blaðið - 29.08.2006, Side 16

blaðið - 29.08.2006, Side 16
blaðið= Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Rokuþ ingmenn Jónas Kristjánsson, sem er einn mikilhæfasti fjölmiðlamaður landsins, kallar það rokufréttir þegar mikið er sagt í einni frétt og ekkert framhald verður á málinu. Kenning Jónasar leitar oft á hugann þegar þingmenn gapa og garga fullir vandlætingar vegna einhvers. Nú keppast stjórnarand- stæðingar við að mála Valgerði Sverrisdóttur hinum verstu litum. Hún á það svo sem alveg skilið, en öll stóru orðin og allt það mikla sem sagt er vegna Valgerðar og hennar málflutnings er dæmi um rokukenningu Jón- asar. Sem fyrr munu þingmennirnir stórmæltu ekki gera neitt annað en hafa stór orð um Valgerði. Kannski geta þeir fátt gert. Þingið er hvort eð fyrir löngu hætt að virka. Á fslandi er búið að afnema þingræðið og framkvæmdavaldið hefur náð öllum völdum. Eða hvenær henti það síðast að ráðherrar hafi ekki komið málum í gegn, að þingið hafi með sinni vinnu, sinni afstöðu fellt mál frá ráðherrum? Það bara gerist ekki. Þó þingmenn tali um vinnuna sína sem hina mestu alvöru og að þeir séu störfum hlaðnir og beri mikla ábyrgð þá getum við hin ekki séð að svo sé. Meira að segja einn af reyndustu þing- mönnunum og reyndur ráðherra hefur sagt að sérfræðiálit eigi ekki erindi til þingmanna, það sé ekki þeirra að skilja orð sérfræðinga. Kristinn H. Gunnarsson er eina þekkta undantekningin, og ekki í fyrsta sinn, en það er annað mál, enda ekki sjálfgefið að hann teljist til stjórnarsinna. Þess vegna er alveg sama í hversu vonda stöðu Valgerður hefur komið sér, hver stjórnarsinninn á eftir öðrum mun gera allt til að verja hana og réttlæta gerðir hennar og orð. Þannig er það og þannig verður það. Vel má vera að einstaka stjórnarandstæðingur á þingi fari mikinn þessa dag- ana, en það býr ekkert að baki, ekkert. Þó fullyrt sé að ráðherrar í öðrum löndum hefðu sagt af sér, þó sagt sé að Valgerður hafi sýnt fádæma hroka og lítilsvirðingu, er það allt. Engin eftirmál verða og stórlega má efast um að alvara sé að baki öllum fullyrðingunum og öllum stóru orðunum. Það má vel vera að engu breyti hver málstaðurinn er, bara að eftir honum verði tekið. í veigamestu málum hefur Alþingi ekkert að segja. Frumvörp eru samin í öðrum húsum af öðru fólki. Þau eru kynnt þingmönnum sem fjalla um þau og ná kannski fram einstaka breytingum í einstaka málum. Vilji ráð- herranna verður alltaf ofan á. Líka þegar verður að verja þá vegna vitleys- unnar sem þeir segja eða gera. Liðsheildin heldur. Upplýsingarnar sem var haldið frá Alþingi hefðu svo sem engu breytt. Það er rétt hjá Valgerði. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrimsson voru búnir að semja sín á milli um Kárahnjúkavirkjun. Það dugði i þá daga. Þeir tóku ákvarðanir og fengu stimpla frá Alþingi. Þannig var það. Allar heimsins upplýsingar hefðu engu breytt. Álþingismenn reka upp rokur svo þeir gleymist ekki. En hvað þeir segja gleymist jafnharðan. Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & augiýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavik Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Simbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: (slandspóstur Dagar gömlu skúringarfötunnar eru taldir ■ • ';u- :V í ■ ! • Skúringafatan úr sögunni '• Alltaf tilbúið tJ notkunar • Ciólíin þorna a augabragði • l'ljótlegt og þægilegt “ ■ SölusUdir Húsasmiðjan Byko - Daggir Akurcyri Afangar KcBavík - Fjarðarkaup I.itabúðin Ólafsvík - Parket og gólf - Rými SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupssuð - Byggt og búið Brimncs Vestmannaeyjum - Takk hreinlæti. Hcildsöludrcifing: Ræstisörur ehf. 16 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÖST 2006 bla6ÍA /^É'ÓÐAR FrÉttíR!F\ * VtP TeLJUM áí>/MA?KAf>(//{iViJ hap/ nú máí yyf mKASTiGi / \A? ÚRvALSVÍSiTÁfÁA/ ( \ GEtÍ TEfciPÁrflsGn PpWÍ Uþpfl Vi9 I / ém V r ycj ffmt J/w f, jt * \ \ * Frá vinstri til hægri Það er erfitt að trúa því á fal- legum síðsumardögum, að senn hausti að og á eftir fylgi veturinn. í ljósi þess að þetta verður kosn- ingavetur má búast við að hann verði stormasamari en ella. Þær átakalínur, sem menn hafa vanist (íslenskum stjórnmálum eru ekki jafnskýrar og áður, og stjórnmála- flokkarnir hafa brugðist mjög mis- jafnlega við breyttum tímum. Með brotthvarfi Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum er meira jafnræði með forystumönnum flokkanna en áður, en um leið hafa þeir sumir átt erfiðara með að finna fjölina sína og sannast sagna finnst manni stjórnarandstaðan að sumu leyti sakna Davíðs, hún vissi hvar hún hafði hann og gat nánast í blindni tekið sér stöðu gegn hverju því máli sem hann beitti sér fyrir. Slíkt við- bragð gagnast ekki lengur og þar kann að vera fundin skýringin á því af hverju stjórnarandstaðan ein- beitir sér þessa dagana helst að for- tíðardraugum ríkisstjórnarinnar. Lítil hætta er þó á öðru en að stjórnarandstaðan - og ríkisstjórn- arflokkarnir sjálfsagt líka - nái vopnum sínum og láti sverfa til stáls i aðdraganda kosninga. Það er enda fyrirsjáanlegt að tekist verður á um mörg veigamikil mál á þingi og með þeim hætti geta flokkarnir markað sér þá stefnu sem síðan verður byggt á í kosningabaráttunni. Trúverðugleiki á vinstrl vængnum Samfylkingin hefur átt í ótta- legum vandræðum undanfarna mánuði og misseri. Óskýr málefna- staða hefur löngum verið flokknum fjötur um fót og formannskosn- ingin í fyrra varð ekki til þess að bæta ástandið, þvert á móti. Þrátt fyrir að margir flokksmenn telji að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi fært flokkinn of langt til vinstri, situr hún fast við sinn keip og telur að hún þurfi að endurheimta fylgi sem vinstrigrænir hafi náð frá Andrés Magnússon flokknum. I því skyni verður senn kynnt ný umhverfisstefna flokks- ins, sem forysta hans vonast til að slái nýjan tón í þá umræðu alla. En hljómurinn er holur, því það er afar erfitt að líta hjá eindregnum stuðn- ingi Samfylkingarinnar við stóriðju- uppbyggingu undanfarinna ára. Það er því engan veginn gefið að vinstrigrænir missi fylgi umhverf- isverndarsinna af þeim sökum. Á hinn bóginn er ekki heldur víst að umhverfisverndin hafi jafnmikið vægi í hugum kjósenda og margir telja. Ekki þarf mikið að gefa á bát- inn í efnahagsmálunum til þess að menn séu til í tilslakanir í þeim efnum og þá skiptir máli fyrir vinstrigræna að hafa á fleiru að byggja. Fyrst og fremst þurfa þeir þó að halda núverandi velvild í garð flokksins fram að kjördegi, en það tókst þeim engan veginn siðast. Sumir segja Akkilesarhælinn vera þann að forystumenn flokksins séu aðeins tveir og að þeir höfði ekki til nógu breiðs hóps. Það má vera og víst er um að ekki myndi flokkur- inn tapa á því að bjóða fram fleiri skörunga. Svandís Svavarsdóttir sýndi það í borgarstjórnarkosning- unum að þeir eru til meðal vinstri- grænna og annar pennavinur Blaðsins, Katrín Jakobsdóttir, gæti vafalaust komið sterk inn í þingið. í fangið á Geir Þó afar ólíklegt sé, að vinstri- stjórn taki við stjórnartaumunum hér á landi, munu átök milli vinstriflokkanna tveggja, Samfylk- ingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sjálfsagt skipta mjög miklu í kosningunum og eft- irmálum þeirra. Eigi annar hvor þeirra að komast i tveggja flokka ríkisstjórn (en þær endast, öfugt við samsteypustjórnir fleiri flokka) bendir allt til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn sé eini mögulegi kost- urinn. Þeim er því vandi á höndum við að bítast um vinstrafylgið án þess að styggja sjálfstæðismenn um of. Á því gæti hins vegar Fram- sóknarflokkurinn fitnað og þá gæti úrval dansfélaga Geirs H. Haardes orðið meira en nokkur hugði. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið Nú óttast menn að í nótt kunni Magni Ásgeirsson að lenda í einhverju af þremur neðstu sætununum í Rockstar: Supernova, þriðju vikuna í röð og þá sé afar sennilegt að hann detti úr keppni. Tölvupóstur frá stuðnings- mönnum hans hefur farið sem logi yfir akur og þar er þjóðhyggjan ekki langt undan. Eru menn hvattir tii þess að kjósa Magna eins oft og sæmandi er, en atkvæðagreiðslan örlaga- ríka ferfram aðfaranótt miðvikudagsins 30. ág- úst á milli klukkan 3.00 og 7.00 að Islenskum tíma. Einfaldast og ódýrast er líklega að kjósa á vefnum rockstar.msn.com eins oft og hver vill. Islendingarl Brettið upp á ermarnar og smellið fyrirMagna, land og þjóð! Athafnakonan kunna, Jónína Bene- diktsdóttir, hefur í tímans rás nokkuð látið til sín taka í opinberri umræðu um stjórnmál, viðskipti og fleira. Á dögunum sendi hún grein um stjórnmálavið- horfið til birtingar i Fréttablaðinu, þar sem hún viðrar þá skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að gefa samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn upp á bátinn og horfa til Samfylk- ingarþessístað.Þábrásvo við að Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, endursendi henni póst- inn ólesinn með tilkynningu þar að lútandi. Það er greinilega annaðhvort í ökkla eða eyra þegar tölvupóstur Jónínu og Fréttablaðið eru annars vegar. Margir hrukku við þegar Árni Finns- son, formaður Náttúruverndar- samtaka íslands, sakaði Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, um spillingu í kvöldfréttatíma Rikisútvarpsins í fyrrakvöld. Nú var þetta orð sjálfsagt ekki valið af kostgæfni hjá Árna og eftir því hjó Jón Sig- urðsson, eftirrennari Valgerðar í ráðherrastóli. Hafði hann það eitt um málið að segja að Árni hlyti að hafa mismælt sig. Þar talaði hinn hófstillti lærifaðir. En það mætti minna Jón á að nú er hann formaður stjórnmálaflokks og úr þeim stóli má enga tæpi- tungutala. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.