blaðið - 29.08.2006, Page 14

blaðið - 29.08.2006, Page 14
14 I FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 blaöió Kofi Annan: Vill lausn hermanna Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, krafðist þess í gær að Hiz- bollah-samtökin í Líbanon sleppi tveimur ísraelskum her- mönnum sem þau hafa í haldi og að ísraelar hætti að standa í vegi fyrir flug- og skipasam- göngum til Líbanons. Annan kom til Beirút í Líbanon um miðjan dag í gær og hélt þá strax til fundar við fulltrúa líbanskra stjórnvalda. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. Annan mun hafa tjáð full- trúum libönsku stjórnarinnar að hann vildi að hermennirnir yrðu afhentir Alþjóða Rauða krossinum. Þá mun hann hafa sagt að hann ætlaði að fara fram á það á fundi sínum með Bashar Assad Sýrlandsforseta siðar í vikunni að Sýrlendingar tækju upp stjórnmálasamband við Líb- anon og að þeir tækju að sér að gæta landamæra ríkjanna. Bameignir: Eiga rétt á orlofi Þeir erlendir starfsmenn við framkvæmdir hér á landi, sem koma frá EES-svæðinu og greiða skatta hér á landi, eiga rétt á greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði samkvæmt AFLi á Reyðarfirði. Ragna Hreinsdóttir, yfirtrún- aðarmaður AFLs á Fjarðaáls- svæðinu, hefur meðal annars aflað gagna frá Póllandi og staðfestingar á því að mennirnir muni ekki fá fæðingarorlof heima fyrir enda greiða þeir fulla skatta hér. Kemur þetta fram á heimasíðu AFLs. Lýst eftir nefnd ráðuneyta um atvinnuúrræði á Suðurnesjum: Ekkert samráð ■ Nefndin hefur ekki samráð ■ Rólegt hjá Svæðisvinnumiðiun Suðurnesja ■ Viðræður við ríkið gengið illa, segir Árni Sigfússon Atvinnuhorfur á Suðurnesjum Rótegt að gera á Svæöisvinnu- miðlun Suðurnesja þrátt fyrir fjölda einstaklinga án atvinnuúr- ræða eftir brottflutning hersins Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Nefndin sem huga átti að atvinnuúr- ræðum á Suðurnesjum hefur ekki verið i samvinnu við okkur. Við erum sú skrifstofa sem þarf að mæta þessu fólki þegar uppsagna- rfrestur þess hjá varnarliðinu rennur út,” segir Ketill G. Jós- efsson, forstöðumaður Svæðis- vinnumiðlunar Suðurnesja. 30. september næstkomandi munu300 starfsmenn varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli vera án at- vinnu. Flestir þeirra hafa starfað alla sína tíð innan vallarins og margir án menntunar. „Flestir í þeim hópi sem enn er án atvinnu hafa unnið þarna svo áratugum skiptir og jafnvel aldrei unnið utan vallarins. Stór hluti atvinnulausra er eldra fólk og því verður að bregðast sérstaklega við með tilliti til þess,” segir Ketill. „Gallinn er sá að fólkið er enn að vinna samkvæmt uppsagnarfresti og það er ekki enn farið að leita til okkar af þeim sökum. Umferðin hjá okkur h e f u r verið lítil að mínu mati og því hætt við sprengju þegar upp- sagnarfresturinn rennur út.” Hundraðámann Hjá Svæðisvinnumiðlun Suður- nesja starfa þrír starfsmenn þannig að miðað við spá Ketils verður mikið álag á þeim bænum eftir að örlaga- Hætt við sprengju þegar uppsagnarfrest- urinn rennur út. Ketill G. Jósefsson forstöðumaður Svæðisvinnumiðl- unar Suðurnesja. Hörgull er á starfsfólki á Suðurnesjum. Arni Sigfússon bæjarstjóri Reykjancsbæjar dagurinn rennur upp. „Við verðum með námskeið á haus- tönninni fyrir þann hóp sem eldri er því hinir yngri hafa flestir fundið sér vinnu. í fram- haldinu reynum við að finna störf sem henta öldruðum eða veikburða einstaklingum.” Formaður Starfsgreinasambands- ins hefur einnig lýst yfir áhyggjum af því að umrædd nefnd sé ekki starf- andi þrátt fyrir dig- urbarkalegar yfirlýs- ingar stjórnvalda og Ketill segir aðila if mikið vera að bauka hver í sínu horni. „Við höfum ekki orðið vör við þessa nefnd. Það er of mikið um það að hver sé bauka í sínu horni í stað þess að vinna saman að því að leysa vandann,” segir Ketill. „Fólk hefur verið að leita eftir upplýsingum en við hefðum viljað sjá meiri umferð því það styttist óðum í þann dag þegar uppsagnar- frestur fólksins rennur út. Eg hugsa um einn dag í einu og við reynum að taka hér vel á móti öllum. Ég er ekki banginn á framtíðina og með hækkandi sól þá held ég að málin verði leyst.” Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Þoturnar farnar 30. september næstkom- andi munu 300 starfs- menn varnarliðsins á Keflavikurflugvelli vera án atvinnu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, segir nefndina hins vegar vera að störfum. „Það hefur verið boðað til fundar í nefndinni í næstu viku og hún hefur hist tvisvar hingað til, að því ég best veit.” Spurning um val Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, telur jákvætt hversu margir hafa nú þegar fundið annað starf en segir ljóst að ákveðinn hópur hafi verið að leita að starfi en ekkert fengið. „Ekkert hefur gengið eða rekið. í viðræðum við ríkið eða Bandaríkjamenn um stuðning við þann hóp sem erfiðast á með að finna nýtt starf. Það er ákveðinn fjöldi starfsmanna sem hefur valið að klára sinn uppsagnarfrest. 1 þeim hópi eru ýmsir sem gætu átt í erfiðleikum með að fá önnur störf, bæði fyrir aldurs sakir og sérhæf- ingar. Æskilegt hefði verið að leggja áherslu á það strax gagnvart banda- rískum yfirvöldum að tryggja rétt- indi þessa hóps,” segir Árni. „Það virðist vera rólegt að gera hjá vinnumiðluninni og því spurning hvort fólk hafi nokkuð áhyggjurafþessu. Hins vegar hafa margir leitað til ráðgjafastofunnar og það er jákvætt. Hörgull er á starfsfólki á Suðurnesjum og mikið auglýst af lausum störfum. Þetta er spurning um val hjá þeim sem eiga eftir að fá atvinnu,” bætir Árni við. Óskum eftir leikurum á aldrinum 11-13 ára til að leika stór hlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd IDuglegum strák - má hafa sérstakt útlit - jafnvel vera nördalegur - ekki þó skilyrói. Allir sem geta leikið koma þó til greina. 2Kátri og hressri stelpu - sem þarf að geta verið ákveðin, ráðrík og jafnvel frek. Allar sem geta leikið koma þó til greina. 3Rauðhærðum strák - mjósleginn og forn í útliti. Allir rauðhærðir koma þó til greina. 4Allskonar krökkum á aldrinum 11-13 ára í ýmiss konar aukahlutverk. Umsóknir meó mynd berist til Blaðsins fyrir 5.september merktar KVIKMYNDALEIKUR 2006 eða sendist meö tölvupósti á taka@ taka.is Syndin er lævís: Ferðalangar settir út af sakramentinu Biskupinn af Lundúnum gafþað út í liðinni viku að maðurinn hefði siðferðislegum skyldum að gegna við umhverfið og því væri það synd þegar menn óluðu sig niður í hinar vængjuðu sardínudósir til þess að komast í frí á sólarströnd eða þaðan af meiri erindisleysu. Biskupinn, Richard Chartres, segir farþegaflug vera einkenni syndugs lífernis og vonast þessi sálnahirðir Lundúnabúa til þess að hjörðin láti af öllu flugi, sem ekki er bráðnauðsynlegt og brýnt. Sum- arleyfatíminn á Englandi er raunar á enda runninn, þannig að óvíst er að biskupinn hafi mikil áhrif þegar í stað, en það verður spennandi að fylgjast með því næsta vor hvort fleiri Lundúnabúar leggi land undir fót eða reiðhjól í stað þess að lengja á syndaregistrinu hjá sankti Pétri með því að auka CO2 útblástur samgöngutækja.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.