blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 2
2 I FRÉTTIR blaðið________________ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Gæsluvarðhald: Tróð dópinu í endaþarminn Ungur maður hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald fyrir tilraun til þess að smygla kókaíni til landsins á sunnudaginn. Ekki er vitað hversu mikið magn er um að ræða en ljóst er að maðurinn var með efnin innvortis. Hann mun þó ekki hafa gleypt fíkni- efnið heldur verið með það uppi í endaþarmi. Ekki er talið að um verulegt magn sé að ræða. Yfirmaður fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík staðfestir að maður hafi verið handtek- inn fyrir að smygla kókaíni til landsins en vill ekkert gefa upp um gang málsins. Maðurinn mun hafa verið að koma frá Amsterdam en talsvert magn af fíkniefnum hefur komið þaðan á Keflavíkurflugvöll. Ekki er vika liðin síðan maður var tekinn með hálft kíló af hassi innvortis. Hann mun hafa verið á ferð með konu og kornabarni og notað það sem skálkaskjól. Parið er á fertugsaldri og er í gæslu- varðhaldi. Það mál er einnig f rannsókn. Börnin bíða eftir piássi á frístundaheimilum Ástandið verst i úthverfunum Biamrm l_ 0|IÍf . ; ■ *il M ■■ w ... jHSl Mannekla á frístundaheimilum: Námsmenn vilja ekki vinna í úthverfum ■ 800 börn á biölista ■ Vandinn mestur í Grafarholti Um 8oo börn eru enn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í höfuðborg- inni samkvæmt upplýsingum frá Iþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkurborgar (ITR). Á síðastliðnum tveimur vikum hefur tekist að skapa pláss fyrir um 300 börn til viðbótar en mannekla veldur því að ekki er hægt að hleypa öllum að sem vilja. Að sögn Soffíu Pálsdóttur, skrif- stofustjóra tómstundamála hjá fTR, gengur vel að ráða í stöður í Vest- urbæ og miðhluta borgarinnar en verr f úthverfunum. „Það er mikið af háskólafólki sem sækir um þessi störf og flest af því býr í kringum miðbæinn. Vandinn liggur því aðallega í úthverfunum. Það eru meiri vegalengdir fyrir fólk að fara þangað.“ Alls bárust um 2.400 umsóknir um pláss á frfstundaheimili í Reykja- víkurborg en samkvæmt Soffíu er ekki útlit fyrir að hægt verði að hleypa öllum að á næstu vikum. „Það er mikið að skýrast þessa dag- ana en biðlistarnir munu ekki tæm- ast á næstu vikum.“ Allra verst er ástandið í Sæmundar- seli í Ingunnarskóla í Grafarholtinu en þar bíða nú um 40 börn eftir plássi. Að sögn Kristínar Einars- dóttur, deildarstjóra Sæmundarsels, hefur gengið illa að manna í stöður það sem af er skólaári. „Ég er komin með smá hóp en vantar enn um fimm starfsmenn í viðbót til þess að vera fullmönnuð. Við erum í út- hverfi og því er þetta kannski ekki alveg í leiðinni fyrir starfsfólk." Kristin segir foreldra hafa sýnt skilning á ástandinu og hún er bjartsýn á að hægt verði að lokum að koma öllum að sem vilja. „Þetta er sama vandamál ár eftir ár en ég vona að hægt verði að tæma biðlist- ana sem fyrst." Vandamál við að manna frístunda- heimili eru ekki ný af nálinni. Stjórn- endur þjónstunnar glímdu við sama vandamál við upphaf skólaársins á síðasta ári. Þeir eru hins vegar bjart- sýnir á að um tfmabundið vandamál sé að ræða sem takist að bæta úr þegar líður frá upphafi skólaársins og fleiri fást til starfa. Á förnum vegi Borðar þú morgunmat? Haukur Margeirsson, verkfræðingur Nei, ég borða ekki morgunmat. Arna Gunnur Ingólfsdóttir, starfsmaður Blómavals Oftast, já. Ef ég vakna nógu snemma. Hallveig Rúnarsdóttir, söngkona Já, ég er búin að venja mig á það. Elvar Orn Jónsson, nemi Já, á hverjum morgni. Margrét Asta Blöndal, nemi Já, ég fæ mér yfirleitt shake í morgunmat. NÍR VAIKOSTUR Á FUJ'KVINGAMARKAIWVIJM Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.traiisport.is • transport@transport.is VINNUVÉLANÁMSKEIÐ NÁMSKEIÐ VIKULEGA Heiíslclrt fif Léltskýjað Skýjaö Alskýjað.é£j»Rigning.llillsháttar4jff)>Rlgning.*^Súld --- -■ Snjékoma siydda Snjðél -Skúr iltti'jjli' Algarve 28 Amsterdam 16 Barcelona 27 Berlín 13 Chicago 18 Dublin 16 Frankfurt 16 Glasgow 15 Hamborg 14 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 18 London 12 Madrid 31 Mallorka 28 Montreal 18 New York 23 Orlando 25 Osló 16 París 16 Stokkhóimur 18 Vín 15 Þórshöfn 10 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.