blaðið - 15.08.2006, Side 18

blaðið - 15.08.2006, Side 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaðiö menntun heilsa@bladid.net Leikur aö læra Þaö er leikur að læra leikur sá er mér kær, að vita meira og meira, meira’ í dag en í gær. Próf eru ekki bara próf - fjölbreyttar námsmatsaðferðir á öllum skólastigum »»v Nemendur þreyta próf Kennarar á öllum skólastigum eru óhræddir viö aö beita nýstárlegum prófum og aöferðum við að meta frammistööu nemenda. Hægt er að meta nám og frammi- stöðu nemenda á fleiri vegu en að leggja fyrir þá hefðbundin próf. Á undanförnum árum hefur áhugi á nýjum námsmatsaðferðum aukist til muna hér á landi og eru kennar- ar óhræddir við að feta nýjar slóð- ir og gera áhugaverðar tilraunir. Þróunarinnar hefur gætt á öllum skólastigum, allt frá leikskóla upp í háskóla. Samtök áhugafólks um skólaþróun héldu í gær ráðstefnu um námsmatsaðferðir þar sem að- alfyrirlesarar brugðu upp mynd af stöðu námsmats á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. í framhaldi af því kynntu kennarar af öllum skóla- stigum áhugaverðar hugmyndir um ólíkar námsmatsaðferðir. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í kennslufræði við Kennaraháskóla íslands og ritari Samtaka áhuga- fólks um skólaþróun, segir fjöl- breytni stöðugt að aukast á þessu sviði og ólíkum aðferðum beitt við að meta frammistöðu nemenda og leggja fyrir þá próf. Nemendur meta frammi- stöðu hver annars „Við erum að tala um öðruvísi próf, til dæmis próf þar sem nem- andinn getur undirbúið sig, veit til dæmis hver prófverkefnin eru eða má nota hjálpargögn. Við erum einnig að hugsa um samvinnupróf þar sem nemandinn má jafnvel bera sig saman við hina. Þá hefur einnig verið rætt um að efla aftur veg verklegra og munnlegra prófa. Síðan eru uppi hugmyndir um að efla sjálfsmat og jafnvel jafningja- mat þar sem unglingar taka sjálfir þátt í mati á verkefnum,“ segir Ing- var, en áréttar að þessum prófum sé ekki ætlað að koma í staðinn fyr- ir hefðbundin próf heldur eigi að nota þau samhliða. „Það er enginn að tala um að leggja niður hefðbundin próf. Hefð- bundin próf mæla aðeins vissa þætti og því þarf að beita öðrum aðferðum til að mæla til dæmis áhuga, dugnað, hugvitsemi. Það er til dæmis mjög erfitt að prófa hug- myndaflug með hefðbundnu skrif- legu prófi.“ Ingvar er prófessor í kennslu- fræðum við Kennaraháskólann og þar á bæ hafa menn verið óhrædd- ir við nýjungar í námsmati á und- anförnum árum og meðal annars prófað sig áfram með jafningjamat og heimapróf. „Við erum með mjög stóra hópa nemenda í fjarnámi og í stað þess að kalla þá suður höfum við lagt fyrir þá próf í gegnum tölv- urnar og gefið þeim einn dag til að skila verkefnum," segir Ingvar. Samráðsvettvangur kennara Samtök áhugafólks um skóla- þróun voru stofnuð í nóvember á síðasta ári og segir Ingvar tilgang þeirra meðal annars að hvetja kennara til að miðla hver öðrum af reynslu sinni, skrá hana og gera hana aðgengilegri. „Blaðamenn geta séð hvernig starfsbræður þeirra á öðrum blöð- um vinna með því að lesa blöðin og nýjungar leyna sér ekki. Það horfir öðruvísi við með nýjungar í skóla- stofu. Þú sérð þær ekki á síðum blaðanna," segir Ingvar og tekur undir að fram að þessu hafi vantað eins konar samráðsvettvang fyrir kennara. Samtökunum er meðal annars ætlað að bæta úr því. „Þess vegna komum við upp vefnum okk- ar skolathroun.is en þar ætlum við að fara út í útgáfustarf og hafa til reiðu rafrænt efni fyrir kennara á öllum skólastigum.“ Að auki hafa samtömin gengist fyrir fundum um skólamál með- al starfsfólks skóla auk þess að vera menntamálaráðuneytinu til ráðgjafar um ýmis mál eins og ný grunnskólalög. Upphaf skólagöngunnar: Reynir á börn og foreldra Það geta verið mikil viðbrigði fyr- ir sex ára barn að byrja í skóla. Ým- is vandamál geta komið upp fyrstu dagana og vikurnar sem taka verður á. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræð- ingur hefur flutt fyrirlestra fyrir for- eldra um þroska barna við upphaf skólagöngu og leitaði því Blaðið ráða hjá henni. Erfitt að sleppa hendi af barninu Þórkatla segir mikilvægt að undir- búa barnið vel undir upphaf skólans. ,Miklu má!i skiptir að tala við börn- in um skólagönguna sem eitthvað skemmtilegt sem muni ganga vel og benda þeim á að í skólanum sé full- orðið fólk til staðar sem hjálpi þeim ef eitthvað bjátar á,“ segir Þórkatla. Hún segir að yfirleitt séu foreldrar barnanna með þeim fyrsta daginn. „Kennarar sex ára barna hafa sagt mér að sumir foreldrar hafi verið með alla fyrstu vikuna. Það er reynd- ar sjaldgæft en stundum nauðsyn- legt,“ segir Þórkatla og bætir við að þá sé barnið ekki tilbúið að sleppa hendinni af foreldrum sínum. Einn- ig finnst foreldrum oft erfitt að horfa á eftir barninu sínu fara í skóla. „Foreldrum finnst oft mjög erfitt að horfa á eftir barninu sínu fara inn í stærri heim heldur en það hafði ver- ið í á leikskólanum. Þeir eru kvíðnir og spyrja sig hvort barnið þori að spyrja ef það þarf að fara á klósett- ið? Hvernig koma eldri börnin fram við barnið mitt? Mun það læra að haga sér og svo framvegis. Það eru eðlilega margar spurningar í huga foreldra á þessum tímamótum," seg- ir Þórkatla. Jafnmisjöfn og þau eru mörg Miklu máli skiptir hvort barnið hafi verið á leikskóla áður en það byrj- ar í fyrsta bekk grunnskóla. „Barnið er þá vant að vera í stórum hópi og þurfa að fylgja reglum sem gilda þar og er orðið félagslega þroskaðra,“ seg- ir Þórkatla og bætir við að foreldrar verði samt að reikna með að þetta sé Að byrja í skóla Þaö eru mikil viöbrigði fyrir barn aö hefja skólagöngu og mikilvægt að foreldrar búi þau vei undir tímamótin og séu í góöu samstarfi við kennara. mikill umbreytingartími fyrir barn- ið og það verði oft þreytt, pirrað og jafnvel svolítið rellið. „Börn eru jafnmisjöfn og þau eru mörg og sum eru alveg tilbúin til að byrja í skólanum á meðan önnur eru meira seinþroska og lengur að átta sig á því til hvers er ætlast af þeim í þessu umhverfi. Auðvitað eigum við að gefa þeim það svigrúm sem þau þurfa og rjúka ekki til og ákveða að um eitthvert viðvarandi vandamál sé að ræða,“ segir Þórkatla en bætir við að þó sé nauðsynlegt að hafa aug- un opin. „Foreldrar þurfa að nefna það við kennarann að þeir vilji fá að vita ef einhver vandamál koma upp. Sára- sjaldan vilja kennarar ekki ónáða for- eldrana heldur bíða og sjá hvort þetta lagist ekki af sjálfu sér. Eg held að það skipti mjög miklu máli að foreldrar og kennarar vinni saman að því að fá barnið til að una sér í skólanum og það er ekki eftir neinu að bíða með það. Ef barnið er ekki farið að una sér eftir nokkrar vikur þá þurfa kannski foreldrar og kennarar að setjast niður og ræða leiðir til þess að laga það,“ seg- ir Þórkatla og bætir við að það skipti máli að tekið sé á vandamálunum sem fyrst. Námsefniskynning: Örar breytingar á rafrænu náms- efni grunnskóla Námsgagnastofnun efnir ti! kynningar á námsefni í Árbæjar- skóla fimmtudaginn 17. ágúst. Sýningin stendur frá kl. 8:30 til 16 og eru allir velkomnir. „Við ákváðum að standa fyrir þessum sýningum til að kynna bæði foreldrum og kennurum allt það námsefni sem er í þoði hjá okkur,“ segir Hrafnhildur Haf- steinsdóttir, kynningarfulltrúi hjá Námsgagnastofnun, og bætir við að á sýningunni sé að finna allt nýjasta efnið í öllum greinum en alls er stofnunin með yfir 2.000 titla á skrá. Hægt verður að skoða vefefni í tölvustofum og einnig verður hægt að horfa á úrval fræðslu- mynda. Fræðslufundir verða haldnir fyrir og eftir hádegi og er nauðsynlegt að skrá sig. Einnig verða fjórar stuttar vef- kynningar í tölvustofunni. Hildigunnur Halldórsdóttir, tölvunarfræðingur, kynnir vef stofnunarinnar og margt af því fjölbreytta vefefni sem þar er að finna. Kynningarnar verða klukkan 10,11,13 og 14. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á þær kynningar. Lært af skjánum örþróun á sérstað í gerð rafræns námsefnis sem hefur meðal annars þann kost að ódýrara og auðveld- ara er að uppfæra það en hefð- bundið námsefni. Auðvelt og ódýrt Hrafnhildur segir að örar breyt- ingar séu í gerð námsefnis fyrir grunnskóla, ekki síst á sviði gagnvirks efnis. „Við sjáum örustu breytingarnar í gerð rafræns námsefnis. Við erum með stórfellda útgáfu á vefefni og því höldum við svona vefkynningar. Það sem er gott við rafræna efnið er að það er auðveldara og ekki eins kostnað- arsamt að uppfæra það og gera endurbætur á því. Við vitum að í ýmsum skólum og þá sérstak- lega úti á landi er þetta enn ekki raunhæft en þetta er framtíðin og við erum að reyna að vera framarlega á þessu sviði og ryðja aðeins brautina," segir Hrafnhildur. Efni fyrir börn og foreldra Hrafnhildur bendir á að á vefsíðu Námsgagnastofnunar www. nams.is sé að finna mikið efni fyrir foreldra og börn sem þau geta notað sér að kostnaðar- lausu. Þar er hægt að finna gagnvirkt námsefni á ýmsum sviðum og hægt að leita eftir stikkorðum. „Þá eru margir frábærir vefir þarna inni eins og til dæmis vefur um íslenska fugla. Þar getur maður smellt á hvern einasta fugl og fengiö upp ýmsar upplýsingar um hann,“ segir Hrafnhildur og bætir við að einnig sé að finna þar sambæri- lega vefi um íslenskar plöntur og íslensk húsdýr.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.