blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2006 blaðið Grétar Örn Ómarsson Haukur Ingi Guðnason heldur sigurgöngu sinni áfram og hefur nú unnið þrjár keppnir í röð. Fylkismaðurinn knái svaraði 11 af 12 spurningum rétt gegn þremur réttum svörum Grétars Arnar Ómarssonar, leikmanns Fjaröa- byggðar. Grétar bar þvi við að vera nývaknað- ur og sagði það ástæðuna fyrir því að hann heföi aldrei séð til sólar í viðureigninni. Hann skoraöi á þjálfara sinn, kempuna Þorvald Ör- lygsson, að mæta til leiks og er Ijóst að hann þarf að taka á honum stóra sínum til að eiga möguleika gegn spurningaljóninu Hauki. Haukur Ingi Guönason, Fylki 8. íslenska landsiiðið í handknattleik dróst í ríðil með Evrópumeisturum Frakka á HM. Nefndu annað af liðunum tveimur sem eru með islendingum og Frökkum í riðli? Haukur Ingi: Úkraína og Ástralía. Grétar öm: Ég skýt bara á Slóveníu. 9. Hvor er eldri; Jose Mourinho eða Roman Abramovich? Haukur Ingl: Mourinho. Grétar ðrri; Mourinho. Skeytin inn íþróttir ithrottir@bladid.net Í'T? ms Green til West Ham West Ham hefur gengið frá kaupum á markverðinum Robert Green frá Norwich. Kaupverðið nemur um tveimur milljónum punda en leikmaðurinn á þó eftir að gangast undir læknisskoðun hjá Lundúnaliðinu. Fyrir hjá Hömrunum eru mark- verðirnir Roy Carroll og James Walker. Green er 26 ára. Arjen Robben: Sigur Liverpool þýðingarlítill rétt svör 'BpuaiBA Zl ‘SnB|)|0!N W -H ‘OAafBJBS '01 '(MPI8 UJfUB jnuiajd) oguunow '6 ‘ejiEJisy 6o EuiBJ)|n '8 'sdiuEgosaa jaipia 'i '|B6npod •g 'saA|OM -g 'uossgjnöis ujo qo>|Br 'V '08|og 'E ‘epuoh 'z 'peoh aöBJBOiA' l íslendingar mæta Spánverjum í kvöld ■ Landsliðið frumsýnir nýjan búning ■ Miðar að seljast upp íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu tekur á móti Spánverjum á Laugardalsvelli klukkan zo í kvöld. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir undankeppni EM en ísland og Spánn eru einmitt saman í riðli þar. Spánverjar eru mættir með sitt sterk- asta lið og er það nær óbreytt frá heimsmeistaramótinu í sumar, hvar liðið komst í fjórðungsúrslit. Fyrirliði íslenska landsliðsins, Eiður Smári Guðjohnsen, verður ekki með í leiknum. Eiður hefur verið á miklu æfingaferðalagi með Barcelona að undanförnu og með tilliti til verkefna hans með Evrópu- meisturunum á næstunni ákváðu læknar landsliðsins og þjálfari að gefa honum frí. Tveir nýliðar eru í íslenska hópnum, þeir Ármann Smári Björnsson hjá FH og Valsarinn Matthías Guð- mundsson. Þrír aðrir heimamenn eru í hópnum en það eru FH-ingarnir Daði Lárusson og Sigurvin Ólafsson og Marel Baldvinsson úr Breiðabliki. Island mun leika í nýjum albláum búningum frá Errea. Miðasala á leikinn hefur gengið vonum framar og síðdegis í gær voru síðustu miðar í sæti að seljast upp. Enn er þó hægt að kaupa miða í stæði. Geir Magnússon, framkvæmdastjóri KSÍ, segist vonast til að miðarnir selj- ist upp en 15 þúsund manns komast fyrir á Laugardalsvelli. 1. Hvað nefnist heimavöllur enska úrvals- deildarliðsins Watford? Haukur Ingl: Vicarage Road. Grétar Ön : Hef ekki hugnynd. 10.1 hvaða evrópsku höfuðborg voru vetr- arólympíuleikarnir haldnir árið 1984? Haukur Ingi: Sarajevo. Grétar ðm: Tórínó. 5. Með hvaða liði lék Ivar Ingimarsson áð- ur en hann gekk til liðs við Reading 2003? Haukur Ingl: Wolves. Grétar Öm: Crystal Palace. 6. Fyrir hvaða Evrópuþjóð keppir niger- ískættaði spretthlauparínn Francis Obik- welu? Haukur Ingl: Hann keppir fyrir Portúgal. GrétarÖm: Holland. 2. Fyrir hvaða lið aka þeir Rubens Barrich- ello og Jenson Button í Formúlu 1? Haukur Ingi: Honda. Grétar Ön Williams. 3. Hvað nefndist lukkudýr HM í knatt- spyrnu í sumar? Haukur Ingl: Goleo. Grétar ðn : Ég man það ekki. 4. Hvaða islenski landsliðsmaður i körfu- knattleik gekk á dögunum i raðir spænska liðsins Ciudad de Vigo Basket? Haukur Ingl: Jakob Sigurðsson. Grétar . Var það ekki bara Jón Arnór Stefánsson? 11. Tiger Woods varð á dögunum yngstur kylfinga til að sigra á 50 atvinnumótum. Hver átti metið á undan honum? Haukur Ingi: Var það Ballesteros? Grétar Öm: Phil Mickelson. 12. Hvaða lið þjálfaði Rafael Benitez áður en hann tók við Liverpool? Haukur Ingl: Valencia. Grétar Öm Valencia. 7. Hvað heitir þjálfari Juventus? Haukur Ingl: Didier Deschamps. Grétar Öm: Didier Deschamps. ArjenRobben.leikmaðurChelsea, segir að sigur Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn segi ekkert um hvernig enska úrvalsdeildin muni spilast. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að sigurinn væri þýðingarmikill fyrir komandi átök en Robben gerði lítið úr þeim orðum. „Þetta er einn leikur þar sem sigurvegarinn fær verðlaun og þeir unnu. Þetta hefur ekkert að segja með leiktíðina sem er framundan,“ sagði Robben. „Tímabilið er ekki einu sinni byrjað. Við vorum langt frá því að sýna okkar rétta andlit í leiknum á sunnudaginn." Hann kvaðst vera hæstánægður með frammistöðu Andriy Shevchenko og sagði hana lofa góðu um framhaldið. „Markið sem hann skoraði gefur honum aukið sjálfstraust. Það voru líka fleiri nýir leikmenn að koma vel út í dh 0 A - 'fc' mi/NQ mnbile *4 16 nv Á góðri stundu Arjen Robben fagnar marki ásamt liðsfélaga sínum Shaun Wright-Phillips. leiknum og það eru allir tilbúnir í slaginn,“ sagði Robben. Jens Lehmann, markvörður Arsenal og þýska landsliðsins, segir að hann ætli að hætta knattspyrnu- iðkun eftir Evr- ópumótið 2008. „Eg er 36 ára og stefni að því að vera með á Evrópumót- inu eftir tvö ár. Að því loknu held ég að nóg sé komið, bæði með þýska landslið- inu og sem atvinnumaður," sagði Lehmann við þýska tímaritið Kicker. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Lundúnaliðið en segist ekki vita hvað taki við að því loknu. „Við þurfum að sjá hvernig þetta tímabil fer og hvort ég framlengi hjá Arsenal eður ei. Mig langar ennþá að leika aftur í Þýskalandi," sagði Lehmann. Stjórn Aston Villa hefur sam- þykkt 62,6 milljón punda yf- irtökutilboð bandaríska millj- arðamæringsins Randy Lerner. Lerner, sem er 44 ára, gekk frá kaupum á 56,85 prósenta hlut í félaginu í gær. Doug Ellis, frá- farandi stjórnarformaður, hefur verið gagnrýndur af stuðnings- mönnum liðsins fyrir lítil fjárútlát til leikmannakaupa. Lerner kveðst ætla að hafa annað uppi á teng- ingnum í sinni valdatíð. „Ég ætla mér að koma Aston Villa aftur í fremstu röð og ég ætla félaginu að berjast um titla jafnt á Englandi sem í Evrópu,“ sagði Lerner. Ramon Calderon, forseti Real Madrid, greindi frá því í gær að félagið myndi ekki kaupaneinn - yry 1% þeirra þriggja leikmanna sem hann lofaði að fá til liðsins yrði hann kjörinn í embættið. Leikmennirnir sem um ræðir eru Kaka hjá AC Milan, Cesc Fabregas hjá Arsenal og Arjen Robben hjá Chelsea. Cal- deron segir að þjálfarinn Fabio Capello og Predrag Mijatovic, yfirmaður íþróttamála hafi uppi önnur áform. „Ég hefði viljað fá þessa þrjá leikmenn en Capello og Mijatovic verða að fá að ráða. Fyrst við erum hættir við þá ætla ég ekki að skipta mér af því hverjir verða keyptir,“ sagði Calderon. Bfif*

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.