blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÖST 2006 blaðift Flugmálastjóri: Ætlar að svara Flugmálastjóri mun svara bréfi flugumferðarstjóra á næstu dögum að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Flugmálastjórnar. „Bréfinu verður svarað á næstum dögum en ekki í gegnum fjöl- miðla. Við viljum svara svona bréfum innanhúss Flugumferðarstjórar sendu flugmálastjóra bréf í síðustu viku þar sem óskað var eftir afstöðu hans til þeirra vinnu- bragða Flugmálastjórnar að skylda veikan mann til að mæta í vinnu. Utanríkisráðherra: Fundað með Norðmönnum Valgerður Sverrisdóttir, utan- ríkisráðherra, fundaði í gær með norska starfsbróður sínum, Jonas Gahr Store, en hann er nú í op- inberri heimsókn hér á landi. Á fundinum var rætt um samstarf þjóðanna og sameiginleg hags- munamál sem og þróun mála á norðurslóðum, sjóræningja- veiðar og stöðuna í síldarmálum svo fátt eitt sé nefnt. Þá var farið yfir stöðuna i varnarviðræðum Islands og Bandaríkjanna og framboð lslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Rafrænt greiðslukerfi Strætó er enn í vinnslu: Tvö hundruð milljóna króna tilraunum að Ijúka ■ Hefur tekið hálft ár í undirbúningi ■ Miklir erfiðleikar segja vagnstjórar Eftir Gunnar Reyni Valþórsson gunnar@bladid.net Stórum hluta viðskiptavina Strætó bs. verður boðið að nýta sér rafrænt greiðslukerfi sem unnið hefur verið að um nokkra hríð. Heimildarmenn Blaðsins á meðal vagnstjóra segja að kerfið sé meingallað en aðstoð- arframkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að byrjunarörðugleikar séu að baki. „Þetta er stórt verkefni sem er í ákveðnum farvegi," segir Hörður Gunnarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Strætó bs. „Nú er að ljúka ákveðnu til- raunatímabili sem hefur ein- angrað ákveðna erfiðleika og nú má segja að kerfið sé orðið starfhæft í lang- flestum bílum.“ Hörður segir að framundan sé að setja kerfið í gang fyrir almenning að hluta til. „Það verða gefin út kort til almennra viðskiptavina á næstunni." Tilraunatíma- bilið hefur staðið yfir fyrri hluta ársins og kerfið er komið í alla bíla á vegum Strætó. „Þetta verður ákaflega gott og skemmtilegt kerfi sem býður upp á mikla möguleika." Vagnstjórar hjá Strætó bs. sem Blaðið ræddi við segja að illa hafi gengið að koma kerfinu í gagnið. Þeir segja að langur vegur sé frá því að það virki sem skyldi og gagnrýna þeir einnig kostnaðinn sem þeir segjast hafa heyrt að sé í kringum 200 millj- ónir króna. Hörður segist ekki vilja taka svo djúpt í árinni að segja að illa hafi gengið að koma kerfinu í gagnið. „Vissulega er þetta stórt verkefni sem hefur tekið tíma, en þetta er í ákveðnum farvegi. Það verður spennandi að s j á hvernig gengur í haust þegar nokkuð stór hluti okkar við- skiptavina getur farið að nota kerfið.“ Hann segir rétt að um nokkra byrj- unarörðugleika hafi verið að ræða. ,Þeir voru þónokkrir en kerfið hefur að miklu leyti komist yfir þá í dag. Ég held að gangurinn í þessu sé ekkert öðruvísi en í svipuðum verk- efnum annars staðar.“ Að sögn Harðar er kerfinu fyrst og fremst ætlað að innheimta fargjöld og halda utan um notk- unina á vögnunum. „Þetta býðurlíka upp á mikla valkosti í til- boðum til viðskipta- vina okkar.“ Aðspurður um kostnað- innviðverkefniðsegistHörður ekki vilja nefna eina tölu í þeim efnum. „Auðvitað kostar þetta heil- mikla peninga.“ Hann bendir á að um sé að ræða víðtækt hugbúnaðarkerfi sem smíðað sé af innlendum aðilum. „Það er að því stefnt að þetta geti orðið víðtækt þjónustukerfi hjá borginni. Auðvitað er upphafskostnaður nokkur en það er stefnt að því að hann skili sér í framtíðinni.“ HJÁ ORMSSON - í FIMM VERSLUNUM OG UMBOÐSMÖNNUM BJÓÐUM STÓRKOSTLEGT ÚRVAL HEIMILISTÆKJA, VEGGSJÓNVARPA, HLJÓMTÆKJA O.M.FL. MEÐ 15-40% AFSLÆTTI MEÐAN BIRGÐIR ENDAST! SAMSUNG LE32M51BX 32" háskerpu LCD sjónvarp SAMSUNG DVD-1 25 DVD upptökutæki og spilari Verð áður: 264.900 kr. TILBOÐSVERÐ: 219.900 kr. Þú sparar: 45.000 kr UPPÞVOTTAVÉL MEÐ ÍSLENSKU STJÓRNBORÐ! STÁL: 89.000 kr. HVÍT: 79.000 kr. 1700W Turbo ryksuga Verð áður: 10.990 kr. TILBOÐSVERÐ: 7.990 kr. Þú sparar: 3.000.- kr Pottar og pönnur 25-40% afsláttur Strjáujárn 20% afsláttur SHARR 26” LCD Sjónvarp Verð áður: 1 49.900 kr. TILBOÐSVERÐ: 1 29.900 kr. Þú sparar: 20.000 kr. Éibrabantia sotld company Strauborð, ruslafötur og margt fleira. Hönnun á heims- mælikvarða. '2Ö%' vafslátturJ Frábært úrval af DVD hljómleikadískum - 20% afsláttur tölvuleikir frá 590 kr. stk. ÞU GERIR EKKI § BETRI NÉ VANDAÐRI KAUP AEG þvottavél 1600 snúninga, 6 kg., Islenskt stjórnborð. AEG þurrkari mjög hljóðlátur, fjöldi prógramma, (slenskt stjórnborð. ' .ýffiðw Lavamat76S2o Lavatherm 57820 TILBOÐ: KR. 175.000 PARIÐ (Fullt verð: KR. 213.900) íimi\S(¥lVASTA PAll LVNpSlNS KOMDU OG GERÐU GÓÐ KAUP! ORMSSON i 1. LÁGMÚLA 8 • Simi 530 2800 2. SÍÐUMÚLA 9 ■ Sími 530 2800 3. SMARALIND • Simi 530 2900 4. AKUREYRI • Simi 461 5000 5. KEFLAVÍK • Sími 421 1535 Vopnahlé í Líbanon: Báðar fylkingar lýsa yfir sigri Líbanskir borgarar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna á milli Israelshers og skæruliða Hizbollah í landinu undanfarinn mánuð tóku að snúa til síns heima í gær í kjölfar þess að vopnahlé tók gildi. Þrátt fyrir vopnahléið gerðu Israelar árásir á nokkra skæruliða Hizbollah í suðurhluta landsins stuttu eftir að það tók gildi. ísraelsk stjórnvöld hafa áskilið sér rétt til þess að gera árásir á Hizbollah telji þau sér ógnað. I fyrsta skipti í mánuð gerðu skæruliðar Hiz- bollah ekki eldflauga- árásir á ísrael, en þrátt fyrir það hafa stjórnvöld óskað eftir þvi að íbúar í norður- hluta landsins bíði með að halda til síns heima. Fulltrúar ísraelskra og líb- anskra stjórnvalda funduðu með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna á landamærum ríkjanna í gær um framkvæmd vopnahlésins. Var fundurinn fyrsta skrefið í átt að því að líbanskir hermenn taki við öryggisgæslu í samstarfi við fjöl- þjóðlegt herlið, sem hefur umboð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, í suðurhluta landsins. Önnur lykil- atriði vopnahlésins er að Hizbollah láti af árásum á Israel og að ísraelar dragi herlið sitt frá Líbanon þegar fjölþjóðlegt herlið kemur á svæðið. Bæði fulltrúar Hizbollah og ísraelskra stjórnvalda lýstu yfir sigri í átökunum í kjölfar þess að vopnahléið tók gildi. I flugriti frá Hizbollah sem dreift var í gær var Líbönum óskað til hamingju með hinn „mikla sigur” á ísraelum. Mark Regev, utanríkisráðherra ísraels, sagði í gær að hernaðarað- gerðirnar hefðu meðal annnars gert það að verkum að Hizbollah væri ekki lengur „ríki í ríkinu” í suðurhluta Líban- ons og að geta skæru- liða þeirra til að gera eldflaugaárásir á ísraela væri úr sögunni. Stjórnmálaskýrendur telja vopnahléið standa veikum fótum og að auðveldlega geti slegið í brýnu á ný milli Hizbollah og ísraela. Skiptar skoðanir eru um hvenær raunhæft sé að senda fjöl- þjóðaher til suðurhluta Líbanons. Breska ríkisútvarpið hefur eftir háttsettum embættismanni Sam- einuðu þjóðanna að það geti tekið hátt í mánuð en Javier Solana, utan- ríkismálastjóri Evrópusambands- ins, er bjartsýnni og segir fyrstu sveitirnar geta verið komnar til landsins í næstu viku.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.