blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaöiö Steypubíll: Valtí hringtorgi Óhapp varð við hringtorgið á Reyðarfirði er steypubíll frá BM Vallá fór á hliðina þar í gær- morgun og lokaði að mestu fyrir umferð þar sem hann lá. Að sögn starfsmanns BM Vallár sakaði bílstjórann ekki við byltuna en hann mun hafa farið of geyst í hringtorgið og er hann áttaði sig á því og brems- aði kom kast á steypuna inni í tromlu bílsins og við það valt hann á hliðina. írak: Iranar vopna vígamenn sjíta Bandaríski herinn telur sig hafa sannanir fyrir því að vígamenn úr röðum sjíta í írak fái vopn og þjálfun frá Irönum en þorir ekki að fullyrða hvort sjálf klerkastjórnin í Teheran sé viðriðin málið. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá William Caldwell herforingja í gær. Caldwell segir að íranar láti sjítana fá búnað og tækni sem er notuð við smíði heima- tilbúinna sprengja en þær hafa verið mikið notaðar í skálmöld- inni sem ríkir á milli sjita og súnníta í írak. Fyrir stuttu sakaði Zalmay Khalilzad, sendiherra Banda- ríkjamanna í Irak, írana um að hvetja sjíta til að gera árásir á bandaríska hermenn í landinu til þess að hefna fyrir stuðn- ing stjórnvalda í Washington við hernaðaraðgerðir Israela gegn skæruliðum Hizbollah í Líbanon. Caldwell sagði að ljóst væri að þau vopn sem sumir vígamanna sjíta notuðu hefðu verið framleidd i íran á síðustu þremur árum en þrátt fyrir það vildi hann ekki fullyrða um hvort írönsk stjórnvöld ættu beina aðild að málinu. Sjálfsmorðsárás Frá vettvangi íKolombó gær. Sjálfsmorðs- sprengjumaður gerði banatilræði við pakistanska sendiherrann. Srí Lanka ■ Rúmlega 60 létust og 150 særðusf ■ Pakistanski sendihCTrWlifðiaFsprengjuárás Harðnandi átök Hjátparstarfsmenn að störfum eftir sprengjuárás stjórnarhers- ins. Tamílsku Tígrarnir segja að árásin hafi verið gerð á munaöarleysingjahæli. Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net Hörð átök geisuðu á Srí Lanka í gær en átökin á milli stjórnarhersins og tamílsku Tígranna fara harðnandi frá degi til dags. Tamílsku Tígr- arnir sökuðu stjórnarherinn um að hafa gert sprengjuárás á munaðar- leysingjahæli í Mullaitivu-héraði í norðurhluta landsins með þeim af- leiðingum að 61 skólabarn lét lífið og um 150 særðust. Tilræðinu var beint gegn lífi sendiherra Pakist- ana í höfuðborg landsins sama dag. Hann slapp lifandi. Talsmaður stjórnarhersins neitar að árásin hafi verið gerð á munað- arleysingjahæli og segir að herinn hafi haft njósnir um að uppreisn- armenn hefðust við á staðnum þar sem loftárásin var gerð. Associ- ated Press-fréttastofan hefur eftir ónefndum starfsmanni Norrænu friðargæslunnar að svo virðist sem skotmark stjórnvalda hafi verið heimili fyrir nemendur á aldrinum sautján til tuttugu ára. Breska ríkis- útvarpið, BBC, hefur eftir Þorfinni Ómarssyni, talsmanni Norrænu friðargæslunnar, að henni hafi bor- ist kvörtun frá tamílsku Tígrunum vegna árásarinnar og fulltrúar hennar væru á leið á svæðið til þess að rannsaka hvað væri hæft ásök- unum uppreisnarmanna. Síðar um daginn var sjálfsmorðs- árás gerð í Kólombó, höfuðborg landsins. Árásin var gerð á bílalest Bashir Wali Mohamed, sendiherra Pakistana í landinu. Sendiherrann var á leið frá athöfn í tengslum við þjóðhátíðardag Pakistans. Mohamed slapp lifandi úr hildar- leiknum en sjö létust í tilræðinu og aðrir tíu særðust alvarlega. Sjálfs- morðsárásin var gerð rétt við bú- stað Mahinda Rajapakse, forseta landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem tilræði er gert við fulltrúa pakist- anskra stjórnvalda í landinu, en Pak- istanar styðja dyggilega við bakið á stjórnvöldum á Srí Lanka og sjá þeim meðal annars fyrir vopnum. Mohamed sagðist í viðtali við BBC í gær vera sannfærður um að árásin hafi beinst gegn honum vegna stuðn- ings Pakistana við stjórnvöld á Srí Lanka í baráttu þeirra gegn hryðju- verkamönnum tamílsku Tígranna. Stjórnvöld á Srí Lanka gruna einnig uppreisnarmenn Tamíla um verkn- aðinn. Tígrarnir höfðu ekki lýst til- ræðinu á hendur sér í gær en að und- anförnu hafa þeir ítrekað hvorki neitað né viðurkennt að hafa átt aðild að árásum. Átök á milli stjórnarhersins og ta- mílsku Tígranna hafa farið harðn- andi undanfarið og mannfall auk- ist. Vopnahlé hefur ríkt í landinu frá árinu 2002 en þrátt fyrir það geisa hörð átök á milli stjórnarhers- ins og tamílsku Tígranna. Síðasta hrina átakanna hófst í síðasta mán- uði og segja talsmenn hjálparsam- taka sem starfa í landinu að um 100 þúsund manns séu á vergangi. AfViv.f Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Himingeimurinn: Fundað um örlög Plútó Um þrjú þúsund stjarneðlisfræð- ingar munu hittast í Prag í Tékk- landiívikunniávegumAlþjóðasam- taka stjarneðlisfræðinga til þess að taka endanlega ákvörðun um hvort skilgreina eigi hnöttinn Plútó sem reikistjörnu eða ekki. Hingað til hefur hnötturinn Plútó, sem var uppgötvaður árið 1930, verið tal- inn til einna af reikistjörnunum en undanfarin ár hafa þær raddir sem telja þá skilgreiningu fráleita gerst háværari. Hnötturinn hafi aðeins einn fjögurhundraðasta af massa jarðarinnar og eigi lítið skylt við reikistjörnur eins og Júpiter, Sat- úrnus, Úranus og Neptúnus. Deilan um Plútó hefur harðnað á síðustu árum ekki síst í kjölfar þess að fleiri íshnettir á jaðri sól- * Reikistjarna eða ekki Deilt er um stöðu Plútó kerfisins sem eru stærri en hinn umdeildi hnöttur hafa uppgötvast. Árið 2003 uppgötvaðist hnöttur sem fékk nafnið Xena og er hann líkur Plútó og telja margir að hann eigi jafnmikla heimtingu á því að vera skilgreindur sem reikistjarna og Plútó. Aðrir telja réttast að lækka Plútó í tign. Á ráðstefnunni munu stjarneðl- isfræðingarnir reyna að koma sér saman um endanlega skilgreiningu á reikistjörnu. Hugsanlegt er að tekin verði ákvörðun um skilgrein- ingu sem Plútó og Xena falla ekki undir og mun þá reikistjörnum sólkerfisins „fækka.” Hinsvegar er talið líklegt að stjarneðlisfræð- ingarnir komi sér saman um að skilgreina nýjan flokk af hnöttum sem eru frábrugðnir hefðbundnum reikistjörnum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.