blaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 18
blaöiö Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Okkur er alveg sama Einn ökumaður er stöðvaður með tvö börn í framsætinu hjá sér. Sjö eru teknir fyrir ölvunarakstur eina og sömu nóttina, og það aðeins í höfuð- borginni. Þá eru þeir ótaldir sem hafa verið stöðaðir fyrir of hraðan akstur og allir þeir sem hafa brotið lögin og sloppið hvort tveggja frá lögreglunni og við að valda slysum. Ráðist var í heljarinnar átak rétt fyrir helgi með það að markmiði að fá fólk til að keyra varlegar og reyna að koma í veg fyrir slys. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Samkvæmt tölum frá lögreglunni í Reykjavik er engan mun að sjá á umferðinni þessa helgi eftir mikið umferðarátak og hverja aðra helgi. Það virðist alveg ljóst hvað okkur finnst um umferðaröryggis- mál: Okkur er alveg sama! Þetta sást líka þegar mótorhjólamenn blésu í herlúðra gegn banaslysum fyrir nokkru. Á sama tíma og fjöldi þeirra safnaðist saman á baráttufundi, þar sem rætt var hvernig mætti forða banaslysum, mældist einn á næstum 200 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni nálægt Smáralindinni. Síðar sömu nótt mældust tveir á vel yfir 200 kílómetra hraða á Sæbrautinni í Reykjavík. Þeirra mottó væntanlega: Okkur er alveg sama! Umferðin hefur kostað 20 mannslíf það sem af er ári. 20 er ekki há tala í sjálfu sér. Tekur því varla að nefna hana í mörgu samhengi. En þegar sam- hengið er mannslíf er alvaran mikil. Slys í umferðinni hafa bundið enda á vonir, þrár og drauma tuttugu manna og kvenna. Líf þeirra sem næst hinum látna standa tekur stakkaskiptum, tilverunni er snúið á hvolf. Líf hundruða verður aldrei samt aftur. Margra bíður langt og sársaukafullt tímabil þar sem þeir takast á við missinn. Lífum breytt, lífum fórnað í umferðinni. Það er oft á tíðum stórfurðulegt að upplifa sig í umferðinni. Bílum keyrt í svigi milli akreina, keyrt inn í þröng pláss, keyrt miklu hraðar en lög og aðstæður leyfa, allt til að komast örlítið fyrr á leiðarenda. Áhætta tekin sem getur endað með ósköpum. Lítið eða ekkert tillit tekið til annarra vegfarenda í umferðinni. Hraðaksturinn er sennilega stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, eða ef til vill bara birtingarmynd vandans sem er auðvitað sá dómgreindarskortur sem gerir vart við sig þegar menn keyra alltof hratt, stefna sjálfum sér og öðrum í hættu, ætla sér of mikið. Spurningin er hvernig við getum vakið fólk til umhugsunar. Það vantar ekki að menn hafa reynt. Auglýsingaherferðir um langt árabil. Umræða í fjölmiðlum þegar illa fer í umferðinni. Stórfundur mótorhjólafólks sem hafði horft upp á dauðsföll í sínum röðum. Átak á landsvísu með sjö opnum fundum á sama tíma eftir mikla slysahrinu. Heilræði eins manns til annars á förnum vegi eða heima í stofu. Allt hefur þetta verið reynt og virðist litlu skila. Kannski spurning við hverju er að búast ef viðkvæðið er alltaf eitt. Það að okkur er alveg sama. Brynjólfur Þór Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Gulliína HARÐVIÐARVALS Gullhyggð þjónusta! Krókhálsi 4 • 110 Reykjavík • Sími 567 1010 • www.parket.is 18 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 Aldahvörf Ekki er langt síðan menn deildu hart um það hvenær aldatugamótin eiginlega væru, margir stóðu á því fastar en fótunum að auðvitað væru þau þegar árið 2000 gengi í garð, en þeir sem kunna að telja vissu að þau væru ekki fyrr en árið 2000 væri á enda runnið og 2001 hæfist. Þessi deila var svo sem ekki ný af nálinni, sama þvarg fyllti dagblöð undir lok 19. aldar og eimdi víst eitthvað eftir af því fram á hina 20. Löngu síðar las ég bók breska sagnfræðingsins Pauls Johnson um sögu 20. aldar og hann setti fram enn eina kenn- inguna um aldamótin. Hann taldi sumsé ekki nóg að líta á dagatalið og var á því að 20. öldin hefði ekki haf- ist fyrr en hinn 27. september 1905, en þá var afstæðiskenning Alberts Einsteins fyrst gefin út. Er ekki nokkuð til í því? Á sama hátt mætti kannski segja að 20. öld- inni hafi lokið með falli Berlínar- múrsins hinn 9. nóvember 1989. Eða eigum kannski frekar að halda því fram að 21. öldin hafi ekki gengið í garð fyrr en hinn 11. september 2001? En þá má kannski líka spyrja hvort 12. öldin sé hafin í Sádi-Arabíu. Aldamótá íslandi Hér heima má alveg leika þennan sama leik. Ef litið er á stjórnmála- sviðið mætti til dæmis með nokkrum rökum halda því fram að 21. öldin hafi hafist 30. apríl 1991 þegar Davíð Oddsson varð forsætisráðherra og breytti islensku þjóðfélagi sjálfsagt meira en dæmi er um síðan í seinni heimsstyrjöld. Nú eða að hún hafi ekki runnið upp fyrr en hinn 27. september 2005, þegar Davíð settist í sinn helga stein í Seðlabankanum. Sjálfsagt setja einhverjir lesendur spurningarmerki við það að Davíð sé með þessum hætti settur sem leiðarsteinn á tímans langa vegi, en þegar stjórnmálin eru annars vegar er það alveg við hæfi. Áhrif og yfir- burðastaða Davíðs i stjórnmálum undanfarins aldarfjórðungs eru næsta óumdeild, en hið merkilega er kannski fremur hitt, hve mikið Andrés Magnússon eimir eftir af þeim enn og það á ólík- legustu stöðum. Á sínum tíma var þannig til R-list- ans stofnað til þess að brjóta niður arfleifð Davíðs í borginni og til Sam- fylkingarinnar var stofnað af sömu hvötum nokkru síðar á vettvangi landsmála. Að þvi leyti má segja að Davíð hafi verið helsta sameining- artákn vinstri manna! Um leið má segja að engum hafi verið gerður jafnmikill óleikur og Samfylking- unni þegar Davíð fór í Seðlabank- ann, því hvert var hennar erindi þá? Þetta sást vel á dögunum þegar Davíð Oddsson kom fram í Kastljósi og svaraði nokkrum laufléttum spurningum. Skyndilega vaknaði nefnilega formaður Samfylkingar- innar til fyrra lífs og hamaðist að honum Davíð sínum eins og í gamla daga. Og viti menn, Hallgrímur Helgason rankaði líka við sér og tók eitt augnablik upp þráðinn eins og ekkert hefði í skorist. Fyrir suma skipta traustir óvinir nefnilega meira máli en tryggir vinir. Ný öld eða nýöld? En er komin ný öld í íslenskum stjórnmálum? Eins og ástandið er hallast maður nú stundum frekar að því að komin sé nýöld. En það stytt- ist vonandi i hina nýju öld. Lykillinn að því er að stjórnmála- flokkarnir finni sér erindi. Það tjóir til dæmis ekki fyrir Samfylkinguna að lifa lengur á andstöðu sinni við Davíð og til hvers er hún þá? En hún hefur þó að jafnaðarstefnunni að hverfa; hvert vill Framsókn? Þjóðhyggjan er óskrifað blað. Með vinstri sveigju sinni er óljóst hvað frjálslyndir vilja upp á dekk og mun- urinn á þeim og Samfylkingu verður enn óljósari. Vinstri grænir skarta á hinn bóginn sinum rauðu og grænu litum og menn þurfa lítt að velkjast í vafa um á hvaða öld þeir lifa, það er kannski ekki hin nýja öld, en það er líka punkturinn. En hvað má þá segja um Sjálfstæð- isflokkinn? Nú liggur hin almenna stefna hans svo sem nægilega vel fyrir; hófsöm, borgaraleg sjónarmið með kristilegu ivafi. En hvert er erindi hans umfram það sem áunn- ist hefur á umliðnum árum hans í ríkisstjórn? Það er svarið sem sjálf- stæðismenn þurfa að finna á næstu vikum, því komandi prófkjör verða vafalaust vísbending um það. Höfundur er blaðamaður Ofurbloggaranum Össuri Skarphéð- inssyni (ossur.hexia.net) er uppsigað við merkið á Alþingishúsinu, sem hann segir vera danska skjald- armerkið. En eftir að hafa horft - 'M-iJ 560.600 sinnum á þinghúsið -í yfir Austurvöll - eins og Össur I kveðst hafa gert — hefði klippari haldið að 1. þingmaður Reykja- víkur norður hefði tekið eftir því að þar er ekki skjaldarmerki Dana, heldur aðeins fangamark og krúna Kristjáns konungs IX., sem var við völd þegar húsið var reist. En er nokkur ástæða til þess að endurskrifa söguna með því að skrúfa konungsmerkið niður? Maður hefði einmitt haldið að það væri þingmönnum þörf áminning - ekki síst sjálfstæðissinnum sem þóvilja ganga Evrópusambandinu á hönd. Samsæriskenningum um að árásirnar á Bandaríkin hafi verið að undirlagi þar- lendra stjórnvalda hefur vaxið fiskur um hrygg að undanförnu og virðast niðurstöður rannsóknarnefnda og löggæsluyfirvalda, heil bók á vegum verkfræðingateymis Popular Me- chanicsog myndbandsupptökur af Osama bin Laden og fyrir- liðum árásanna i engu hreyfa við samsæriskenningasmið- unum og lærisveinum þeirra. En þá má minna á gamlan brand- ara. Sp.: Hvernig vitum við að CIA stóð ekki að baki tilræðinu við Kennedy? Sv.: Hann dó. Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttarit- ari RÚV, annaðist fréttaflutning af sænsku kosningunum á sunnudagskvöld og fórst það ágætlega úr hendi. Ekki var það þó alveg snurðulaust, því í fréttum hljóðvarps klukkan sex greindi hún frá útgönguspám og sagði hægriflokkana hafa vinning- inn og að þar munaði fjórum atkvæðum! Þar meinti hún vitaskuld að samkvæmt spánni skildu 4% atkvæða fylkingarnar að. En (sjón- varpinu talaði hún Ifka við Guðmund Árna Stefánsson sendiherra sem hún kynnti sem fyrrverandi leiðtoga fslenskra jafnaðarmanna. Fyrrverandi? Þó Samfylkingin hafi gleypt krata með húð og hári var Alþýðuflokkurinn aldrei lagður niður og Guðmundur Árni er ennþáformaðurhans. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.