blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 20
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaðið . ! CKMnioN|* Lber eru berin aö verða þroskuð og því um að gera fyrir áhugafólk um heilsu að fara með fjölskylduna í , herjamó. Bláber eru nefnilega yfirfull af andoxun- Helminginn takk Margir veitingastaðir hafa skammtana heldur stærri en margir þurfa á að halda. Það er því þjóðráð fyrir þig sem vilt halda í línurnar að þiðja þjón- ustufólkið að skiþta matnum í tvo helminga. Annan getur þú borðað á staðnum og restina geturðu tekið með heim. Til dæmis á þetta vel við þegar farið er á tælenska staði, en þar dugar skammturinn af núðlum oft fyrir tvo eða jafnvel fleiri. Ef þú hyggst fara til Bandaríkj- anna á næstunni þá er það al- veg nauðsynlegt að fá þjónana til að minnka skammtinn eða skiþta honum í tvennt. Ein af stóru ástæðunum fyrir offitu- faraldrinum í Ameríku er sú að Ameríkanar borða yfirleitt allt of stóra skammta af mat. Hitaeiningar „Margt smátt gerir eitt stórt“, segir máltækið góða en það á einnig vel við þegar við skoðum hitaeiningar sem leynast í matn- um okkar. Til dæmis eru miklu fleiri hitaeiningar í einum kaffi latte en einum svörtum bolla af góðri uppáhellingu og því er um að gera að venja sig fremur á svart kaffi en mjólkurblandið. ( stað þess að smyrja brauðið er uþplagt að venja sig bara á að sleppa smjörinu og í stað þess að fá sér brauð með matnum er gott að borða mikið salat, en af því fær maður aldrei nóg. Ostur inniheldur mismikla fitu og þar af leiðandi ætti fólk sem vill ekki fitna yfirleitt að venja sig á að neyta ostar sem inniheldur um 11% fitu aö staðaldri en fá sér feitu ostana til hátíðabrigða. Sé þessum ráðum fylgt eftir ættu einhver kíló að láta sig hverfa fyrr en síðar. Polarolje ^ Selolia frá Noregi ~ Olían hefuráhrlf á: - ónæmiskerfiö -Uöi - Exem - Maga- og þarmastarfsemi - Kólestról og blóðþrýsting Pclarolii Fölar konur þykja fallegar í Afríku Hér á Vesturlöndum þykir okkur fallegt að vera dökk á hörund en þetta á ekki við alls staðar í heiminum. 1 Súdan verða æ fleiri konur fyrir alvar- legum skaða af völdum krema sem ætlað er að lýsa húðina. I mörgum Afríkulöndum, Mið- Austurlöndum og Asíu eru fölar konur álitnar greindari, í betri stöðu og almennt eftirsóknarverðari en þær sem eru dökkar. Þetta viðhorf hefur leitt til þess að sala á kremum sem ætlað er að lýsa húðina hefur rokið upp úr öllu valdi í Súdan, en í því stríðshrjáða landi hefur litur húðarinnar einnig pólit- ískaþýðingu. „Hérna dæmir fólk hvað annað eftir húðlitnum," segir Rasha Moussa, sú- dönsk kona sem starfar sem húshjálp. Hún segist nota kremið á andlit sitt til þess að fá ljóma á húðina. „Fólk hér í Súdan telur hvíta húð eitthvað merkilegri en dökka. Ég held að þetta sé minnimáttarkennd,11 segir hún og bætir þvi við að tvær konur sem eru nákvæmlega eins klæddar séu metnar misjafnlega eftir því hvor hefur ljósará hörund. „Fólk myndi álykta að ljósa konan lifði þægilegu og góðu lífi en að ég væri lítið annað en fátæk kona,“ segir hún. Kvikasilfur og húðkrabbamein Milljónir kvenna um gervalla Afríku nota krem og sápur sem inni- halda efnasambönd á borð við hy- droquinone til að lýsa húðina. En húð- læknar segja að reglubundin notkun á hydroquinone og vörum sem inni- halda kvikasilfur eyðileggi ysta lag húðarinnar sem verndar hana gegn sólinni og ýmsum óhreinindum í andrúmsloftinu. Eftir langvarandi notkun byrjar húðin að brenna. Á henni myndast blöðrur og í lokin verður hún dekkri en áður en notkun kremanna hófst. Alvarlegustu afleið- ingar þess að nota lýsingarkrem eru taugaskaði, alvarlegur nýrnaskaði og húðkrabbamein sem getur reynst banvænt. í dag er svo komið að ein af hverjum fjórum konum sem leita til húðlækna í Súdan kemur til að fá bót meina sinna af völdum þessara krema og fjöldi þeirra sem láta lífið í kjölfar þessarar notkunar eykst stöðugt. En hvað þú ert hvít, hvað ertu að fara að gera á eftir? Auglýsingafólk hefur í nógu að snú ast i Afríku og Austurlöndum nær og fjær við að koma því til skila að hvít húð sé fallegri en dökk. Á götuskiltum og í verslunum eru auglýsingaskilti sem hamra á þessum áróðri. f arabísku sjónvarpi má einnig sjá auglýsingar sem hvetja neytendur til að kaupa kremin og þar er konum talin trú um að þær verði sjálfsörugg- ari og glæsilegri við notkun þeirra. f einni sh'kri auglýsingu má sjá sjón- varpskonu standa sig framúrskarandi vel á skjánum eftir að hafa borið á sig lýsandikrem.Samstarfsmaðurhennar, sem fram til þess að hún smurði á sig kreminu hafði ekki tekið eftir henni, snýr sér við í kjölfarið og spyr keikur: „Þú stóðst þig frábærlega, hvað ertu að fara að gera klukkan fjögur?“ í sambærilegri auglýsingu má sjá söngkonu yfirbugaða af sviðsskrekk láta sig hverfa af sviði, en svo ber hún á sig töfrakremið og viti menn - hún verður jafn sjálfsörugg og Mad- Ekki sársaukalaus fegurð I Súdan og víðar íAfríku og Asíu sklptir það karla mestu máli að kvonfang þeirra sé Ijóst á lit. Þetta hefur orðið til þess að margar konur hafa orðið fyrir aivariegum skaða af völdum krema sem eiga að lýsa upp húðina. ***"-•* "l—1 1 "W onna og slær aiveg í gegn! Hvað er að körlunum? Læknar í Kharthoum eru margir hverjir ráðþrota gagnvart þessum vanda. Einn þeirra, sem kaus að láta nafns síns ekki getið, furðar sig á ástandinu: „í stað þess að spyrja konur hvers vegna þær kjósi að Iýsa á sér húðina held ég að það væri æskilegra að spyrja karlmenn hvers vegna þeir kjósi sér endilega konur með ljósa húð. Hérlendis vilja allir karlmenn sjást með eða giftast konu sem er ljós á hörund. Það er aðalat- riðið fyrir þeim. Og þetta skiptir þá mestu þegar þeir stefna í hjónaband. Hvernig stendur á því?“ „Æðri" kynstofn í Súdan, sem er stærsta land Afr- íku, hefur borgarastríð geisað í rúma tvo áratugi á milli norður- og suðurhluta landsins og þetta hefur gefið hinum ýmsu tegundum húð- litar margs konar merkingar. Múslimar, sem búa í norðurhluta landsins, hafa farið með völdin í landinu um áratuga skeið en það breyttist fyrst á síðasta ári þegar suð- urhlutinn myndaði ríkisstjórn sem tekur þátt í stjórnsýslu landsins. í borgarastríðinu gat litur hör- undsins oft skorið úr um hvort ein- staklingur fékk að lifa eða deyja. Hör- undsdökkir verða fyrir fordómum og íbúar norðurhlutans telja sig æðri samlöndum sínum sem ekki hafa ljósan húðlit og yfirleitt æðri þeim sem ekki eru af arabískum uppruna. margret@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.