að fylgja málum eftir. „Ef um Norðurlandabúa er að ræða þá er hægt að senda málin á milli landa. 1 öðrum tilvikum getur það verið mjög snúið." Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík er það undir hælinn lagt hvernig gengur að fylgja refsingu eftir milli landa. I gildi eru tvíhliða samningar milli Islands og fjölmargra landa sem kveða á um fullnustu refsingar. En þó samningar þessir séu til staðar eru þeir ekki alltaf virkir. Þannig getur það reynst erfitt að láta ökuleyfissviptingu gilda eftir að einstaklingur er farinn úr landi. I sumum löndum séu allt önnur umferðarlög í gildi og leyfilegur hámarkshraði mun meiri en hér. í þeim tilvikum er nánast ómögulegt samkvæmt lögreglunni í Reykjavík að krefjast þess að ökuleyfissvipt- ing haldi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.