blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 30
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaöiö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Förum við ekki létt með Spánverjana? „Við crum reyndar alltaf góðir í yináttuleikjnm en égheld aö peir sén núm eri of stórir fyrir oklcur. Eg á reyndar von á pví að hæði liðin gefi óreyndari mönnum tækifæri, en petta verður naumt tap hjá okkur." Hermanu Gunnarsson, knattspyrnuhetja. Islendingar mæta Spánverjum í vináttu- landsleik á Laugardalsvelli i kvöid. Smáborgarinn AÐ SPRINGA ÚR SORG Smáborgarinn er ástfanginn af miðborginni. Hann elskar hana þó meira á björtum degi en myrkri nóttu enda hræðist hann eilítið drukkið fólk og er hræddur um að verða fyrir flösku og hljóta af því Ijótan skurð og digurt ör þegar fram líða stundir. Það er líka nauð- synlegt að gæta sín á myrkinu - það geymir jú margt misjafnt eins og útvarþsmaðurinn sagði. Reykja- vík er yndisleg, það er engum blöðum um það að fletta. Fátt er betra en að arka um borgina vel klæddur í frosti og stillu eða njóta sólarinnar á Austur- velli á heitum sumardegi í góðra vina hóþi. Endurnar eru þó löngu farnar og torkennilegir sjófuglar hafa tekið þeirra sæti. Smáborgar- inn saknar andanna stundum en hefur þó ákveðið að gefa hinum séns, veifa þeim glaðhlakkalega á hverjum morgni og jafnvel kasta til þeirra æti stöku sinnum. Smáborgarinn býr í 101 Reykjavík eins og allt siðað fólk gerir. Það er hluti af daglegu lífi hans að setjast inn á kaffihús, rölta Laugaveginn Við skulum anda djúpt, bíða af okkur óveðrið og sækja hina ýmsu viðburði. Það er Ijúft líf sem þó ber stöku sinnum skugga á. Það er einn dagur sem Smáborgarinn óttast öðrum fremur á árinu. Dagurinn sá er síðla sumars og brátt fer að líða að því að hann renni uþþ. Við erum að tala um menningar- nótt. fskalda og svarta ófreskju sem leggst yfir miðborgina eins og mara. Þetta er kvöldið sem úthverfaskrílinn hóþast í stríðum straumum í hjarta borgarinnar svo það tútnar út í hið óendanlega og sþringur að lokum af sorg. Nóttin umrædda byrjar oft stóráfallalaust, fólk með barnavagna hóþast saman og sækir þær skemmtanir sem í boði eru. Svo dimmir yfir og fröken Reykjavík er svivirt með glerbrotum og dólgslátum illa siðaðra manna og kvenna. Smá- borgarinn gægist út um gluggann sinn á Laugavegi og bíður af sér storminn. Þegar lægir á ný mun hann trítla út á vígvöllinn, tína upp brotin og kanna hvort allt sé við það sama. Hvort besta kaffið fáist ekki enn við Skólavörðustíginn og gangastéttarhellan fyrir utan Vín- berið sé ekki eins og hún var í gær. Við skulum anda djúþt, bíða af okkur óveðrið og vona það besta. Við skulum vona að það blæði ekki úr morgunsárinu Bældir nútímakarlmenn Sigmar B. Hauksson, veiðimaður með meiru, hefur þungar áhyggjur af því að íslenskir nútímakarl■ arbæli veiðieðlið í sjálfum sér. ■ 1 Útivistin min ft, m 1 k m í 'i r ^ Allir karlmenn hafa veiðigenið í Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, er annálað- ur veiðimaður og kemur því ekki á óvart að hann kjósi helst að halda á veiðar þegar kemur að útivist. „Ég stunda aðallega veiðar á sumrin en annars fer ég að veiða eins oft og ég get. Ef ég á lausa stund þá reyni ég það,“ segir Sigmar og bætir við að það fari eftir árstíma hvaða bráð verði fyrir valinu. „Nú erum við í laxveiðinni, eftir rúma viku hefjast gæsaveiðar, síðan kemur hreindýr- ið og svo hefjast rjúpnaveiðarnar. Þetta er því sannkallaður sælutími veiðimannsins,“ segir Sigmar en bendir aftur á móti á að tímabilið frá því í febrúar og fram í júní reyn- ist veiðimönnum oft erfitt og leiðin- legt. Þegar Sigmar er spurður hvað hann fái út úr þessu áhugamáli sínu svarar hann því til að veiðar séu úti- vist með tilgangi. „Maður verður þátttakandi í náttúrunni en ekki að- eins áhorfandi og síðan fylgir þessu náttúrlega oft frábær félagsskapur góðra vina. Síðast en ekki síst er þetta náttúrlega einhver hollasti og besti matur sem völ er á án allra aukaefna og fitusnauður.“ Sigmar á ekki langt að sækja veiði- ástríðuna og má jafnvel segja að hún sé honum í blóð borin þar sem bæði sér faðir hans og afi voru veiðimenn. Sig- mar vill reyndar meina að allir karl- menn séu veiðimenn í eðli sínu. „All- ir karlar hafa veiðigenið í sér. Mestan þann tíma sem við höfum verið á jörðinni höfum við verið veiðimenn. Ef við miðum við sólarhringinn þá erum við aðeins búnir að vera akur- yrkjumenn og bændur í korter,“ segir Sigmar og bætir við að það þurfi að laða veiðieðlið fram í karlmönnum nútímans. „Það er mjög mikið bælt i íslenskum karlmönnum í dag og ég hef þungar áhyggjur af því. Eg hvet því alla karla til að fara að veiða og finna karlinn í sjálfum sér,“ segir Sigmar B. Hauksson að lokum. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá i-g lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fýlkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 4 2 5 6 5 9 1 3 8 6 1 4 7 5 6 1 6 7 5 8 1 2 3 1 8 7 3 5 6 9 1 3 7 5 2 8 4 6 9 4 5 2 6 9 3 7 1 8 6 8 9 7 i 4 3 2 5 9 1 8 2 3 6 5 4 7 2 6 5 4 7 9 8 3 i 3 7 4 1 8 5 6 9 2 5 2 6 8 4 1 9 7 3 7 4 3 9 5 2 1 8 6 8 9 1 3 6 7 2 5 4 by Jim Unger Reykingarottur eða reyklausar? HEYRST HEFUR... Herferð Morgunblaðsins gegn svonefndum ofúrlaun- um hefur tæpast farið fram hjá nokkrum lesanda blaðsins, en mörgum þykir merkilegur sam- hljómur í málflutningi Mogga og Samfylkingar í þeim efnum. Það má þó eins heimfæra upp á stjórnarandstöðuna alla, en í á leiðaraopnu blaðsins á föstudag var leitað álits formanna stjórn- arandstöðuflokkanna, sem reyndust sammála Morgunblað- inu um að gera þyrfti breytingar á skattkerfinu til þess að auka jöfnuð. Tæpast hafa margir tekið andköf y fir því, en hitt mátti heita merkilegra hverjir urðu til svara. Þar var vitaskuld rætt við þau Guðjón Arnar Kristjánsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Stein- grím J. Sigfússon, en svo var líka rætt við Guðna Ágústsson, varaformann Framsóknar- flokksins! Mönnum var ekki kunnugt um að landbúnaðar- ráðherraværieinn af leiðtogum stjórn- arandstöðunnar, enkannsld þetta sé einhver vísbending fyr- ir flokksþingið um næstu helgi... 7'ilhjálmur Þ. Vilhjálmsson V erkominnafturtilstarfa í Ráðhúsinu, en hann tók sér langþráð sumarfrí eítir annir undan- farinna mánuða í prófkjöri, kosninga- baráttu og fyrstu daga í borgarstjóra- stóh. Vilhjálmur brá sér á sólar- strönd til Kanaríeyja, en hann hefur tekið svo hressilega lit að gárungarnir segja engu líkara en að Vilfi hafi farið alla leið til sólarinnar í sumarfrí... Frí stjórnmálamanna geta ver- ið með ýmsum hætti. Þannig taka menn eftir að þó þingmað- urinn Mörður Árnason sé illa fjarri góðu gamni er hann samt í miklu stuði ef marka má vefhans (www.mordur.is) og lætur hann gamminn geisa um hvaðeina. Stallbróðir hans Helgi Hjörvar hvarf hins vegar nánast yfir hásumarið, en nú er loks farið að kræla á færslum á vef hans á ný (www.helgi.is). Ekkisíðurverða menn hans þó varir í sjónvarp- inu, en hann er staðgengill Marðar í morgunsjónvarpi NFS á fimmtudagsmorgnum, og brýtur landsins gagn og nauð- synjar til mergjar f kapp við Pétur H. Blöndal, kollega sinn í Sjálfstæðisflokknum... M Dofri Hermannsson, vara- borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, skrifaði grein í Morg- unblaðið á mánudag, þar sem hann tók undir málflutning Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur, formanns Samfylkingarinn- ar, í nýlegu viðtali við NFS, en þar kvað hún nauðsynlegt að taka málstað náttúrunnar gegn stóriðjunni. Af þessu draga sumir þá ályktun að Dofri geti hugsað sér að reyna fyrir sér í landsmálunum ekki síður en á vettvangi borgarinnar... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.