blaðið - 29.08.2006, Side 12

blaðið - 29.08.2006, Side 12
12 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 blaftið Olíusamráð: Allir óskuðu eftir fresti Skaðabótamál Reykjavíkur- borgar^ hendur olíufélögunum þremur, Esso, Skeljungi og Olís, vegna ólögmæts verðsamráðs þeirra var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Reykjavíkurborgar, voru allir aðilar sammála um að óska eftir stuttum fresti til frek- ari gagnaöflunar en málið verður næst tekið fyrir 18. september næstkomandi. „Þá fer það vænt- anlega sína leið í áframhaldandi meðferð og málflutning," segir Vilhjálmur. Reykjavíkurborg stefndi olíufé- lögunum þremur síðastliðið vor vegna ólögmæts verðsamráðs í tengslum við útboð vegna elds- neytiskaupa Strætisvagna Reykja- víkur og Vélamiðstöðvar Reykja- víkur. Krefst borgin 160 milljóna i skaðabætur og annað eins í dráttarvexti. Olíufélögin hafa öll mótmælt bótakröfum borgar- innar. Vilhjálmur er bjartsýnn á að hægt verði að ljúka málinu fljótt eftir að aðalmeðferð hefst. „Ég er bjartsýnn á að dómur falli í málinu fyrir áramót.“ Viöskipti: Ó.Johnson og sælkerar Heildsölufyrirtækið Ó. John- son og Kaaber ehf. hefur samein- ast innflutningsfyrirtækinu Sæl- keradreifingunni ehf. en nýlega var gengið frá samningum þar að lútandi. Gert er ráð fyrir því að báðar rekstrareiningar starfi áfram óbreyttar en að skrifstofuhald verði sameinað. Engar starfs- mannabreytingar verða þó gerðar. Þá mun Bjarni Óskars- son, fyrrum eigandi Sælkera- dreifingar, taka að sér umsjón með sérstökum þróunarverk- efnum innan hins sameinaða fyrirtækis. Hvað verður um gögnin? Bandaríkjaher hefur safnað upplýsingum um starfsmenn sína um árautga skeið. íslenskir starfsmenn hafa barist fyrir því að fá skjölin um sig eða að þeim verði eytt. Varnarliðið hefur safnað persónuupplýsingum um íslenska starfsmenn: Ættu að eyða skjölunum ■ Upplýsingar um starfsfólkið frá A til Ö, segir starfsmaður varnarliðsins ■ Bandaríska ríkið á gögnin ■ Persónuvernd hefur ekki lögsögu Eftir Trausta Hafsteinsson t rausti@bladid.net „Við viljum vita hvað á að gera við þessar upplýsingar því þær mega ekki fara á neitt flakk. Herinn segist eiga þessar skýrslur en nú er verið að loka sjoppunni og því spurning hvað verður gert við þessi gögn,” segir Kjartan Sigtryggsson, starfs- maður Varnarliðsins. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur safnað persónuupplýsingum um íslenska starfsmenn þess í marga áratugi. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um heilsufar, fjölskyldu- hagi, ástundun, námskeiðssókn og starfsmat. Þessar upplýsingar eru geymdar hjá starfsmannahaldi varn- arliðsins og þar hefur starfsmönnum verið neitað um að fá þessi gögn af- hent eftir að ljóst var að herinn væri að hverfa úr landi. „Ef flytja á persónuupplýsingar milli íslenskra fyrirtækja verður viðkomandi aðili að veita samþykki fyrir því. Ef herinn ætlar að flytja einhver gögn til Bandaríkjanna þá tel ég mig þurfa að veita samþykki fyrir því,” segir Kjartan. „Ég velti því fyrir mér hvað verður um þessar upplýsingar. Munu þær Starfsfólk varn- arliðsins heyrir undir banda- ríska lögsögu.. Sígrún Jóhannesdóttir forstjóri Persónuverndar lenda i einhverjum gagnbanka úti sem hægt er að fletta upp í þegar sótt er um dvalarleyfi i Bandaríkjunum til dæmis? f þessum gögnum eru allar upplýsingar um þig, þetta eru gríðar- miklir staflar af möppum. Þarna er í raun allt um starfsfólkið frá A til Ö.“ „Afhending persónuupplýsinga Varnarliðsins er í góðum farvegi hjá utanríkisráðuneytinu og það mál verður leyst,” segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Höfum ekki lögsögu Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, telur við fýrstu sýn að þarna reyni á lög um varnar- samninginn og af honum megi ráða að íslensk stjórnvöld hafi ekki lög- sögu yfir varnarliðinu. „Við fyrstu sýn þá sýnist mér þarna reyna á varnarsamninginn sem lög- Þetta eru engar upplýsingar í formi leyni- legrar söfnunar. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi varnarliðsins festur var 1951 og af honum má ráða að við höfum ekki lögsögu yfir varn- arliðinu sem ábyrgðaraðila þessara gagna. Sá sem safnar persónuupplýs- ingum telst ábyrgðaraðili og í þessu tilviki lýtur ábyrgðaráðilinn ekki lög- sögu íslenskra stjórnvalda,“ segir Sig- rún. „Varnarliðið heyrir undir banda- ríska lögsögu. Ríkisborgararéttur starfsfólksins skiptir ekki máli hér. Varnarliðið fellur undir svokallaðan úrlendisrétt sem gerir herinn óháðan því landi sem hann er staðsettur í. Persónulega er það mín skoðun að at- huga þurfi hvort eðlilegast sé að eyða þessum gögnum í stað þess að koma þeim til íslenskra aðila.“ Engar viðkvæmar upplýsingar Friðþór Eydai, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir þessar upplýs- ingar allar vera starfstengdar og engar viðkvæmar persónuupplýs- ingar þarna á ferðinni. „Þetta eru engar upplýsingar í formi leynilegrar söfnunar. Þetta er skráning um starfs- ferilviðkomandi.launakjör.starfsmat og heilsufarsupplýsingar um þá sem gengist hafa undir heilbrigðisskoðun. Þetta eru gögn sem varnarliðið á og starfsmenn hafa síðan fengið sín ein- tök af. Hér er um að ræða eintök varn- arliðsins,” segir Friðþór. Varnarliðið á í viðræðum við íslenska ríkið um varðveislu gagn- anna, að undanskildum heilsufars- upplýsingum sem varðveittar verða hjá hernum um nokkurt skeið þar til þeim á endanum verður ey tt. „Um þetta gilda reglur hjá banda- ríska ríkinu, eins og hjá öðrum at- vinnurekendum, sem segja til um að gögnin þurfi að varðveita í ákveð- inn tíma, sérstaklega heilsufarsupp- lýsingar. Þetta eru allt saman upplýs- ingar sem starfsfólkið hefur sjálft fengið eintök af. Allir starfsmenn geta fengið afrit af þessum gögnum hvenær sem er en það er ekki eðlileg krafa að fá frumgögnin afhent.” 101 Hárhönmin Okkur vantar hasfileikaríkt fólk til starfa. Meistara og nemar koma til greina. Upplýsingar gefur Þórhildur í áma 551-3130 eða 847-7690 Stöðumælaþjófur: Búið að skipta út öllum lásum Starfsmenn Bílastæðasjóðs hafa lokið við að skipta út lásum á öllum stöðumælum borgarinnar og var síðustu 40 lásunum komið fyrir í lok júlímánaðar. Eins og greint var frá í Blaðinu í síðasta mánuði glataðist einn af höfuðlyklum Bílastæðasjóðs að stöðumælum borgarinnar í byrjun sumars. Óprúttinn vegfar- andi fann lykilinn og notaði hann til að tæma um 35 mæla og stinga peningunum í eigin vasa. í kjöl- farið brá Bílastæðasjóður á það ráð að skipta út lásum á rúmlega 600 stöðumælum. Að sögn Stefáns Haraldssonar, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, voru nýir lásar pantaðir að utan um leið og þjófnaðurinn uppgötv- aðist. í millitíðinni var sett af stað nýtt tæm- ingarkerfi til að tryggja að eftir litlu væri að slægjast fyrir stöðumæla- þjófinn. „Við byrjuðum að tæma mæl- ana tvisvar á dag til að tryggja að það væri alltaf lítið í þeim.“ Samkvæmt Stefáni kostaði hver lás um 800 krónur og nemur því heildarkostnaður Bílastæðasjóðs um hálfri milljón. Stefán segir að búið sé að gera ráðstafanir til að útiloka að svipað geti gerst aftur. „Þessar læs- ingareruend- urnýjaðar reglulega vegna slits. Þannig að nú eru þær allar En auð- ru þetta leiðindamistök og það er búið að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.