blaðið


blaðið - 29.08.2006, Qupperneq 18

blaðið - 29.08.2006, Qupperneq 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2006 blaöi6 r' Menningarsaga íslenska dreifbýlisins Endurmenntunardeild Landbún- aðarháskóla Islands býður upp á ým- is ný námskeið í vetur. Þar á meðal er námskeið um menningarsögu íslenska dreifbýlisins, einingabær námskeið, ný sérsniðin námskeið og farandnámskeið. Viðar Hreinsson rithöfundur og bókmenntafræðingur heldur í okt- óber námskeið sem heitir íslenska dreifbýlið: öðruvísi menningar- saga. Sérkenni íslenskrar menningar Á námskeiðinu mun Viðar með- al annars fjalla um hvaða mynd sé dregin upp af íslenskri menningu í hefðbundnum söguritum. í fram- haldi af þvi verður rætt um sérkenni íslenskrar menningar í ljósi þess að öldum saman var hér dreifbýlissam- félag þar sem ríkti einstæð bók- eða handritamenning. Eitt af sérkenn- um þeirrar menningar er staðbund- in sagnaauðlegð og víðtækur fróð- leikur og ritfærni sjálfmenntaðra sveitamanna þar sem hvert hérað átti sína sagnaritara og sagnaþætti. Námskeiðið er haldið á Hvann- eyri og er í samstarfi við Reykjavík- urAkademíuna. Ræktun skjólskóga Einnig verður bryddað upp á þeirri nýjung í haust að þeir sem stunda nám við endurmenntun geta tekið ákveðin námskeið í formi endurmenntunar en jafn- framt lokið einingabæru námsmati. Eitt af námskeiðunum er viðamik- ið námskeið um bústjórnun sem stendur í sex daga. Á hverjum degi verður tekið á afmörkuðum þætti bústjórnar. I september mun dr. Alexander Robertsson fræðimaður frá Kan- ada halda námskeið á Hvanneyri um ræktun skjólskóga. Hann er íslendingum að góðu kunnur og hefur meðal annars verið ráðgjafi í mörgum skógræktarverkefnum hér á landi. Öðruvísi menningarsaga Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur rrtun fjalla um hvaöa mynd sé dregin upp afíslenskri menningu í hefðbundnum sögurit- um á námskeiði við endurmenntunardeild Landbúnaöarháskólans. menntun menntun@bladid.net Fjarnám vinsælt 53 prósent nemenda Kennaraháskólans stunda fjarnám við skólann. Hlutfailslega eru flestir í fjar- námi í framhaldsdeild eða 78 prósent. Góður nætursvefn skiptir máli Góður nætursvefn er ein af undir- stöðum þess að börn standi sig vel í skólanum og geti einbeitt sér að námsefninu. Svefn er nauðsyn Hætt er við að mörg skólabörn hafi snúið sólarhringnum við í sumar og eigi í erfiðleikum með að komast á rétt ról nú við upp- haf skólagöngu. Fátt skiptir jafn- miklu máli til að bömunum líði vel í skólanum og góður nætursvefn enda hefur sýnt sig að börn sem fá ekki nægan svefn eru þreytt í skólanum og einbeitingin ekki sem skyldi. Nú mæðir því á foreldrum að koma ungviðinu til aðstoðar og hjálpa því við að koma svefn- venjum í samt lag. Börn og ung- lingar þurfa meiri svefn en þeir sem fullorðnir eru. Svefnþörfin er mest á meðan börnin eru yngri en minnkar með hærri aldri. Börn sem eru á aldrinum 6 til 7 ára og eru því að hefja skóla- göngu þurfa að sofa 10 til 12 klukkustundir á sólarhring. Á aldrinum 8 til 12 ára er svefn- þörfin um 9 til 10 klukkustundir á sólarhring. Svefnþörfin breytist lítið á ung- lingsaldri, 13 til 16 ára, en eftir að framhaldsskólaaldri er náð styttist nauðsynlegur svefntími í 7 til 8 klukkustundir. Fyrsti kven- prófessorinn Dr. Anna Ingólfsdóttir hefur verið skipuð prófessor í tölvunarfræði við tækni- og verk- fræðideild Háskólans í Reykjavík. Anna er þar með fyrsta konan sem gegnirstöðu þrófessors í tölvunar- Dr. Anna fræði hér á Ingólfsdóttir landi. Hún hefur verið dósent við skólann frá árinu 2005. Rannsóknasvið Önnu eru á sviði fræðilegrar tölvunarfræði. í matsnefndinni sem mat önnu hæfa til að njóta framgangs í prófessorsstöðuna sátu prófessorarnir Gisli Hjálmtýs- son frá Háskólanum í Reykjavík, Magnús Halldórsson frá Háskóla íslands og Moaens Nielsen frá Háskólanum í Arósum. Allir jafnábyrgir fyrir líðan barna Einelti i skólum Mörgum börnum líður óbærilega í skólanum vegna þess að þau eru beitt einelti af einhverju tagi. Vandamálið hefur ekki aðeins áhrif á börnin heldur einnig foreldra þeirra sem og foreldra gerenda. Að sögn Jóns Páls Hallgrímsson- ar ráðgjafa hjá Regnbogabörnum eru börn oft mjög lagin við að fela tilfinningar sínar og halda eineltinu leyndu fyrir foreldrum. „Oft sést jetta ekki fyrr en eineltið er komið á )að stig að það er farið að hafa veru- eg áhrif á líðan og heilsu barnsins," segir Jón Páll og bendir á að einkenn- in geti meðal annars verið mislyndi, skapstyggð og jafnvel lystar- eða svefnleysi. Stundum vilja börn helst halda sig heima og vera í friði. Einkennin geta enn fremur verið mismunandi eftir því hvort þoland- inn sé drengur eða stúlka. „Ef um stúlku er að ræða getur það farið leynt og stúlkur geta brotið niður aðra manneskju án þess að segja eitt aukatekið orð eða koma nokk- urn tíma við viðkomandi. Þær gefa í skyn hversu ömurleg hún er með svipbrigðum, látbragði og öðru og smátt og smátt brotnar sjálfsímynd- in og hún fer að trúa að hún sé ömur- leg, ljót og leiðinleg," segir Jón Páll. Erfitt fyrir foreldra Að sögn Jóns Páls er mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir því að það getur verið niðurdrepandi og streituvaldandi reynsla að upp- götva að barnið manns sé lagt í einelti. „Það er eðlilegt að foreldrar verði ráðvilltir og finni fyrir reiði. Aðalatriðið er að rjúka ekki niður í skóla og heimta að eitthvað sé gert. Það verður að vinna þetta með yfir- vegun og skynsemi og þá er mjög gott einmitt að leita til okkar og ná úr sér reiðinni. Reiðin rænir mann oft dómgreind og skynsemi," segir Jón Páll. „Það er gott að gefa kenn- ara og starfsfólki skólans tíma til að rannsaka málið því að þú getur ekki ætlast til að það sé búið að taka eftir þessu ef þú ert rétt að uppgötva þetta sjálfur.“ Foreldrar gerenda bregðast illa við Hann segir að vandamálið sé einnig oft hvernig foreldrar gerenda bregðist við. „Margir fara í vörn og bregðast illilega við og fara að kenna einhverjum öðrum um eða leita að sökudólgi. Það er fyrst og fremst verið að leita til þeirra til að leysa vandmál sem gætu hugsanlega haft alvarlegri afleiðingar í för með sér ef þau ná að þróast." Jón Páll segir að hjá Regnboga- börnum sé ekki litið á einelti sem einkamál. „Þetta snýst ekki bara um mig og mitt barn heldur snýst þetta um öll börn sem í kringum okkur eru. Einelti er samfélagslegt vandamál sem kemur okkur öllum við. Allir eru jafnábyrgir fyrir líðan barna okkar í skólanum," segir Jón PálL Verður að vega og meta hvert tilfelli Ekki er til nein ein leið til að upp- ræta eineltisvandamál heldur verður að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig og beita siðan viðeigandi aðgerðum. Jón Páll segir að ekki megi heldur gleyma að leita álits barnsins á því hvernig best sé að taka á vandanum. Regnbogabörn voru stofnuð árið 2002 og segir Jón Páll að nokkur ár- angur hafi náðst í baráttunni gegn einelti á þeim tíma. „Úrræðin eru fleiri. Þau börn sem leita til okkar vilja vera hjá okkur og koma aftur. Ég held að fræðsla okkar sé að skila árangri því að við náum til allra í skólanum, nemenda, foreldra og starfsfólks skólans. Þetta skilar sér allt í því að fólk er vakandi og tilbú- ið til að grípa strax inn í eða leita sér aðstoðar," segir Jón Páll. Regnbogabörn veita foreldrum ráðgjöf og viðtalsþjónustu auk þess að vinna að margs konar fræðslu- og forvarnarstarfi. Samtökin opnuðu á dögunum nýja heimasíðu www. regnbogaborn.is sem er ætlað að ná betur til barnanna. Þar er meðal annars að finna brot úr teiknimynd um einelti auk verkefna sem þau geta unnið. eimr.jonsson@bladid.net Einelti ekki einkamál Einelti erekki einkamál þeirra sem lenda íþví heldur samfélagslegt vandamál sem kemur öll- um við að mati Jóns Páls Hallgrímsson- ar ráðgjafa hjá Regnbogabörnum. ^Polarolje Selolía frá Noregi ~ Olían hefur áhrif á: Pclarolje - Ónæmiskerfið -Liöi Exem Maga- og þarmastarfsemi Kólestról og blóöþrýsting Fæst í öllum apótekum og heilsubúðum

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.