blaðið


blaðið - 29.08.2006, Qupperneq 10

blaðið - 29.08.2006, Qupperneq 10
10 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 blaöið Snæfellsbær: BSRB kærir uppsagnir Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar (BSRB) hefur stefnt Snæfellsbæ vegna ólögmætra uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþróttahús og sundlaug bæjarins. Var stefnan afhent bæjaryfirvöldum síð- astliðinn föstudag samkvæmt tilkynningu frá bandalaginu. BSRB hafði áður bent bæjaryf- irvöldum ítrekað á að uppsagn- irnar stæðust ekki lög og kröfð- ust samtökin þess að þær yrðu dregnar til baka. Þeirri kröfu var hafnað af hálfu Snæfells- bæjar og því var lögmanni BSRB falið að undirbúa stefnu. írsk stjómvöld: Aer Lingus einkavætt mbl.is írska flugfélagið Aer Lingus verður einkavætt þann 29. september næstkomandi, samkvæmt upplýsingum frá írskum stjórnvöldum. Verður boðið út nýtt hlutafé í félaginu að markaðsvirði 400 milljónir evra, 35,9 milljarðar króna, og með því verður félaginu gert kleift að taka allt að tveggja milljarða evra lán til þess að kaupa nýjar flugvélar. Samgönguráðherra Irlands, Martin Cullen, segir að það sé rétt ákvörðun að einkavæða félagið. Það sé Aer Lingus, starfs- mönnum, viðskiptavinum og írlandi til hagsbóta. Verð í útboðinu verður ákveðið á næsta ríkisstjórnarfundi en rúm 85% hlutafjár í Aer Lingus er í eigu írska ríkisins. íslendingar í hryðjuverkaárás í Tyrklandi: Hrædd eftir hryðjuverk ■ Sá strætisvagninn eftir sprenginguna ■ Var 150 metrum frá hryðjuverkinu Bilstjóri hughreystur Vegfarandi sést hér hughreysta ökumann strætisvagnsins sem var sprengdur í loft upp Eftir Val Grettisson valur@bladid.net fslendingum á tyrkneska ferða- mannastaðnum Marmaris er veru- lega brugðið eftir hryðjuverkaárásir þar í borg og víðar í Tyrklandi. Strætisvagn sprakk í loft upp í hryðjuverkaárás sem átti sér stað í miðbæ Marmaris í Tyrklandi á sunnudagskvöld. Rútan sprakk og talið er að um tíu Bretar hafi slasast í sprengingunni. Marmaris er mikill ferðamannabær og eru þar um þrjú hundruð fslendingar núna. Alls slös- uðust 22 í sprengingunni en engan fslending sakaði. I gær létu svo tveir lífið í sprengjuárás í Antalya í Suður-Tyrklandi. Fjórir Bretar eru nokkuð illa sfasaðir en þeir munu ekki vera í lífshættu. Allnokkrir íslendingar urðu vitni að sprengingunni og þar á meðal Atli Már Gylfason, fyrrum blaðamaður og nemi á Bifröst. „Ég var á hótelherberginu þegar ég heyrði mjög háværan hvell sem líkt- ist sprengingu,“ segir Atli sem fór í fólkinu," segir Atli og bætir við að það sé ansi óraunverulegt að hugsa til þess að hryðjuverk hafi verið framið rétt hjá honum. Þetta sé eitthvað sem fólk er vant að sjá í sjónvarpi en ekki upplifa í raunveruleikanum. Hótelið sem Atli gistir á heitir Fidan og er um það bil 150 metrum frá staðnum þar sem hryðjuverkið átti sér stað. Enginn hefur fýst yfir ábyrgð á hryðjuverkunum en Kúrdar hafa lengi staðið á bak við margvísleg hryðjuverk í baráttu sinni fyrir sjálf- stæðu ríki. Einnig særðust 6 manns fyrr á sunnudeginum þegar sprengja sprakk í Istanbúl. Varð vitni að hryðjuverki Atli Már Gylfason hljóp út á götu og sá strætisvagn- inn eftir sprenginguna. kjölfarið út á svalir á hótelinu sem hann var staddur á. Hann segir að reykjarmökkur hafi stigið upp frá aðalgötunni í miðbæ Marmaris. Atli hljóp út til að kanna hvað hefði gerst og þá sá hann illa farinn strætisvagn. Atli segir að svæðið hafi verið girt strax af en ferðalangarnir fréttu ekki fýrr en síðar að um hryðjuverk hafi verið að ræða. „Fólk ferðast ekki lengur með þessum strætisvögnum og öllum er verulega brugðið. Sumir eru fegnir að komast heim bráðlega og manni finnst bara almennur ótti ríkja hjá PiWOLL STÆRRI VERSLUN MEIRA ÚRVAL FRÁBÆRT VERí) fyrir börnin A H Reykjavíkurvegur 22 220 Hafnarfirði Í65-5970 www.sjonarholl.is Stjómvöld í íran: Helförin réttlætir ekki fsraelsríki mbl.is íranar ætla að standa fýrir ráðstefnu um helförina í desember. Á ráðstefnunni munu sagnfræð- ingar kynna sjónarmið sem ekki hafa komið fram um útrýmingu gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Iranar hafa undirbúið ráðstefnuna í nokkra mánuði og hefur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, meðal annarra verið boðið að taka þátt. Forseti Irans, Mahmoud Ahm- adinejad, hefur hvatt til almennra mótmæla gegn því að helförin sé notuð til þess að réttlæta stofnun Israelsríkis. Fyrr i mánuðinum var hrundið af stað teiknimyndasamkeppni þar sem helförin er myndefnið. Var það Vafasöm réttlæting Mahmoud Ahmadinejad, forseti Irans, segir vafasamt aö nota helförina til að rétt- læta stofnun Israelsríkis. gert sem andsvar við skopmyndum sem birtust fyrr á árinu af Múhameð spámanni. Langskólamenntun: Konur græöa tvöfalt meira Þeir sem lokið hafa meist- ara- eða doktorsnámi eru að meðaltali með tíu prósent hærri laun en þeir sem hafa látið staðar numið við BA- eða BS- gráðu, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR. Þegar búið er að taka frá áhrif starfs, stéttar, vinnutíma, aldurs og starfsald- urs má sjá að meistara- og dokt- orsnám skilar körlum sjö pró- sent hækkun launa en konum hins vegar þrettán prósent.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.