blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 27
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 35 Trúlofaður? Heyrst hefur að stjörnurapparinn Kanye West hafi beðið kærustunnar sinnar og þau séu trúlofuð. Kappinn sem sló í gegn með laginu The Goid Digger á að hafa beðið kærust- unnar, Alexis, á ferðalagi sem fóru saman í fyrir skemmstu. Kanye vill ekkert tjá sig um málið og orðrómur hefur verið uppi um að hann skammist sín fyrir skvísuna og þess vegna fari þau svona hljóðlega með þetta. Sjöunda vikan hiá Magna Eftir sjö vikur af djammi, tónleikum og drama eru Rockst- ar-keppendurnir orðnir dálítið lúnir og eftir síðustu úrslit þar sem Josh og Jill féllu bæði úr keppni má segja að stressið sé líka að nálgast hættumörk. í þessari viku eru þau búin að vera í brjáluðu djammi í húsinu sem þau búa í, einhverjir fengu sér húðflúr, aðrir lágu í leti og fengu nudd og svo fóru þau í velheppnaða Las Vegas-ferð með Supernova. Það verður því spennandi að fylgjast með raun- veruleikaþættinum þessa vikuna og tónleikaþátturinn verður ekki síður skemmtilegur. Heyrst hefur að Magni muni taka lagið Don’t Follow með Alice In Chains og vona flest- ir að hann eigi eftir að standa sig vel. Þó hafa þær raddir heyrst hér á Fróni að einhverjir íslending- ar séu farnir að vonast eftir því að hann fari nú bara að falla úr keppni svo að hin stóra Amer- íka gleypi nú ekki alveg hann „Magna okkar.“ Ýmsir hafa líka rætt um móttökurnar sem hann muni fá á Keflavíkurflugvelli þeg- ar hann komi heim. Fyrst Silvía Nótt fékk lúðraþyt og læti fyrir að tapa í Eurovision hljóti nú sjálf- ur forsetinn með fríðu föruneyti taka á móti Magna okkar þegar hann loksins kemur heim. viti menn... ÞacTeru ekki nema örfáir dagar síðan Blaðið greindi frá því að Kevin Federline væri að klaga frú 3rifney Spears sem er víst eitthvað erfið við hann. [ sömu grein var sagt frá því að Britney myndi örugglega innan tíðar reyna að koma með yfirlýs- ingu um að það væri nú allt í himnalagi hjá þeim eða reyna að grípa til einhverra annarra örþrifa- ráða. Og viti menn, nú hafa þau hjóna- kornin ákveðið að þau ætli að endurnýja hjú- skaparheit sfn í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari kjafta- sögur. Britney vill ekki meina að neitt sé að hjá þeim og að þau hafi það voða gott saman. Þau ætla að hafa litla og ákaflega innilega athöfn þar sem þau ætla að endurnýja hjúskaparheitin, og svo virðist sem þetta sé eingöngu fyrir slúðurblöðin... ekki vegna þess að þau elski hvort annað. „Skilnaðurinn gaf mér nýja sýn" Jessica Sirrtpson segir að hún hafi aldrei verið ham- ingjusamari því að skilnaður hennar við Nick Lachey hafi veitt henni nýja sýn á lífið. Söng- og leikkonan sem er aðeins 25 ára gömul skildi við tónlistarmanninn Nick Lac- hey í nóvember síðastliðnum eftir stormasamt þriggja ára samband þeirra sem var fest á filmu í raunveruleikaþætt- inum Nick & Jessica. Hún segir að nú geti hún fýrst einbeitt sér að söngferlin- um og nú muni hún fyrst ná langt. „Ég er frjáls eins og fuglinn og nú þegar ég hef áttað mig á því hvað ég vil í K \ lífinu og hversu \ langt ég ætla mér get ég loks- ins farið að lifa,“ segir Jessica. Stoppaður af löggunni Kvikmyndastjarnan var stoppaður af lögreglunni síðasta laugardag við flugvöllinn í Los Angeles eftir að kappinn fór yfir á rauðu ljósi. Leikarinn var tekinn fyrir umferðarlagabrot og honum var sleppt með áminningu samkvæmt TMZ. com en hann var á leið í burtu frá Los Angeles. Það er gríðarlega mikill öryggisviðbúnaður á flugvellinum eftir hryðjuverkahótun- inaá Heathrow um daginn og má segja að ör- yggisverðirnir hafi verið með hjartað í buxun- um þegar þeir gripu leikarann glóðvolgan. ('■*r ■** Svalir „skeitarar" Fátt er svalara fyrir unga töffara þessa dagana en að leika sér á hjólabretti í bænum. Þessir hjólabrettatöffarar voru orðnir svangir og þreyttir eftir að hafa leikið listir sínar fyrir gesti og gangandi en þá er líka tilvalið að setjast niður með pizzu, snakk og gos og gæða sér á skyndibitanum sem er ákaflega móðins hjá svona „skeiturum“. Það myndi algjörlega skemma ímyndina að draga upp nestisbox sem innihéldi rúgbrauð með kæfu eða eitthvað álíka þjóðlegt, það væri algjörlega „out“. Léttur í loftinu Hjólabrettagæinn hreinlega svífur yfir brettinu og það lítur út fyrir að þetta sé enginn vandi. Það veit hins vegar hver sá sem fæti hefur stigið á hjólabretti að svona loftfimleikar krefjast þrotlausra æfinga og að þessi ungi herramaður er ekki að stíga á brettið í fyrsta skipti. Mnnm Boy Georae sopar Platan er búin til af DJ Gyngy vyt- us og á henni eru lög á borð við No Sizzuruprises, Flamboastin’ Android og Talk Show Hoes. Þetta eru tvær nýjustu plöturn- ar í langri röð platna sem kemur út til heiðurs köppunum í Radio- head en plöturnar hafa verið eins misjafnar og þær hafa verið marg- ar, allt frá klassískum útgáfum af rokklögum bandsins og út í rafút- gáfur sem eru langt frá uppruna- legu tónlistinni. Skeet Spirit, A Crunk Tribute to Radiohead er hægt að nálgast á netslóðinni Zoomzip.kil.la/ske- etspirit/, en Rockabye Baby! Lulla- by Renditions of Radiohead verð- ur gefin út af Baby Rock Records þann 29. ágúst næstkomandi. George O'Down, betur þekktur sem Boy George, hóf störf fyrir hreinsunardeild New York-borgar í Bandaríkjunum í gær. Popparinn var dæmdur á dög- unum í fimm daga þegnskyldu- vinnu eftir að hann við- urkenndi að hafa logið að lögreglu um innbrot í íbúð sína í borginni.Mun hann taka út refsingu sína með því að hreinsa göt- uríManhatt- an með sóp að vopni. Rockabye Baby! Lullaby Rend- itions of Radiohead er önnur af tveimur plötum sem á að gefa út til heiðurs rokkurunum í Radio- head, en plötunni er ætlað að kynna börnum nútímans eitt af þekktustu rokkböndum sögunn- ar. Platan inniheldur lög á borð við Paranoid Android, Knives Out og There There og er spiluð á hljóðfæri eins og klukkuspil og víbrafón. Lögin eru í rólegum útgáfum og segja útgefendur að hún henti einkar vel fyrir rokkar- abörn sem dá og dýrka töffarana frá Oxford. Hin platan, sem er nú þegar komin út á Netinu og hægt er að hlaða niður ókeypis, er Skeet Spi- rit, A Crunk Tribute to Radiohead.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.